Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 27
27
FRÉTTIR
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
GAGNVIRKT EFNI OG LEIKIR –� ����������
Á www.nams.is má finna ýmislegt
fróðlegt og skemmtilegt. Vefurinn
er öllum opinn.
Úthlutun styrkja úr B-
deild Vísindasjóðs Félags
leikskólakennara
Hér með eru auglýstir námsstyrkir til
félagsmanna FL sem hyggjast stunda
framhaldsnám í leikskólafræðum eða
öðrum greinum er tengjast starfsgreininni
skólaárið 2006-2007.
Styrkirnir nema kr. 100.000 til þeirra er
stunda nám hér á landi og kr. 140.000 til
þeirra er stunda nám í útlöndum.
Umfang náms skal vera að
lágmarki 15 einingar.
Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að taka tillit
til starfsaldurs umsækjenda og fleiri þátta
sem hún telur skipta máli.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum
eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og
á heimasíðu KÍ, www.ki.is.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2006.
Stjórn Vísindasjóðs FL
Leikur að ljósi og skugga
Sannkallaður undraheimur varð til í Frí-
kirkjunni í Reykjavík þann 24. febrúar sl.
þegar leikskólabörn léku sér með ljós og
skugga á fjölbreytilegan hátt.
Börn af tíu leikskólum mættu á
listasmiðju í tilefni af Vetrarhátíð og í
boði myndlistarkvennanna Eddu Ýrar
Garðarsdóttur og Höllu Daggar Sigurðar-
dóttur. Allir gluggar Fríkirkjunnar voru
byrgðir og kirkjan breyttist á svipstundu
í litríka, flöktandi og dulúðuga ævin-
týraveröld. Börnin skópu myndir sínar og
ævintýr með aðstoð myndvarpa, spegla,
ljósaborðs, vasaljósa og eigin skugga.
Leiknum var varpað á veggi og upp í loft
kirkjuskipsins og tónlist leikin undir, sem
gaf myndunum enn meira líf.
Úthlutun hærri ferða-
styrkja úr A-deild
Vísindasjóðs Félags leik-
skólakennara
Hér með eru auglýstir styrkir til
einstaklinga til að sækja ráðstefnur og
námskeið erlendis sem nýtast umsækj-
anda í starfi. Styrkirnir nema kr. 100.000.
Stjórn sjóðsins er heimilt að veita við-
bótarstyrk ef kostnaður fer verulega yfir
viðmiðunarupphæð.
Skulu líða a.m.k. fjögur ár frá því að félags-
maður fær styrk til utanfarar þar til hann
getur sótt um slíkan styrk aftur.
Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að taka
tillit til starfsaldurs umsækjenda og fleiri
þátta sem hún telur skipta máli.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum
eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og
á heimasíðu KÍ, www.ki.is.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2006.
Nánari upplýsingar um styrkina gefur
starfsmaður sjóðsins, Margrét Helgadóttir,
netfang margret@ki.is
eða í síma 595-1111.
Stjórn Vísindasjóðs FL