Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 13
13 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006 2004 eru tveir af hverjum þremur ósáttir við launin sín og aðeins 4% sáttir. Af aðspurðum í þeirri könnun voru þó kennarar ósáttastir við laun sín en stjórnendur sáttastir. Sláandi niðurstaða í fyrrgreindri rannsókn Hörpu Njáls sýnir að árið 2004 höfðu leikskólakennarar enn lægstu launin miðað við þá hópa sem þeir eru bornir saman við – þar með taldir bæði grunnskólakennarar og þroskaþjálfar sem einnig starfa á fagsviði með börnum. • Þegar fyrri stéttarfélög kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum lögðu saman bú sín í Kennarasambandi Íslands fyrir um fimm árum þýddi það breytingar fyrir öll félögin. Faglegt samstarf við aðra kennara, náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnendur á öllum skólastigunum þremur verður nánara þar sem þeir starfa saman í formlegum stjórnum og ráðum byggðum á lögum sambandsins. Beint samstarf er þannig bæði í kjara- málum, skólamálum og félagsmálum. Af sjálfu leiðir að stefna félaga í KÍ, til dæmis um kjarasamninga, skilgreiningu skólastarfs á hverju skólastigi, kennaramenntun og fleira, er ekki lengur neitt einkamál þeirra heldur þarf að ræða og móta, semja og bræða saman, kynna sér og skilja til þess að geta smám saman farið að tala einum rómi sem sameinuð kennarastétt þar sem menn taka í senn ábyrgð á sínu og hverjir með öðrum. • Þar sem við erum hér á vettvangi leikskólakennara má segja að með þeirri þróun sem ég lýsti hér áðan hafi leikskólinn færst nær kennurum og skólastarfi á öðrum skólastigum. Á sama tíma hefur þróun verið afar ör í kennaramenntunarmálum – ekki síst leikskólakennara sem sjá hugsanlega fram á það innan tíu ára tímabils að menntun þeirra sé 1) færð á háskólastig með B.Ed gráðu sem lokapróf og 2) menntunin lengd þannig að meistaraprófs eða fimm ára háskólamenntunar sé krafist. Þetta krefur félagið og félagsmennina um mikið á stuttum tíma þar sem bæði skipulag menntunar og afleiðingar sem huga þarf að varðandi laun og önnur starfskjör er ekki einfalt úrlausnarefni. • Starfsheiti og starfsréttindi kennara og skólastjórnenda í grunn- og fram- haldsskólum eru lögvernduð. Það er stefna Kennarasambands Íslands að sambærilegu fyrirkomulagi verði komið á fyrir leikskólakennara og leikskólastjóra og fyrir náms- og starfsráðgjafa. Mál fyrrnefnda hóps- ins eru nær því í höfn hvað varðar samskipti við yfirvöld menntamála, sbr. nánar starf nefndar um endurskoðun lögverndunarlaga og tíu punkta sam- komulag KÍ og menntamálaráðherra. Í grunnskólum er nú verulega breytt verkaskipting miðað við það sem áður var – eða réttara væri að segja að nýir starfsmenn og starfsstéttir hafi bæst þar við, meðal annars í tengslum við breytta og aukna starfsemi grunn- skóla. Er þar bæði um að ræða starfs- menn með verksvið sem eru skýrt afmörkuð miðað við verksvið kennara og starfsmenn þar sem skilin eru kannski ekki alveg nógu skýr. Þarna er bæði um að ræða háskólamenntaða starfsmenn og svokallað ófaglært starfsfólk eða starfsmenn með aðra menntun en háskólamenntun. Í framhaldsskólum er minna um þetta - kannski minna tilefni – en þó er til dæmis á það að líta að þroskaþjálfar með háskólapróf í faginu geta fengið leyfisbréf á framhaldsskólastigi til að starfa í sérdeildum. En hvað þýðir með tilliti til leikskóla- umhverfisins að ,,annast uppeldi og menntun barna“ eins og segir m.a. í markmiðssetningu með kjara- samningnum frá 2001? Miðað við framansagt um sérhæfingu og verka- skiptingu í grunnskólum tel ég einsýnt að ræða þurfi slíkt í leikskólum. Það er óraunhæft – og kannski alls ekki einu sinni besta lausnin - að stefna á að allir starfsmenn leikskóla ljúki meistaragráðu í háskóla. Allir starfsmenn leikskóla þurfa hins vegar viðeigandi menntun og þjálfun miðað við hlutverk sitt á vinnustaðnum þannig að hugtakið „ófaglærður starfsmaður“ þoki smám saman fyrir nýju skipulagi þar sem starfsmenn með mismunandi menntun starfa hlið við hlið. Engu breytir þetta þó um það að stórfjölga þarf leikskólakennurum á allra næstu árum og standast tölur um þá, þ.e. innan við þriðjungur stöðugilda á leikskólum, engan samanburð við önnur skólastig. keg tók saman Stefna félaga í KÍ, til dæmis um kjarasamninga, skilgreiningu skólastarfs á hverju skólastigi, kennaramenntun og fleira, er ekki lengur neitt einkamál þeirra. Hana þarf að ræða og móta, semja og bræða saman, kynna sér og skilja til þess að geta smám saman farið að tala einum rómi sem sameinuð kennarastétt þar sem menn taka í senn ábyrgð á sínu og hverjir með öðrum. Það er óraunhæft – og kannski alls ekki einu sinni besta lausnin - að stefna á að allir starfsmenn leikskóla ljúki meistaragráðu í háskóla. Allir starfsmenn leikskóla þurfa hins vegar viðeigandi menntun og þjálfun miðað við hlutverk sitt á vinnustaðnum þannig að hugtakið „ófaglærður starfsmaður“ þoki smám saman fyrir nýju skipulagi þar sem starfsmenn með mismunandi menntun starfa hlið við hlið. STÉTTAR- OG FAGVITUND Börn í leikskólanum Sólborg fluttu tónlistaratriði á málþinginu og biðu róleg þar til að því kom.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.