Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 28
28
FRÉTTIR
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
Ársfundur Félags leikskólakennara var
haldinn 29. mars sl. á Kaffi Reykjavík.
Samkvæmt lögum FL skal boða til
ársfundar þau ár sem ekki er aðalfundur.
Á ársfundi skal m.a. fjalla um starfsemi
félagsins og starfsáætlun auk þess sem
reikningar eru lagðir fram. Rétt til setu
á ársfundi eiga stjórn FL og varastjórn,
formenn svæðadeilda, skólamálanefnd,
samninganefnd, formenn annarra fasta-
nefnda og faghópa og formaður deildar
leikskólakennara á eftirlaunum. Að þessu
sinni ákvað stjórn FL að boða einnig full-
trúa í stjórnum og nefndum á vegum
Kennarasambands Íslands. Einn fulltrúi frá
stúdentaráði Kennaraháskóla Íslands sat
fundinn. Auk venjulegra ársfundarstarfa
var kastljósinu að þessu sinni beint að
lögverndun starfsheitis leikskólakennara.
Eiríkur Jónsson fulltrúi KÍ í nefnd er vinnur
að endurskoðun lögverndunarlaga kynnti
störf nefndarinnar og umræðu um ákvæði
er lúta að leikskólakennurum. Snjólaug
Brjánsdóttir úr stjórn FL greindi frá starfi í
nefnd er ræðir um hugtakanotkun.
Í júní 2006 er í þriðja sinn boðið upp
á dönskunámskeið í Danmörku fyrir
grunnskólanema. Norræna upplýsinga-
skrifstofan á Akureyri í samstarfi
við Skóladeild Akureyrarbæjar og
Europahøjskolen á Kalø á Jótlandi
(áður Sproghøjskolen) fóru af stað
með námskeið í júní 2004 því áhugi
og þörf virtust vera fyrir hendi en
námskeiðin fá. Verkefnið hefur hlotið
styrki frá Nordplus-Sprog, Nordplus-
Junior og Fondet for dansk-islandsk
samarbejde og án þeirra hefði vart
verið framkvæmanlegt að fara af stað
þar sem kostnaður er talsverður.
Fimmtíu og tveir nemendur og fimm
íslenskir kennarar hafa farið til Kalø á
síðastliðnum tveimur árum. Óhætt er að
segja að viðtökur hafi verið frábærar og
að námskeiðin hafi skilað okkur ánægðum
ungmennum.
Michael Dal lektor við KHÍ gerði úttekt
á dönskunámskeiðinu 2005 og er skýrsla
hans aðgengileg á heimasíðunni www.
danska.khi.is
Nánari upplýsingar um námskeiðið
2006 eru á heimasíðu Norrænu upplýsinga-
skrifstofunnar www.akmennt.is/nu
Á 9. aðalfundi Faghóps leikskólastjóra
sem haldinn var á Akureyri þann 31. mars
sl. voru kynntar niðurstöður könnunar
sem gerð var af IMG fyrir faghópinn um
viðhorf leikskólastjóra, leikskólaráðgjafa
og leikskólafulltrúa til stofnunar sérstaks
aðildarfélags innan Kennarasambands
Íslands. Svarshlutfall í könnuninni var
83,6% og voru niðurstöðurnar afgerandi,
76,6% sögðu já og 20,3% sögðu nei.
Ársfundur
Félags grunnskóla-
kennara
Ársfundur Félags grunnskólakennara
var haldinn þann 17. mars sl. Auk venju-
legra ársfundarstarfa var á ársfundinum
fjallað sérstaklega um ímyndar- og
kynningarmál FG. Leitað hafði verið
eftir hugmyndum þessu að lútandi og
nokkrar tillögur bárust. Fundarmönnum
leist best á tillögu frá Hvíta húsinu sem
fól í sér kynningarstarf til eins árs. Stjórn
og kynningarnefnd FG var falið að skoða
tillöguna frekar með samstarf í huga
en jafnframt að gæta aðhalds varðandi
fjárhagslega hlið málsins.
Einnig var mikið rætt um skólamál
á fundinum og endurskoðun námskráa
sérstaklega. Halla Thorlacius sem vann
að endurskoðun námskráa í ensku,
Guðmundur Birgisson sem vann að endur-
skoðun námskráa í stærðfræði og Sólveig
Ebba Ólafsdóttir sem vann að endur-
skoðun námskráa í íslensku voru gestir
fundarins. Þau kynntu helstu tillögur
vinnuhópa til ráðuneytis, hvernig unnið
var úr þeim og hvaða áhrif ætlaðar
breytingar á námskrám í þessum grein-
um muni hafa á grunnskólastarf. Að
þessu loknu störfuðu vinnuhópar um
ýmis málefni, svo sem fljótandi skil
skólastiga, list- og verkgreinakennslu og
fleira. Verið er að vinna úr niðurstöðum
hópanna um þessar mundir.
Ársfundur FL
Sigrún Finnsdóttir og Sigrún Jónsdóttir frá
Akureyri voru meðal ársfundarfulltrúa.
Sigrún Eiríksdóttir (lengst til hægri) sat fundinn fyrir
hönd kennaranema í KHÍ og við hlið hennar situr
Fríða B. Jónsdóttir leikskólaráðgjafi í Reykjavík.
Fríðu á vinstri hönd sitja Sverrir Sverrisson,
Hafnarfirði og Ásta Júlía Hreinsdóttir, Reykjavík.
„Kan man lære dansk?“
Þá voru kjaramál fyrirferðarmikil á
fundinum og meðal annars rætt um helstu
áherslur samninganefndar í komandi kjara-
samningum, en núverandi kjarasamningur
rennur út 30. september nk. Á fundum í öll-
um svæðadeildum í FL í apríl og maí verða
drög að kröfugerð kynnt félagsmönnum og
lögverndunarmálin rædd.
Dönskunámskeið fyrir grunnskólanema í Danmörku
Leikskólastjórar vilja stofna sérstakt félag
innan Kennarasambandsins
Á aðalfundinum var ákveðið að stofna
vinnuhóp með fulltrúum leikskólastjóra og
fulltrúum úr stjórn Félags leikskólakennara
til að skoða næstu skref.
Á fundinum var jafnframt kosin ný
stjórn og nýr formaður, Petrína Baldurs-
dóttir leikskólastjóri í leikskólanum Laut í
Grindavík.
Lj
ós
m
yn
di
r
fr
á
FL
Ljósmynd frá skóladeild Akureyrarbæjar