Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 12
12 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006 á leikskólakennara sem fagmann að vera virkur í stéttarfélagsstarfi? Mér fannst forvitnilegt að heyra álit annarra á því, en ég er sannfærð um að það hafði mikil áhrif á mig sem fagmanneskju á sínum tíma. Svörin voru m.a. þessi: „Það er engin spurning að það hefur áhrif á leikskólakennarann sem fagmann að starfa með sínu stéttarfélagi, það gerir hann mun meðvitaðri um fagið og stéttina sína sem heild.” „Ekki spurning. Með því að vera virk- ur í stéttarfélagi hvetur það þig til að fylgjast með því sem er að gerast í þínu fagi og styrkir bæði fag- og stéttarvitund.“ „Tvímælalaust. Virkni í stéttarfélagi skilar sér í þekkingu, ánægju í flestum tilfellum (vonandi), og aukin þekking leiðir til aukinnar víðsýni sem hjálpar fólki við að mynda sér skoðanir og taka afstöðu í málum. Að auki hefur virkni leikskólakennara í stéttarfélagsstarfi áhrif á félagana, aðra kennara sem hann umgengst og þannig breiðist boðskapurinn út.“ Þetta eru mjög samhljóða svör og ættu að vera hvatning til fólks um að gefa sér tíma einhvern tíma á starfsæfinni til að starfa fyrir stéttarfélagið sitt. • Margir leikskólakennarar saman með tiltölulega fá börn eru engin trygging fyrir góðu starfi. Gott faglegt starf byggist miklu fremur á kennurum sem hafa skuldbundist fagmennsku sinni og leggja allan sinn metnað í að nýta menntun sína og bæta hana. Séu margir slíkir samankomnir gefur auga leið að um er að ræða gott starf. Fagstétt, fagvitund, fagmennska – Elna Katrín Jónsdóttir • Er leikskólakennsla aðlaðandi ævistarf? Leikskólaganga og leikskólinn er allavega aðlaðandi kostur þar sem meira en níu af hverjum tíu, jafnt úr hópi stjórnenda sveitarfélaga og leikskólastjóra sem og almennings í landinu, segja að leikskólar veiti almennt góða og faglega þjónustu, miðað við niðurstöður úr könnunum meðal þessara hópa. Þær eru meðal efnis í skýrslu um vinnuaðstæður og kjör í leikskólum á Íslandi frá 2004 sem Harpa Njáls gerði fyrir Borgarfræðasetur, Félag leikskólakennara og Launa- nefnd sveitarfélaga. Þeir sem á mál mitt hlýða hér í dag þekkja auðvitað þessa athugun sem gerð var á áhrifum kjarasamnings FL og LN frá janúar 2001 á starfsmannahald og starfsemi leikskóla. Þó að ég ætli ekki að veifa neinni tölfræði hér um aðsókn í leikskóla- kennaranám, enda aðrir mér fróðari um þau efni, ætla ég samt að halda því fram að aðsókn í námið sýni að ímynd námsins og leikskólans sem vinnustaðar verðandi leikskólakennara geti ekki verið sérlega vond – sé frekar aðlaðandi en hitt. • Í rannsókn á starfsumhverfi ríkis- starfsmanna við aldahvörf sem Ómar Kristmundsson stýrði og út kom árið 1999 er fjallað sérstaklega um starfsánægju ríkisstarfsmanna og áhrifaþætti hennar en ekki einungis um hana í tengslum við afstöðu til launa eins og gert er bæði í fyrr- greindri rannsókn Hörpu Njáls frá 2004 og í starfskjarakönnun sem KÍ átti hlut að með öðrum samtökum opinberra starfsmanna og einnig kom út haustið 2004. Í fyrstnefndu könnuninni voru allir framhaldsskólar landsins með, eða hópur félagsmanna í KÍ sem er á stærð við FL. Í niðurstöðum um þennan þátt kemur fram að starfsánægja ríkisstarfsmanna er almennt mikil og sambærileg við það sem gerist á almennum vinnu- markaði. Fram kom einnig að mikið vinnuálag og vinnustreita virðist áber- andi meðal ríkisstarfsmanna. Í hvorugum þættinum skar kennara- hópurinn sig úr – nema ef vera skyldi að álags- og streituþátturinn var meira afgerandi en almennt í niðurstöðunum. Þessar niðurstöður skera sig ekki úr sambærilegum athug- unum erlendis. Í fyrrgreindri könnun samtaka opin- berra starfsmanna (HASLA 2004), þar sem niðurstöður könnunar VR frá 2002 voru notaðar til samanburðar, kemur m.a. fram að opinberir starfsmenn búi við minni sveigjanleika í starfi en þeir sem eru á almennum markaði og er sérstaklega tekið fram að kennarar séu sú starfsstétt sem einna sjaldnast telji sig geta farið úr vinnu með litlum fyrirvara og áberandi færri kennarar hlutfallslega en aðrir töldu sig geta útréttað í vinnutíma sínum ef nauðsyn krefði. Í rannsókn Hörpu Njáls frá 2004 segjast aðeins tæp 21% leikskólakennara vera ánægðari með starfsumhverfi sitt þá, þ.e. 2004, heldur en fyrir kjarasamninginn 2001 (þar sem laun bötnuðu talsvert). Tæplega helmingur leikskólakennara segist vera óánægð- ari með starfsumhverfi sitt en fyrir kjarasamninginn 2001. Aftur skal minnt á það hér að starfsánægja var ekki könnuð sem slík heldur í samhengi við laun og kjarasamninga í þessari könnun. • Niðurstöður fyrrgreindrar rannsóknar á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldahvörf frá 1999 sýna með afgerandi hætti að ríkisstarfsmenn töldu laun sín ekki vera í samræmi við laun á almennum markaði.og eru niðurstöðurnar taldar styðja þá tilgátu að lítil ánægja með laun stafi af því að launin séu ekki álitin sanngjörn, að starfsmaðurinn álíti þau ekki í samræmi við vinnuframlag eða hæfni. Sambærileg viðhorf birtast í könnunum um sama efni erlendis. Í könnun opinberra starfsmanna frá Margir leikskólakennarar saman með tiltölulega fá börn eru engin trygging fyrir góðu starfi. Gott faglegt starf byggist miklu fremur á kennurum sem hafa skuldbundist fagmennsku sinni og leggja allan sinn metnað í að nýta menntun sína og bæta hana. STÉTTAR- OG FAGVITUND Björg Bjarnadóttir og Elna Katrín Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.