Skólavarðan - 01.08.2005, Síða 26

Skólavarðan - 01.08.2005, Síða 26
26 Verslunarfagnám í Verzlunarskóla Íslands hófst í ársbyrjun 2005 í sam- vinnu við SVÞ (Samtök verslunar og þjónustu), Verslunarmannafélag Reykja- víkur, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og fyrirtækin Haga, Kaupás, Samkaup og Olíufélagið. Námið er hannað fyrir fólk sem starfar við almenn verslun- arstörf. Útskrifað starfsfólk á að hafa faglegar forsendur til að taka á sig aukna ábyrgð og verkefnisstjórnun á ýmsum sviðum verslunar. Með því að taka upp starfstengt verslunarfagnám á ný leggur Verzlunarskólinn áherslu á þau markmið sem voru höfð að leiðar- ljósi með stofnun hans árið 1905, þ.e. að bjóða verslunarfólki upp á menntun sem er sérstaklega sniðin að þörfum þess og þess fyrirtækis sem það starfar fyrir. Frumkvæði að stofnun námsbrautarinnar kom frá SVÞ og nokkrum stórverslunum. Ástæðan var einkum skortur á almennri fagþekkingu á verslunarstörfum og mikil starfsmannavelta í greininni. Þrátt fyrir að innan fyrirtækjanna væri formleg fræðsla af ýmsu tagi var talin þörf á heildstæðara og lengra nám en var í boði. Áður en VÍ tók að sér framkvæmdina hafði Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að beiðni SVÞ tekið að sér að greina mennt- unarþarfir fyrir þennan hóp fólks og semja námskrá og skipulag fyrir tilraunaverk- efnið. Einnig var stofnaður samstarfshópur frá verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem veitti faglega ráðgjöf og tengingu við starfsvettvanginn. Í hlutverki FA fólst einnig að sjá um kennslufræðinámskeið fyrir þá kennara sem ráðnir voru og nám- skeið fyrir starfsþjálfa sem hafa umsjón með starfsnáminu úti í verslununum. Námið á sér ekki fyrirmynd annars staðar en reynsla annarra þjóða af sam- bærilegu námi var nýtt við undirbúning þess. Mikil áhersla er lögð á að raungera skólanámið jafnóðum á vinnustað með aðstoð sérstaks starfsþjálfa og nýta raun- veruleg dæmi af vinnustað til úrvinnslu í skóla. Náið samstarf við fyrirtækin Að þessu sinni voru teknir inn 20 nemendur, einungis frá samstarfsfyrirtækjunum, og voru þeir valdir af stjórnendum þeirra. Allir nemendurnir hafa nokkurra ára starfs- reynslu og margir bera ábyrgð umfram almennt starfsfólk. Þrátt fyrir það hefur reynslan fram til þessa leitt í ljós að námið hefur skilað þeim meira sjálfstrausti og aukinni fagmennsku. Námið er ekki skipulagt á hefðbundinn hátt eftir námsgreinum heldur flokkað í samræmi við skilgreinda starfsfærni sem skiptist í fjögur mismunandi færnisvið: Per- sónulega færni, verslunarfærni, almenna undirstöðufærni og sérstaka færni. Skóla- námið og vinnustaðanámið taka jafn langan tíma, eða 338 klst. hvort. Samtals er námstíminn því 676 klukkustundir sem skiptist i þrjár lotur og dreifast þær á 1 1/2 ár. Námið er metið sem sérhæft starfsnám Upphafleg markmið skólans endurvakin á aldarafmælinu Verslunarfagnám tekið upp í Verzlunarskóla Íslands til 51 einingar á framhaldsskólastigi. Aftur til upprunans Í bók, sem verið er að rita um 100 ára sögu skólans og væntanleg er í haust, kemur fram að fyrstu fjörutíu árin í sögu skólans höfðu flestir, sem hófu þar nám, það að framtíðarmarkmiði að leggja verslun fyrir sig. Allra fyrstu árin var námið þannig byggt upp að nemendur gátu unnið verslunarstörf eða önnur störf eftir að skóladegi lauk og þannig sameinað nám og vinnu. Í núverandi námi sameinar starfs- fólkið einnig nám og vinnu á þann hátt að það vinnur hefðbundinn vinnudag en sækir skólann tvo morgna í viku. Hildur Friðriksdóttir Höfundur er verkefnastjóri verslunarfag- náms Verzlunarskóla Íslands. Frekari upplýsingar má finna á http://www. verslo.is/verslo/verslunarfagnam/ Kristín Helga Birgisdóttir nemandi og starfsmaður Samkaupa ásamt starfsþjálfa sínum Friðriki Sigþórssyni verslunarstjóra í Samkaupum-Úrvali í Njarðvík. Lj ós m yn d H ild ur F rið rik sd ót tir Hildur Friðriksdóttir Lj ós m yn d G un na r K ris tin n H ilm ar ss on SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.