Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 13
13 Hið árlega málþing um rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldið í Kennaraháskóla Íslands dagana 7.-8. október. Yfirskrift málþingsins í ár verður: Nám í nútíð og framtíð: Pælt í PISA. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar munu m.a. skoða aðferðir og niður- stöður PISA-kannananna á námsárangri í ýmsu ljósi. Sérstaklega verður sjónum beint að læsi á öllum skólastigum. Þorbjörn Broddason prófessor flytur ávarp um læsi í upphafi málþingsins. Tveir af aðalfyrirlesurum koma úr röðum helstu hugmyndafræðinga PISA. Annar þeirra er Andreas Schleicher, forstöðumaður námsmatsstofnunar OECD. Hann mun m.a. velta fyrir sér ástæðum fyrir góðum árangri Finna í PISA-könnununum. Amalía Björnsdóttir, dósent í KHÍ, mun skoða árangur íslenskra nemenda í PISA, með sérstakri áherslu á læsi. Hún mun fjalla um PISA sem mælitæki á námsár- angur og einnig hvaða þýðingu niðurstöð- urnar hafa fyrir nám og kennslu á öllum skólastigum. Aðalfyrirlesarar í málstofum á föstu- degi verða Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor, Rúnar Sigþórsson kennari, Svein- björg Sveinbjörnsdóttir kennari og Laufey I. Gunnarsdóttir þroskaþjálfi. Hrafnhildur segir frá málþroskarannsóknum sínum meðal leikskólabarna og tengslum mál- þroska við lestrarkunnáttu og læsi. Rúnar fjallar um samræmd próf og kannanir og áhrif þeirra á skólakerfið. Sveinbjörg fjallar um læsi og ólæsi nemenda í fram- haldsskóla og hvernig framhaldsskólinn getur brugðist við hinni miklu breidd í læsi nemenda. Laufey talar um nám og kennslu nemenda með þroskahömlun og aðrar sér- kennsluþarfir í almennum skólum. Megintilgangur málþingsins er að skapa vettvang til að kynna nýleg rann- sóknar- og þróunarverkefni á sviði leik-, grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskóla- kennslu, um samstarf heimila og skóla og um þjálfun fólks með fötlun. Búast má við miklum fjölda erinda og síðastliðin tvö ár voru kynnt yfir hundrað verkefni um nýbreytnistörf og rannsóknir á þessu sviði. Gestum málþingsins hefur fjölgað ár frá ári og í fyrra sóttu þingið vel á fimmta hundrað manns. Skráning á málþingið hefst 20. ágúst á heimasíðu málþingsins http://malthing.khi.is Þau sem hafa áhuga á að kynna nýleg verkefni á málþinginu geta sent um það óskir til Rannsóknarstofnunar KHÍ á net- fangið malthing@khi.is frá 20. til 31. ágúst. Nafn á erindi og flytjanda verður að koma fram. Kynning getur verið í formi 20 mín- útna erindis eða með veggspjöldum. Ekki er nauðsynlegt að verkefni sem kynnt verða tengist yfirskrift málþingsins sérstak- lega. Ef þátttaka verður mikil getur orðið nauðsynlegt að takmarka fjölda þeirra verkefna sem kynnt verða. Þátttaka í málþingi RKHÍ kostar 2.500 krónur, jafnt fyrir þau sem óska eftir að kynna verkefni og aðra gesti þingsins. Allar upplýsingar um dagskrá og aðal- fyrirlesara ásamt leiðbeiningum fyrir þau sem vilja kynna verkefni á málþinginu er að finna á heimasíðu málþingsins, http:// malthing.khi.is Málþing Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands um rannsóknir, nýbreytni og þróun 7.-8. október 2005 Pælt í PISA Nám í nútíð og framtíð: Málþingið er haldið af Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla Íslands í samráði við Kennarasamband Íslands, Grunn; samtök skólaskrifstofa, Heimili og skóla; landssamtök foreldra, menntamálaráðu- neyti, menntasvið Reykjavíkur, Skólastjóra- félag Íslands og Stúdentaráð Kennarahá- skóla Íslands. Amalía Björnsdóttir. Andreas Schleicher. Þorbjörn Broddason. SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005 RÁÐSTEFNUR OG ÞING

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.