Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 10
10 þróa starf í nýjum skóla. Það neikvæða sem þessari öru uppbyggingu fylgir er að hlutfall faglærðra hækkar afar hægt og háir skortur á leikskólakennurum víða leik- skólastarfi, ásamt tíðum skiptum á öðru starfsfólki skólanna.“ Konur eru 98.5% stéttarinnar Kynjaskipting meðal leikskólakennara hér á landi er þannig að einungis 1,5% eru karlar, en meðal leiðbeinenda er hlutfallið hærra. Fyrstu karlarnir luku prófi 1983 og er annar þeirra, Þröstur Brynjarsson, vara- formaður félagsins og samstarfsmaður Bjargar til margra ára. Körlum í stéttinni fjölgar hægt; þrír útskrifuðust sl. vor en um sjötíu konur. Björg var spurð hvort hún sæi einhverja leið til að hafa áhrif á kynjahlutfallið. „Launin koma fyrst upp í hugann þegar spurt er um þetta. En um leið pirrar það mann að konur skuli láta bjóða sér lakari kjör en karlar. Ábyrgð yfirvalda til að jafna laun kvenna- og karlahópa er mikil en sú leiðrétting gengur hægt. Launabarátta kennarahópanna síðustu ár er talandi dæmi. Það eimir því miður enn eftir af því viðhorfi að umönnun og kennsla barna og unglinga sé ekki merki- legt starf og þar af leiðandi ekki við hæfi karla. Að þessi hugsunarháttur sé ennþá við lýði þýðir að við höfum verk að vinna. Við þurfum markvisst að stuðla að því að breyta þessum viðhorfum, ekki síst meðal ungs fólks sem er að velja sér ævistarf.“ Ákveðið að leggja áherslu á fagmálin Hverjir eru að þínu mati mikilvægustu áfangar Félags leikskólakennara í kjarabar- áttu sinni? „Árið 1950 stofnuðu frumkvöðlarnir tuttugu og tveggja manna stéttarfélag sem hafði samningsrétt. Það starfaði til 1965 en eftir það voru leikskólakennarar í starfsmannafélögum sveitarfélaganna um allt land og mynduðu þar af leiðandi ekki einn hóp. Þegar lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna voru sett 1986 skap- aðist aftur tækifæri til að stofna sjálfstætt stéttarfélag með samningsrétti. Ég tel tvímælalaust að það skref sem stigið var 1988, að stofna aftur stéttarfélag leikskóla- kennara, hafi verið mikilvægasti áfanginn í baráttu okkar fyrir bættum kjörum. Þá skapaðist sá möguleiki að fulltrúar hópsins bæru ábyrgð á málum hans og sætu sjálfir við samningaborðið.“ Síðastliðið ár var strembin samningalota sem endaði með samningi rétt fyrir jólin. Hvernig stendur stéttin eftir kjarasamn- ingana sem náðust núna í lok árs 2004? „Þegar við undirbjuggum kjaraviðræð- urnar var mikill kraftur og baráttuhugur í fólki. Við höfum verið þolinmóð, kannski allt of lengi, en það hefur sínar skýringar. Þegar stéttarfélagið var stofnað á ný 1988 var ákveðið að leggja áherslu á fagmálin, það var vel ígrunduð aðferð, og að kynna leikskólann sem fyrsta skólastigið í kjölfar lagasetningarinnar 1991. Það fór í raun áratugur í þetta og á sama tíma færðist menntun leikskólakennara formlega á háskólastig og það styður við kjarabar- áttuna. Nú finnst okkur komið að því að borga kennurum á yngsta skólastiginu að lágmarki eins og öðrum kennurum, enda er það sameiginleg stefna Kennara- sambandsins. Langt og erfitt verkfall grunnskólakennara sl. haust dró úr þeim baráttuanda sem búið var að keyra upp í FL, en hins vegar nutum við góðs af því sem grunnskólakennarar lögðu á sig, þökk sé þeim fyrir það. Flest öllum var það því mikill léttir þegar okkur tókst að gera kjarasamning til skamms tíma, þ.e. einungis fram á næsta ár, sem fól í sér tölu- verðar kjarabætur. Núna er sagt að næstu samningar muni skipta sköpum vegna þess að við ætlum að ná fram sömu launum og aðrir kennarar með sambærilegt nám að baki. Og það verður að gerast þá!“ Aðildarfélögin njóta þess bæði faglega og kjaralega að vera í einu sambandi Var ávinningur fyrir Félag leikskólakennara að ganga inn í Kennarasamband Íslands? „Já, það tel ég tvímælalaust og ég vona að það hafi líka verið ávinningur fyrir KÍ að fá FL inn í samtökin. Auðvitað tekur það nokkur ár að skila sér í skólasamfélagið út um allt land í formi aukinnar samvinnu og skilnings milli hópanna, en öll umræða og boðleiðir verða einfaldari. Skólamál snerta alla og gott dæmi um þetta er umræðan um styttingu námstíma til stúdentsprófs sem teygir anga sína í leikskólastigið. Það er auðveldara að taka þátt í umræðunni og koma skoðunum sínum á framfæri innan vébanda KÍ en utan og einnig auðveldara að styðja hina þegar á þarf að halda. Ég er sannfærð um að aðildarfélögin njóta þess bæði faglega og kjaralega að vera í einu sambandi.“ Kennarastarfið jafnvel mikilvægast af öllum störum. Telur þú að framtíð KÍ sé björt? „Ég vona það svo sannarlega, en það er á brattann að sækja fyrir alla kennarahópana ennþá. Það þarf að vinna með viðhorfið til kennarastarfsins almennt. Það nægir ekki að segja að kennarastarfið sé mikilvægt í ræðum á hátíðisdögum. Það verður að koma því inn í þjóðarvitundina að það sé jafnvel mikilvægast af öllum störfum, en það kemur ekki nógu vel fram í verki. Það þarf nauðsynlega að byggja upp sterkari sjálfsmynd kennara og það er eitt af brýn- ustu verkefnum Kennarasambandsins, ekki síst eftir erfiðar kjaralotur sem taka verulega á. FL er m.a. að fara af stað með nefnd gagngert til að efla jákvæða umræðu um leikskólakennara og starfs- umhverfi þeirra. Við viljum forðast það að verða neikvæður hópur sem kvartar og kveinar,“ sagði Björg að lokum. Guðlaug Guðmundsdóttir Ljósmyndir Kristín Bogadóttir Björg ásamt nemendum í Arnarborg. SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.