Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 2
Fljótsdalshérað er sveitarfélag í miklum og örum vexti og sóknarfæri fyrir skólafólk því fjölmörg Á skólaárinu 2006-2007 eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar í skólum sveitarfélagsins. Gríptu tækifæriÅ og vertu velkominn í hóp dugmikils og metnaÅarfulls starfsfólks†† ! GRUNNSKÓLAKENNARAR EGILSSTAÐIR Í Grunnskólanum Egilsstöðum og Eiðum eru 345 nemendur í 1. 10. bekk. 1. og 2. bekk er kennt á Eiðum og 3. 10. bekk á Egilsstöðum. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám og skapandi skóla- starf. Við þurfum fleiri í góðan kennarahóp. Meðal kennslugreina: kennsla yngri nemenda, upplýsingatækni, mynd- mennt, smíðar og íþróttir. Upplýsingar veita Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri (sigurlaug@egilsstadir.is) og Harpa Höskuldsdóttir, aðstoðarskólastjóri (harpa@egilsstadir.is) - Sími 4700 740 HALLORMSSTAÐUR Í Hallormsstaðaskóla eru 60 nemendur í 1. 10. bekk. Kennt er í 4 sam- kennsluhópum. Skólinn er staðsettur í hjarta Hallormsstaðaskógar og umgjörð og umhverfi er einstakur bakgrunnur um metnaðarfullt skólastarf. Auglýst er eftir þroskaþjálfa eða sérkennara til að hafa umsjón með sér og stuðnings- kennslu, útikennara, en skólinn er þátttakandi í skólaskógarverkefni og ein kennslustofa skólans er í nálægu skógar- rjóðri. Auk þess vantar kennara til að taka að sér umsjónakennslu í samkennsluhóp, kennslu yngri barna, kennslu í náttúrufræði, samfélagsfræði, íslensku, dönsku, upplýsingatækni og textílmennt. Upplýsingar veitir Pétur Þorsteins- son, skólastjóri (petur@egilsstadir.is) - Sími 4700 755 BRÚARÁS Í Brúarásskóla eru rúmlega 30 nemendur í 1. 10. bekk. Í skólanum er samkennsla árganga og hafin er metnaðarfull stefnumótun í kennslu list og verkgreina auk áherslu á íþróttir og heilsurækt með það að markmiði að auka veg þessara námsgreina til muna. Heimilislegt andrúmsloft og góð starfsaðstaða er í skólanum sem er staðsettur rúmlega 20 km norðan við Egilsstaði. Brúarásskóli auglýsir eftir kennurum sem eru tilbúnir til að taka að sér umsjónarkennslu, kennslu í list- og verkgreinum, tungumálum, samfélagsfræði og íþróttum. Upplýsingar veitir Magnús Sæmundsson, skólastjóri (magnuss@egilsstadir.is) - Sími 4700 796 / 471 1047 Leikskólinn Hádegishöfði í Fellabæ auglýsir eftir deildarstjóra og leikskólakennurum Leikskólinn Hádegishöfði er lítill tveggja deilda leikskóli í Fellabæ með nemendur á aldrinum eins til sex ára. Starf- semi leikskólans tekur mið af hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem áhersla er lögð á að virkja hundrað mál barnsins. Frekari upplýsingar veitir leikskólastjóri Guðmunda Vala Jónasdóttir í síma 4 700 769 eða á netfangið vala@fell.is Leikskólinn Skógarsel á Hallormsstað auglýsir eftir leikskólastjóra og leikskólakennurum Leikskólinn Skógarsel á Hallormsstað er einnar deildar leikskóli sem stafræktur er sem sjálfstæð stofnum í húsnæði Hallormsstaðaskóla. Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar og hefur umhverfið mótandi áhrif á starf skólans. Frekari upplýsingar veitir leikskólastjóri Lilja Björk Finnbogadóttir í síma 4 700 767 eða á netfangið lilja@egilsstadir.is Leikskólinn Tjarnarland á Egilsstöðum auglýsir eftir leikskólakennurum og aðstoðarleikskóla- stjóra Tjarnarland er rótgróinn 3 deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til sex ára. Leikskólastarfið tekur mið af hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem áhersla er lögð á að virkja hundrað mál barnsins. Frekari upplýsingar veitir leikskólastjóri Aðalbjörg Pálsdóttir í síma 4 700 760 eða á netfangið adalbjorg@egilsstadir.is Leikskólinn Skógarland á Egilsstöðum auglýsir eftir leikskólakennurum og deildarstjóra Skógarland er nýr leikskóli við Skógarlönd á Egilsstöðum sem tók til starfa 8. ágúst 2005. Skógarland er fjögurra deilda leikskóli og er starfsemi hafin á þremur deildum með nemendum á aldrinum eins til fjögurra ára. Áherslur í starfi taka mið af hollustu, hreyfingu og uppgötvunarnámi. Frekari upplýsingar veitir leikskólastjóri Hanna Málmfríður Harðardóttir í síma 4 700 770 / 849 2181 eða á netfangið hanna@egilsstadir.is LEIKSKÓLAKENNARAR Krafist er leikskóla- eða grunnskólakennaramenntunar, færni í mannlegum samskiptum, metnaðar og frumkvæðis. Almennar upplýsingar um stöðurnar veita Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi (helga@egilsstadir.is) og Ólöf Ragnarsdóttir, leikskólafulltrúi (olof@egilsstadir.is) - Sími 4700 700. Umsóknir ásamt ferilsskrá merkt viðkomandi skólastofnun sendist á FLJOTSDALSHÉRAÐ, Lyngás 12, 700 Egilsstaðir. Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.