Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 8
8 NÝR MÓÐURSKÓLI Í UMFERÐARFRÆÐSLU SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006 Grundaskóli á Akranesi er móðurskóli á sviði umferðarfræðslu hér á landi. Samningur þess efnis milli Umferðar- stofu og Grundaskóla var undirritaður á Akranesi 28. september síðastliðinn að viðstöddum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Grundaskóli á að vera öðrum grunnskólum á Íslandi til fyrirmyndar og ráðgjafar á sviði umferðarfræðslu. Umferðarstofa verður skólanum til ráðgjafar við þetta verkefni. Mikið hefur vantað upp á að umferðar- fræðsla í íslenskum grunnskólum hafi verið nógu markviss á undanförnum árum. Þess vegna var samið við Grundaskóla um framkvæmd þessa verkefnis í þeirri von að bjartari tímar séu framundan. Fyrir liggur að í þriðjungi grunnskóla er nánast engin umferðarfræðsla, í öðrum þriðjungi er einhver fræðsla en ekki mikið skipulögð og í þriðjungi skóla er þessari námsgrein sinnt með mjög markvissum hætti. Hins vegar er fræðsla fyrir leikskólabörn öll mun markvissari fyrir til- stilli umferðarskólans Ungir vegfarendur og vor- og sumarnámskeiða fyrir fi mm og sex ára börn. Markmið með þessum samningi er að efl a umferðarfræðslu í skólum og reyna að fækka umferðarslysum með markvissri fræðslu. Þessu markmiði á að ná m.a. með eftirtöldu: • Grundaskóli verður opinberlega móðurskóli á sviði umferðarfræðslu á Íslandi. • Í Grundaskóla verður umferðarfræðsla með þeim hætti að hún megi vera öðrum skólum til eftirbreytni og hvatningar. • Í Grundaskóla starfar verkefnisstjóri og hópur kennara sem sinna umferðar- fræðslu sérstaklega. Viðkomandi svara fyrirspurnum frá öðrum skólum, skipuleggja og stjórna stuttum námskeiðum og fræðslufundum fyrir kennara í samráði við Umferðarstofu. Samningsaðilar í samstarfi við Námsgagna- stofnun fylgja eftir nýjum umferðarvef og kynna hann fyrir öðrum skólum skv. sérstöku samkomulagi sem undirritað var fyrr á þessu ári. Slóð vefjarins er www. umferd.is Hann er þrískiptur. Einn hlutinn er ætlaður yngri nemendum, annar er hugsaður fyrir eldri nemendur og loks er þriðji hlutinn hugsaður fyrir foreldra og kennara. Að þessu verki komu margir kennarar í Grundaskóla, Aldís Yngvadótt- ir ritstjóri hjá Námsgagnastofnun og Hugi Þórðarson starfsmaður Umferðarstofu sem séð hefur um tæknilegar lausnir. Það er mat forráðamanna Umferðar- stofu að grunnskólar hafi mikilvægt hlutverk í umferðaruppfræðslu lands- manna og með tilkomu þessa vefjar er verið að bæta aðgengi að gögnum og fræðsluefni fyrir nemendur og kennara í grunnskólum og foreldra. Alltof mörg börn slasast í umferðinni hér á landi enda þótt talsvert hafi áunnist við að koma í veg fyrir slys á undanförnum árum. Betur má ef duga skal og þá skiptir góð fræðsla miklu máli. Meðal markmiða í umferðaröryggis- áætlun stjórnvalda sem samgönguráð- herra lagði fram á Alþingi og var samþykkt á síðastliðnu vori og gildir til ársins 2008 er gert ráð fyrir efl ingu umferðarfræðslu í grunnskólum og er þessi samningur hluti þess verkefnis. Miklir möguleikar eru fyrir hendi í þessu sambandi og má þar nefna margvíslega samþættingu umferðarfræðslu og ýmissa námsgreina, til dæmis stærðfræði, eðlisfræði, mynd- menntar og fl eira. Í slíkri kennslu eru ýmsir skemmtilegir möguleikar. Kennarar í Grundaskóla eru til taks til að halda námskeið fyrir einstaka skóla eða fl eiri saman og er Sigurður Arnar Sigurðsson kennari þar tengiliður vegna þess. Netfang hans er sas@grundaskoli.is og einnig er hægt að hafa samband við hann í síma 433-1400. Þegar hafa allmargir skólar haft samband við forráðamenn Grundaskóla og óskað eftir námskeiðum. Sigurður Helgason Höfundur er verkefnastjóri Umferðarstofu Efling umferðarfræðslu í grunnskólum Sigurður Helgason Íþróttakennarar í Brekkubæjarskóla á Akranesi skipuleggja tengsl umferðarfræðslu og íþrótta. LJ ó sm yn d ir f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.