Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 18
18 SKÓLAHEIMSÓKN Fjölgreinadeild er nýjung sem Grunn- skólar Hafnarfjarðar bjóða nemendum í 9. og 10. bekk í grunnskólum bæjarins. Deildin býður upp á breyttar áherslur í skólakerfinu á þann hátt að meira er gert út á verklega þáttinn en í hefðbundnum skóla. Nemendur vinna ýmis óhefðbundin verkefni og er fræðunum gjarnan fléttað inn í þau. Í gamla Lækjarskóla er aðstaða Námsflokka Hafnarfjarðar notuð eins á þarf að halda fyrir ýmiss konar verklega kennslu, s.s. heimilisfræði, smíðar og myndmennt. Deildin var sett á laggirnar sl. haust og er umsjónarmaður hennar Sveinn Alfreðsson smíða- og sérkennari, en hann er auk þess ökukennari og hefur lokið námi í stjórnun. Tveir aðrir kennarar komu að deildinni í vetur, almennur kennari og stundakennari í myndmennt. Þriðja júní sl. var haldin sýning á verkum hægfara höfðingja í Emblu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þar var mikið um dýrðir og fjölbreyttir og glæsilegir munir til sýnis. Skólavarðan leit inn og heilsaði upp á nemendur og kennara sem voru stoltir og glaðir yfir afrakstri vetrarins. Helmingur námsins verklegur Til að komast inn í fjölgreinadeildina sækja menn einfaldlega um og nefnd fer Nýtt námsframboð í Hafnarfirði fyrir hægfara nemendur yfir umsóknirnar og metur hverjir komast inn. Tveimur árgöngum var kennt saman í vetur en næsta skólaár stendur til að fjölga nemendum og skilja 9. og 10. bekk að og verður hvor árgangur með sína námskrá. Verklegi hlutinn er helmingur námsins eða þrettán tímar á viku. Nemendur læra ensku, íslensku, stærðfræði og umferðar- fræði. „Svo eldum við mat saman tvisvar í viku,“ sagði Sveinn. „Við setjumst niður og ákveðum hvað á að vera í matinn, helmingurinn af hópnum fer og kaupir inn, eldar og kallar svo á hina sem eru í smíðastofu eða tölvu á meðan. Ég er góðu sambandi við umsjónar- kennara í heimaskólum nemenda. Við höfum samband með tölvupósti. Ég fæ upplýsingar um það sem er að gerast í bekknum þeirra, til dæmis bekkjarkvöld og fleira. Næsta vetur eiga nemendur fastan tíma hjá námsráðgjafa í sínum skóla og geta þá spjallað. Við ætlum einnig að auka tengslin við félagsmiðstöðvarnar. Við erum stöðugt að endurskoða málin og reyna að gera betur. Ekki má gleyma félagsþættinum, en við höfum boðið strák- unum með í það sem við erum að gera, eins og til dæmis litbolta (paintball).“ Ökukennaramenntun Sveins hefur nýst mjög vel í deildinni og er tenging við aðrar greinar. Í vetur gerðu Sveinn og nemendur hans rannsókn á götuhorni einu þar sem þeir töldu hve margir notuðu ljós, belti og stefnuljós og reiknuðu síðan út prósentur. Sveinn hefur fastan tíma í töflu þar sem umferðarlögin eru kennd og nemendur gátu í framhaldi af því tekið bóklegt bílpróf. Að sögn Sveins eru nemendur á þessum aldri farnir að sýna ökunámi mikinn áhuga. Mótorhjólasmíði, hirðing hrossa, kirkjubakstur og bílamálun Nemendur fá tækifæri til að vinna með skólanum og mælist það vel fyrir. Gísli L. Stefánsson, sextán ára, vann til dæmis við mótorhjólaviðgerðir og gerði upp mótor- hjól. Hann fékk í hendur gamalt hjól sem hann pússaði upp og gerði á því margvís- legar lagfæringar. „Hugmyndin að þessu kom upp á mótorhjólaverkstæðinu þar sem ég vann,“ sagði Gísli. „Hjólið var eigin- lega ónýtt þegar ég fékk það. Ég þurfti að skipta um grind og það er eiginlega allt nýtt í því núna. Ég keypti nýja varahluti og mixaði sumt.“ Gísli sagði að þetta þætti sér mun skemmtilegra en að liggja yfir bókum og hann hefði lært eiginlega Hægfara höfðingjar Eitt verkefnið var að mæla Fríkirkjuna í Hafnarfirði hátt og lágt og því næst var bakað líkan af henni. Í tengslum við þá vinnu lærðu menn um ummál, rúmmál, flatarmál og hlutföll. SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.