Skólavarðan - 01.08.2005, Síða 27

Skólavarðan - 01.08.2005, Síða 27
27 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005 Félag tónlistarskólakennara, Samtök tónlistarskólastjóra og Félag íslenskra hljómlistarmanna standa fyrir svæðis- þingum tónlistarskóla nú í haust. Svæðis- þingin ná til tónlistarskólakennara og stjórnenda tónlistarskóla um allt land og þar eru tekin til umfjöllunar þau mál- efni stéttarinnar sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Í haust verða þingin þrjú talsins: Á Akranesi föstudaginn 9. september fyrir Vesturland og Vestfirði. Í Reykjavík föstudaginn 16. september fyrir Suðurland, Suðurnes og höfuðborgar- svæðið. Á Akureyri föstudaginn 23. september fyrir Norður- og Austurland. Yfirskrift þinganna að þessu sinni er: „Hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu - stefna hins opinbera“. Þingin standa yfir í einn dag og skiptist dagskráin í þrjá liði sem allir varða stefnu hins opinbera í málefnum tónlistarfræðslu. Markmiðið er m.a. að efla og bæta samskipti stéttar- innar og stjórnsýslunnar og auka hlutdeild stéttarinnar í stefnumótun á sviði tónlist- arfræðslu. Tónlistarkennaramenntun og ný lög um tónlistarskóla Fyrir hádegi verða tekin fyrir tvö stór mál- efni sem hafa verið til umfjöllunar hjá stétt tónlistarskólakennara á undanförnum misserum: • Skipulag kennaramenntunar í tónlistardeild Listaháskóla Íslands. • Drög að frumvarpi til nýrra laga um tónlistarskóla. Fulltrúar frá Listaháskóla Íslands og menntamálaráðuneyti munu kynna við- fangsefnin en síðan verður opnað fyrir umræður. Hugsanlega verður einnig hægt að kynna nýja námskrá í tónfræðum. Málstofa með fulltrúum sveitarfélaga og fagaðila Dagskráin eftir hádegi verður í formi mál- stofu. Fimm til sex frummælendur munu halda stutt erindi en síðan verður opnað fyrir umræður, athugasemdir úr sal og spurningar til þeirra sem pallborðið skipa. Frummælendur munu m.a. byggja umfjöllun sína á neðangreindum spurn- ingum: • Hvers vegna rekur/styrkir sveitarfé- lagið tónlistarskóla? Hvert er hlutverk tónlistarskólans í samfélaginu? Hvernig samræmist það mennta- og menningar- stefnu sveitarfélagsins? • Hver er stefna sveitarfélagsins varð- andi aðgengi að tónlistarnámi? Er aðgengi háð aldri? Eru skólagjöld hindrun? Hversu fjölbreytt er framboð tónlistarnáms, til hvað breiðs hóps nær það? Tekur sveitarfélagið við tónlistarnem- endum úr öðrum sveitarfélögum? Borgar sveitarfélagið með nemendum sem þurfa að sækja nám sitt til annarra sveitarfé- laga? Nánari upplýsingar um svæðisþingin verða birtar þegar nær dregur á heimasíðu Félags tónlistarskólakennara á www.ki.is. Svæðisþing tónlistarskóla Hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu - stefna hins opinbera

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.