Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 11
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
• Margir fræðimenn hafa sett fram
kenningar um fagmennsku. Einn
þeirra er bandarískur félagsfræð-
ingur, Harold Wilensky. Samkvæmt
kenningu hans þurfa eftirfarandi for-
sendur að vera fyrir hendi til að hægt
sé að tala um fagmennsku:
100% starf eða aðalstarf.
Formleg menntun, helst háskóla-
menntun.
Félagasamtök fyrir starfsstéttina.
Opinberar samþykktir – lög um að
starfsstéttin sé til.
Einhvers konar reglugerðir sem
ákvarða skyldur og sérhæfðar kröfur
til starfsstéttarinnar.
Horfum á fyrsta liðinn og veltum
aðeins vöngum. Líta leikskólakennar-
ar almennt á starfið sem aðalstarf?
Nýta þeir menntun sína til fullnustu?
Því hefur stundum verið haldið fram að
eitt af því sem plagi „kvennastéttir“,
og geti komið í veg fyrir þróun fag-
mennsku almennt, sé að ákveðinn
hluti hópsins lítur ekki á starf sitt sem
aðalstarf.
• Oft er - eða kannski var - þetta hug-
tak „profession“ tengt við langa
háskólamenntun sem byggist á rann-
sóknum, t.d. læknisfræði, eða við
starfsgreinar þar sem enginn er ráðinn
nema hann hafi tilskilda menntun. Í
framhaldi af þessu hefur líka verið
talað um hálf- fagmennsku (semi-
profession) Hálf- fagmennska er
einnig bundin við hópa sem hafa
ákveðna menntun en ekki endilega
á háskólastigi með rannsóknarskyldu.
Hálf- fagmennskugreinar hafa ekki
haft þekkingar- eða starfseinokun,
menntunin er styttri, þekkingargrunn-
urinn er ekki eins vel þróaður og þeir
sem starfa í þannig greinum hafa
minna sjálfstæði hvað varðar stjórnun
og þjóðfélagsleg áhrif.
• Lilian Katz er bandarísk fræðikona sem
hefur sett fram kenningu um hvernig
leikskólakennarar þróast í starfi. Hún
skiptir því í fjögur stig:
1. Að lifa af. Þá finnst kennurum
að þá vanti eitthvað, þeir hafi
ekki alveg verið búnir undir að
takast á við veruleikann eins og
hann lítur út þegar á vettvang er
komið. Þetta er tímabilið þar sem
maður er að átta sig á starfinu,
ábyrgðinni og verkefnunum.
2. Tími styrkingar. Annað árið í starfi.
Þá fer kennarinn að geta tekist
betur á við starfið og ná tökum
á því að fylgjast með hverjum
einstaklingi og takast á við þau
vandamál sem upp koma.
3. Tími endurnýjunar. Nær yfir
þriðja og fjórða árið, en þá fer
kennarinn að vera tilbúinn að
reyna nýjar hugmyndir og efnivið
og viðurkenna að hann hafi þörf
fyrir ný sjónarhorn og innsæi.
4. Þroski og að vera tilbúinn. Þá er
kennarinn orðinn öruggur í starfi
og finnur hjá sér stöðuga þörf
fyrir að auka hæfni sína, sækja
námskeið og ráðstefnur í faginu
– þróa sig áfram.
Katz segir að á öllum stigum hafi
leikskólakennarinn þörf fyrir stuðning
og skilning og að eiga sér trúnaðar-
mann eða “mentor” sem býr yfir meiri
reynslu og þekkingu en hann sjálfur.
Áherslan á samræðu við aðra kemur
alls staðar fram. Það hefur að mati
margra háð nýjum leikskólakennurum
að þörfin fyrir handleiðslu fyrstu árin
í starfi hefur ekki verið sett á oddinn.
Það er vert að huga að því hvort leggja
eigi áherslu á þetta í kjarasamningum,
þ.e. að fólk fái greitt fyrir handleiðslu,
eða hvort hún eigi að vera hluti af
starfsskyldum þeirra sem öðlast hafa
reynslu og geta deilt henni. Þetta þarf
að ræða.
