Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 21
21
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
annað þess háttar. Einnig með því að
taka hægt og rólega við tveimur stórum
verkefnum sem voru áður á herðum
menntamálaráðuneytisins, en þau eru
Norræna skólahlaupið og Norrænar
skólaíþróttabúðir sem eru árvissir við-
burðir. Loks er hlutverk nefndarinnar að
koma að nýjum verkefnum í samvinnu
við fjölmarga aðila og jafnframt vinna
með öðrum, svo sem félagsmiðstöðvum
og íþróttafélögum, að verkefnum sem
þegar eru farin í gang. „Gott dæmi um
nýafstaðið verkefni af þessum toga,“
segir Andri, „er Skólahreysti 2006 sem
haldin var á höfuðborgarsvæðinu í
marsmánuði og gekk framar öllum von-
um. Við erum með öflugt samstarf við
hin Norðurlöndin og þaðan fáum við
upplýsingar og hugmyndir jafnt og þétt.
Í Noregi er til að mynda hvatt til hálftíma
hreyfingar í skólum á dag, ekki bara hjá
nemendum heldur taka starfsmenn þátt
og halda utan um hreyfistundirnar. Sumir
skólar hafa lengt þetta upp í klukku-
stund. Það er mikil vakning í sambandi við
hin og þessi heilsutengd verkefni í Noregi
og líka til dæmis í Danmörku. Þar hafa
bæði ráðuneyti og íþróttasamtök leitað
til danska skólaíþróttasambandsins um
að setja ýmis verkefni í gang. Markmiðið
er að virkja sem flesta nemendur í
hreyfingu.
Nokkrir aðilar í samfélaginu, stofnanir,
félagasamtök og aðrir, vinna ötullega á
þessu sviði og það er vel. Við finnum fyrir
miklum vilja hjá sveitarstjórnendum og
áhuga á þessum málaflokki en það skipt-
ir líka miklu máli að skólastjórnendur
hvetji sína íþróttakennara og aðra
Tenglar:
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
www.isisport.is
Danska skólaíþróttasambandið
www.skoleidraet.dk
Sænska skólaíþróttasambandið
www.skolidrott.se
Landslaget Fysisk Fostring, Norge
www.lff.no
Alþjóða skólaíþróttasamtökin
www.isfsports.org
kennara og geri þeim kleift að sinna
verkefnum af þessum toga. Huga þarf
að vægi íþróttakennslu í skólakerfinu
en það hefur líklega aldrei verið brýnna
að auka hreyfingu í daglegu lífi ungs
fólks. Á Norðurlöndum hefur verið rætt
um að margt sem ætli mætti að hvetti
til hreyfingar gerir það ekki í raun, svo
sem ýmis leiktæki á skólalóðum og
leikvöllum sem fá krakkana til að sitja
frekar en hreyfa sig. Nægir þar að benda
á vegasöltin og rólurnar.“
Að sögn Andra hefur hin unga
Skólaíþróttanefnd enn sem komið að
mestu beitt sér innan grunnskólastigs-
ins en ætlunin er að sinna líka öðrum
skólastigum. Í nefndinni situr fólk með
fjölþætta reynslu víða að úr skóla- og
íþróttakerfinu. „Skólaíþróttanefnd er
samsett af fólki sem þekkir til ýmist
starfsemi skóla eða íþróttafélaga, flestir
þekkja hvort tveggja,“ segir Andri. „Þetta
er mjög frjótt samstarf og tryggir líka að
við fáum raunhæfar upplýsingar hvert frá
öðru um hvað gengur og hvað ekki.“
Hægt er að fá meiri upplýsingar um starfsemi
Skólaíþróttanefndar hjá Andra Stefánssyni,
andri@isisport.is
keg
SKÓLAÍÞRÓTTANEFND