Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 20
20 SKÓLAÍÞRÓTTANEFND SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006 Andri Stefánsson sviðsstjóri fræðslu- sviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er starfsmaður hinnar nýju skólaíþróttanefndar ÍSÍ. Skólavarðan tók Andra tali til að forvitnast hjá honum um nefndina og starfsvettvang hennar. „Á íþróttaþingi árið 2002 kom fram till- aga um að stofna skólaíþróttasamband líkt og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Andri. „Í framhaldi af því var sett á laggirnar nefnd til að kanna möguleika og þörf á slíku sambandi hér. Nefndin starfaði fram að íþróttaþingi árið 2004 og niðurstaðan var í stuttu máli sú að ekki væri ástæða til að stofna samband að svo stöddu, heldur fremur nefnd sem myndi skoða þessi mál frá grunni. Þetta er í takt við hefðina hérlendis þar sem nýjar íþróttagreinar hefja gjarnan göngu sína á stofnun slíkra nefnda. Þær verða síðan oft samband þegar umfang þeirra er orðið mikið. Það er heldur ekki mikil þörf á nýju batteríi þar sem margt er nú þegar til staðar. Þörfin er meiri fyrir samvinnu og samræmingu. Við skoðuðum hvernig málum væri háttað í öðrum löndum, til dæmis í Svíþjóð þar sem skólaíþróttasambandið er aðili að sænska íþróttasambandinu. Þar eins og víðar eru skólaíþróttasamböndin búin að vera til mjög lengi. Sænska sambandið var til dæmis stofnað í upphafi síðustu aldar. Á þeim tíma var bæði skóla- og íþróttastarf í svo mikilli mótun að það var rými fyrir þessi samtök inn á milli hins hefðbundna skólastarfs, sem var fyrri hluta dags, og hins frjálsa íþróttastarfs sem fór fram á kvöldin. Því gátu sænsku skólaíþróttasamtökin fund- ið vettvang og rými fyrir sína starfsemi. Núorðið er dagskráin miklu mótaðri hjá bæði skólum og íþróttafélögum og erfiðara að koma nýjum verkefnum að. Með heilsdagsskólanum og öðrum breytingum er sífellt erfiðara að finna tíma fyrir eitthvað sem er ekki nú þegar á dagskránni. Við vorum með tilrauna- MARKMIÐ SKÓLAÍÞRÓTTANEFNDAR ÍSÍ ER M.A.: • Að efla þátttöku barna í íþróttum í tengslum við skólakerfið. • Að hvetja til samvinnu á milli skóla á sviði íþrótta. • Að auka hreyfingu og útivist barna og unglinga. • Að auðvelda afreksmönnum að stunda nám. • Að sjá um norræna samvinnu á sviði skólaíþrótta. Skólaíþróttir í uppsveiflu verkefni í fyrra fyrir nemendur í 7. bekk í Kópavogi þar sem við buðum upp á innibandí og það var mjög vinsælt. Við rákum okkur hins vegar á að skólarnir áttu erfitt með að koma þessu við af ýmsum ástæðum, jafnvel þegar búið var að tryggja fjármagn og sveitarfélög búin að útvega íþróttamannvirki. Verkefnið gekk að mörgu leyti vel en sýndi okkur líka fram á að ekki er nóg að fá góða hugmynd heldur verður að vera búið að huga að öllum þáttum framkvæmdarinnar og tryggja að allt geti gengið upp.“ Andi segir hlutverk Skólaíþrótta- nefndar enn í mótun en það felist meðal annars í að miðla hugmyndum og hjálpa til með skipulagningu og samræmingu, benda á aðstöðu og

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.