Skólavarðan - 01.08.2005, Page 19

Skólavarðan - 01.08.2005, Page 19
19 Anton Sigurðsson, Gísli L. Stefánsson og Sveinn Alfreðsson kennari við glæsilegt mótorhjól sem Gísli gerði upp. allt um mótorhjól á þessu verkefni. Annar nemandi vann í hestamennsku og enn annar við bílamálun. Enn á eftir að finna náminu fastan sess í kerfinu og ákveða hvaða réttindi nem- endur fá til frekari skólagöngu. Fjölgreina- deildin á að verða deild innan Lækjarskóla og mun njóta almennrar skólaþjónustu þar í góðu samráði við skólann. Þessi frumraun hefur tekist með ágætum og nýtur mikils velvilja hjá þeim sem fara með skólamál í Hafnarfirði og þeirra sem hafa fengið að taka þátt í verkefninu. Móðir eins drengsins hafði á orði þegar sonur hennar hafið verið í fjölgreinadeildinni í nokkrar vikur að hún væri loksins búin að finna drenginn sinn aftur. Nú liði honum vel og væri sáttur við skólann. GG SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.