• Önnur bandarísk fræðikona, Barbara
Bowman, telur að til að vera góður
fagmaður þurfi leikskólakennarinn
að hafa sýn og geta deilt henni með
öðrum. Undir þetta fellur sýnin á
leikskólastarfið, skilningur á leikskóla-
num og mikilvægi hans, hinum mörgu
mismunandi hlutverkum kennarans og
mikilvægi þess að setja sér markmið í
starfinu.
Í öðru lagi þurfi hann að hafa skilning,
sem m.a. feli það í sér að skilja börn og
vita hvernig þau þroskast og læra, bæði
sem einstaklingar og í hópi. Einnig
að hafa skilning á því hvernig starfs-
þróun fer fram og hvernig mismunandi
menningarlegur bakgrunnur hefur
áhrif á fólk og skoðanir þess. Í þriðja
lagi að hafa skuldbindingu. Að vera
skuldbundinn starfinu, skuldbundinn
því að vera leikskólakennari. Þetta
þýðir að kennarinn þarf að byggja upp
og viðhalda samskiptum við þá er að
uppeldi og menntun barna koma. Þar
er til dæmis átt við þær skólastofnanir
sem mennta leikskólakennara, leikskól-
ana, stéttarfélagið, önnur samtök sem
láta sig málefni barna varða, aðra
leikskólakennara, foreldra og síðast
en ekki síst börnin. Ennfremur mælir
Bowman með því að kennarar taki
þátt í opinberri umræðu og reyni að
hafa áhrif á opinberar ákvarðanir er
lúta að börnum og stétt sinni. Það er
eitt af því sem stéttin hefur gjarnan
verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu
dugleg við.
• Það er gjarnan sagt að fagvitund
tengist hugmyndafræði og starfi í
leikskóla en stéttarvitund tengist kjör-
um, réttindum og vinnuaðstæðum.
Fagvitund byrjar því að þróast strax
í náminu en stéttarvitundin þegar út
á starfsvettvang er komið og raun-
veruleikinn blasir við.
Í fáum orðum má setja þetta fram á
eftirfarandi hátt:
Fagvitund byggist á þekkingu á faginu
og viljanum til að fylgjast með og þróa
sig í starfi, vera opin fyrir nýjungum,
bera virðingu fyrir starfinu og sjálfum
sér sem fagmanni og líta á það sem
aðalstarf. Lykilorð: ÞEKKING.
Stéttarvitund byggist á samstöðu,
að vilja vera hluti af heild, skipa sér
saman í félag og taka ábyrgð með því
að leggja sitt af mörkum til að bæta
kjör og starfsaðstæður stéttarinnar.
Lykilorð: SAMSTAÐA.
• Oft er rætt um hversu námfús leik-
skólakennarastéttin er og tilbúin í
nýjungar og þróunarvinnu. Segir það
eitthvað? Og virðing kennara fyrir
eigin starfi – er hún gegnheil? Og
viðhorfið til starfsins sem aðalstarfs?
Þessu þarf meðal annars að velta fyrir
sér þegar spáð er í styrkleika hópsins.
Varðandi stéttarvitundina hef ég
heyrt haft eftir viðsemjendum okkar
að leikskólakennarar séu samstæður
hópur og hann virki sem sterk heild út
á við. Góðir dómar, það - og eiga, trúi
ég, líka við um aðra kennarahópa.
• Eins og sagði í upphafi lagði ég nokkrar
spurningar fyrir nokkra félagsmenn
til að heyra þeirra sjónarmið. Svörin
sem ég bregð hér upp eru svör sem
ekki var legið yfir heldur það fyrsta
sem kom í hugann... Hefur það áhrif
Það er gjarnan sagt að fagvitund tengist hugmyndafræði og starfi í
leikskóla en stéttarvitund tengist kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum.
Fagvitund byrjar því að þróast strax í náminu en stéttarvitundin þegar
út á starfsvettvang er komið og raunveruleikinn blasir við.
STÉTTAR- OG FAGVITUND