Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 17
17
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
menntakennari hefur ekki starfað við
skólann í einhvern tíma. Það er alvarlegt
mál ef list- og verkgreinakennsla fellur
niður í einhverjum skóla. Maður tekur við
krökkunum sex ára og byggir upp, þess
vegna er erfi tt að koma til starfa í skóla
þar sem 11-12 ára nemendur hafa engan
grunn.“
Nokkrar breytingar höfðu átt sér stað
í Austurbæjarskóla meðan Pétur
Hafþór var úti í námi. Kórinn var
lagður niður en kórstarf fl utt
í kirkjuna og skólinn var
orðinn fjölmenningarlegur
með öllu sem því fylgir.
Til að byrja með sá
Pétur eftir kórnum
en tilfi nningarnar eru
blendnar. „Það var
bæði slæmt og gott
að missa kórinn. Eftir
einsetningu skóla og frá
og með næstnýjustu kjara-
samningum eru kennarar
bundnir í alls konar viðveru;
fundum, teymisvinnu og fl eiru. Þá
er gott að vera laus við kóræfi ngar eftir
skóla. Þar fyrir utan ber maður lítið úr
býtum og iðulega fara helgarnar í þetta.“
Síðustu ár hefur Pétur Hafþór í æ meira
mæli einbeitt sér að fjölmenningarlegri
tónmenntakennslu. „Ég hef til dæmis
aukið mjög mikið hlut hljóðfæranna
í náminu. Það gerir börnum sem eru
ekki íslenskumælandi lífi ð bærilegra
að fá að nota hljóðfæri – tónlistin setur
ramma utan um samveruna og auðveldar
öllum að taka þátt.“ Pétur fékk styrk úr
Barnamenningarsjóði í fyrra vegna sam-
setningar nemendahópsins og til þess
að geta þróað fjölmenningarkennsluna
enn fremur. „Við vinnum samkvæmt
hugmyndafræði um samvinnunám hér
í skólanum og þar er lögð áhersla á að
ekkert okkar er eins snjallt og við öll
saman. Þetta er svolítið snúið stundum,“
viðurkennir Pétur og hlær. „Á Þorranum
þarf kannski að fara í gegnum „Nú er frost
á Fróni“ þar sem íslenskir krakkar skilja
ekki orðin „harmar hlutinn sinn“, hvað þá
þeir pólsku! Fyrir um tíu til fi mmtán árum
voru velfl estir eða allir átta ára krakkar
orðnir læsir og þeim fannst gaman að sitja
í hálftíma og syngja af bók. Núorðið eru
nokkrir nýbúar og einn eða tveir lesblind-
ir í hópnum og þetta er kvöð fyrir þá. Þess
vegna þarf að brjóta upp sönginn með
hreyfi ngu, hljóðfæraleik eða einhverju
öðru, þá fá allir notið sín. Gamla klisjan
um að tónlist sé alþjóðlegt tungumál fær
fyllilega staðist.
Mér fi nnst mikilvægt að nemendur mín-
ir taki það veganesti með sér úr náminu að
það sé þess virði að rækta listamanninn í
sér. Það er stutt á milli listamanna og ungra
barna í hugsun, þar eru margir snertifl etir.
Litlu börnin hafa ómælt ímyndunarafl og
aldrei er lögð nóg rækt við það. Svo
vil ég að þau læri að njóta
samverunnar – maður er
manns gaman. Loks
vil ég að börnin
læri að skilja
hvernig tónlist
er saman-
sett. Þegar
við erum
í samspili
vinn ég með
m ú r s t e i n a n a
sem tónlistin er
hlaðin úr, rytma,
bassagang, mótraddir
og fl eira. Í þessu liggja
stíleinkennin, sem eru breytileg.
Þegar börn fá að fást við þetta sjálf og
upplifa ánægjuna af því þá eignast þau
sinn eigin heim. Það er hægt að svipta þau
veraldlegum eigum en þetta getur enginn
getur tekið frá þeim,“ segir Pétur Hafþór
að lokum, sem ásamt með kennslunni
hefur setið við að semja námsefnið Hljóð-
spor. Það kemur út síðsumars á vegum
Námsgagnastofnunar og fjallar um blús,
gospel, sveitatónlist, ryþmablús, rokk
og ról, Doo Wop og dægurtónlist 7. ára-
tugarins; bítlana, hippatímann og fl eira
skemmtilegt.
keg
Þetta er svolítið snúið stundum,“ viðurkennir Pétur og hlær.
„Á Þorranum þarf kannski að fara í gegnum „Nú er frost á
Fróni“ þar sem íslenskir krakkar skilja ekki orðin „harmar
hlutinn sinn“, hvað þá þeir pólsku!
Ljósmynd: Marteinn Sigurgeirsson.
TÓNMENNT