Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 30
30 SMIÐSHÖGGIÐ Á Íslandi eru í meginatriðum tvær gerðir samfélaga. Annars vegar hið fjölmenna borgar- eða þéttbýlissamfélag og hins vegar fámennt dreifbýlissamfélag. Til þéttbýlissamfélagsins telst allt suð- vesturhornið ásamt nokkrum stærstu þéttbýlisstöðunum á landsbyggðinni. Allt hitt eru fámenn samfélög, þar með talin flest litlu sjávarþorpin meðfram ströndum landsins þar sem 40 til 80 börn eru gjarnan við nám í grunnskóla staðarins. Langflestir Íslendingar búa í hinum fjölmennu samfélögum og þess vegna hættir okkur til að miða flest við aðstæður sem þar ríkja. Að hefja fámenna skóla til vegs og virðingar Ástæða þess að Samtök fámennra skóla voru stofnuð, fyrir fimmtán árum, var sú að fjölmörgum starfsmönnum fámennra skóla gramdist hve skólastarf í dreifbýli fékk litla umfjöllun og athygli meðal stefnumótandi aðila í íslensku samfélagi. Reglugerðir, kjarasamningar og skipulag skólakerfisins tóku fyrst og fremst mið af aðstæðum fjölmennra skóla í þéttbýli en fámenni skólinn og aðstæður hans voru lítt til umfjöllunar. Samtökin vildu hefja þessa skólagerð til vegs og virðingar og höfðu fjölmörg rök máli sínu til stuðnings, ekki síst kennslufræðileg og uppeldisfræðileg. Raunin er nefnilega sú að margt af því sem kennslufræðin predikar hvað harðast fellur ákaflega vel að starfinu í fámennu skólunum, til dæmis samkennsla árganga og einstaklingsmiðuð kennsla. Samtökum fámennra skóla hefur orðið talsvert ágengt til bóta fyrir skólastarf í strjálbýli þessa lands. Á seinni árum hefur hins vegar sigið á ógæfuhliðina sem m.a. kemur fram í því að síðustu kjarasamningar kennara og ýmsar námskrár taka ekki nægilegt tillit til aðstæðna í fámennum skólum. Frá árinu 1996, þegar sveitarfé- lögin tóku við rekstri grunnskólans, hafa auk þess að meðaltali þrír grunnskólar verið lagðir niður á ári hverju. Flestir þeirra voru fámennir skólar. Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða óhjákvæmilegar breytingar í takt við búsetuþróun í viðkom- andi skólasamfélagi en oftar en ekki eru þó tínd til fjárhagsleg rök. Þrýstingur orðræðunnar Ákveðnar stefnur og straumar teljast ríkjandi í menningu hvers tíma. Þannig getum við sagt að tiltekin sjónarmið séu mest áberandi. Það segir okkur hins vegar fátt um það hvort fleiri skoðanir séu til. Af þessum sökum má yfirleitt draga fram ríkj- andi einkenni mannlífsins og þær skoðanir sem virðast vera almennastar á hverjum tíma. Þetta kalla fræðimenn nútímans orð- ræðu. Eitt megin einkenni á íslenskum sam- tíma er krafan um aukna framleiðslu, fram- leiðni og hagvöxt. Krafan um peningalega arðsemi hefur verið afar áberandi og ríkjandi þáttur við stjórnun fyrirtækja enda hefur íslenskt samfélag tekið veru- legum stakkaskiptum á síðasta áratug á forsendum hennar. Nægir hér að nefna tilkomu verðbréfamarkaða, samruna fyrirtækja, fækkun pósthúsa, banka og verslana, einkum á landsbyggðinni, og svo mætti lengi áfram telja. Allt hefur þetta verið stutt þeim rökum að fjárhagsleg arðsemi viðkomandi starfsemi hafi ekki verið með ásættanlegum hætti miðað við kröfur samtímans. Framboð, eftirspurn og markaðslögmál fjöldans ,,Hið nýja hagkerfi“, sem svo hefur verið nefnt, er afsprengi þessara lífsviðhorfa. Landbúnaður og sjávarútvegur hafa tapað aðdráttarafli sínu en í þeirra stað er komin spákaupmennska með verðbréf og hluta- bréf. ,,Hið nýja hagkerfi“ er þess eðlis að það miðast við framboð, eftirspurn og markaðslögmál fjöldans. Það er lögmál borgarsamfélagsins. Dreifbýli, þar sem fáir standa á bak við hverja einingu, hvort sem um er að ræða verslun, skóla, menningar- starfsemi eða hvað sem við viljum tína til, stendur því höllum fæti gagnvart fjölda þéttbýlisins. Okkur þykir einfaldlega of dýrt að halda uppi sama þjónustustigi í dreifbýlinu og gert er í þéttbýlinu. Glíma hins íslenska dreifbýlis og lífsbarátta virðist því fyrirfram töpuð í þeim hugsunarhætti sem nú er almennur hér á Íslandi. Það er ljóst að hinn gríðarlegi fólksflótti frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005 Fámenni skólinn, orðræðan og samfélagið Ólafur Arngrímsson Það er sameiginlegt verkefni allra að standa vörð um skólahald í dreifbýli. Ljósmynd Jónas Reynir Helgason.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.