Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 23
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
Hlutverk kennarans
Hlutverk kennarans í kennslu þessa náms-
efnis er afar þýðingarmikið. Kennarar,
sem valdir hafa verið til þess að kenna
námsefnið, þurfa að fara á námskeið. Á því
er gerð grein fyrir hugmyndafræðilegum
og fræðilegum bakgrunni námsefnisins,
þ.e. að bjarga sér sjálfur og hvaða þýðingu
það hefur fyrir börn og líðan þeirra að
vera fær um það. Þar er skýrt frá upp-
byggingu námsefnisins og færð rök fyrir
vali hinna ýmsu viðfangsefna. Kennararnir
læra að þekkja vel hvern hinna sex
þátta og fara vandlega í gegnum öll
viðfangsefnin sem börnunum er ætlað að
vinna við. Á námskeiðinu gefst jafnframt
gott tækifæri til umræðna. Mikilvægur
þáttur þjálfunarinnar felst í því að búa
kennara undir það að í kennslustundum,
þar sem námsefnið um Zippý og vini hans
er á dagskrá, má búast við því að börnin
minnist á viðkvæm mál er snerta þau sjálf
og þeirra nánustu. Kennarar eru hvattir
til þess að gera sérstakar ráðstafanir í
kennslustofunni þar sem námsefnið er
kennt. Best þykir að börnin geti setið í
hring fremur en við borðin sín. Sex reglur,
sem ætlast er til að börnin fylgi, þurfa að
hanga uppi á vegg. Sjötta reglan er einkar
mikilvæg. Þótt eitthvert barnið vilji ekki
taka þátt í umræðunum getur það eigi
að síður haft gagn af því að vera meðal
hinna í kennslustundinni og hlusta á það
sem fram fer.
Margir kennarar hafa sagt að til við-
bótar því að námsefnið gagnist börnum
við að leysa vandamál á farsælan hátt hafi
það einnig komið þeim sjálfum til góða.
Það hafi kennt þeim að bregðast við
vandamálum á nýjan hátt og komið þeim
vel í einkalífinu.
Við lok hverrar kennslustundar fylla
börnin út matsblað í því skyni að læra að
meta það sem þau hafa hugleitt og fundið
fyrir í kennslustundinni.
Mat
Tvisvar hefur verið lagt heildarmat á
námsefnið í mismunandi menningarum-
hverfi, bæði á kennsluna og áhrifin sem
hún hefur haft. Niðurstöðurnar benda
til þess að námsefnið Vinir Zippý hafi
greinileg áhrif, a.m.k. þegar til skemmri
tíma er litið. Það bæti hæfni barna til að
takast á við ýmsa erfiðleika sem þau mæta
í daglegu lífi (coping abilities) samanbor-
ið við börn sem ekki fóru yfir námsefnið.
Matið leiddi í ljós framfarir sem fólust
í meiri samstarfshæfileikum, aukinni
hæfni við að taka ákvarðanir, meiri sjálf-
stjórn, meiri samúð í garð annarra og
bættri hegðun. Börnin, sem lærðu og
tileinkuðu sér aðferðirnar sem kenndar
eru í námsefninu, kunnu að nota jákvæðar
samskiptaaðferðir, til dæmis að biðjast
fyrirgefningar, segja sannleikann, tala við
vini sína, hugleiða vandamálin og halda ró
sinni. Matið sýndi einnig að óheppilegum
NOKKUR ÁHERSLUATRIÐI
• Markmiðið með námsefninu Vinir
Zippý er að þjálfa með börnum
leikni sem gerir þeim kleift að ráða
betur við ýmis persónuleg vandamál
á unglings- og fullorðinsárum.
• Börnin læra að átta sig á ýmsum
tilfinningum sínum og að tala um
líðan sína við aðra. Þau eru hvött til
þess að leita sér hjálpar þegar þeim
finnst að þau þurfi á því að halda.
Úrræðin, sem börnin hafa yfir að
ráða, verða fjölbreyttari og þau fá
meiri áhuga á að veita öðrum, sem
eiga við erfiðleika að stríða, aðstoð
og stuðning.
• Þróun námsefnisins hefur viljandi
verið hæg og á hverju stigi
hennar hefur verið lagt mat á
stöðuna. Alþjóðlega viðurkenndir
sérfræðingar hafa haft slíkt mat
með höndum.
• Enda þótt námsefnið hafi upp-
haflega verið samið í Danmörku
og Litháen hefur markmiðið ávallt
verið að það mætti nýta hvarvetna
á jarðarkringlunni.
• Kennarinn, sem kennir námsefnið,
hefur sérstaklega mikilvægu hlut-
verki að gegna. Sérhver kennari,
sem hefur kennslu námsefnisins
með höndum, hefur fengið til þess
sérstaka þjálfun.
• Í námsefninu Vinir Zippý er sjónum
beint að því að auka getu og færni
barna við að bjarga sér sjálf og er
þá einkum miðað við börn í yngstu
bekkjum grunnskóla.
GEÐHEILSA BARNA