Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 7
7 KJARAMÁL SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006 Í kjarasamningi segir: „Yfirvinna telst sú vinna, sem fram fer utan til- skilins daglegs vinnutíma, svo og vinna sem innt er af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu, þótt á dag- vinnutímabili sé.” Þetta þýðir að öll vinna sem fellur utan vinnuramma við- komandi kennara er yfirvinna. Hún er greidd með tímakaupi sem er 1,0385% af launaflokki og þrepi kennarans. Föst yfirvinna Föst yfirvinna greiðist á starfstíma skóla. Skólaárið telst vera 9,5 mánuðir í þessu tilliti eða 38 vikur miðað við heilt starfsár. Yfirvinnan er því einnig greidd um jól og páska. Vetrarfrí skóla lengir ekki þann tíma sem yfirvinna er greidd. Tilfallandi yfirvinna Í lögum um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla 72/1996 31. gr. segir: „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem yfirboðarar telja nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur þriðjungi af lögmætum vikulegum vinnutíma.” Þetta þýðir að öðru jöfnu að ekki er hægt að neita tilfallandi yfirvinnu þó að hægt sé að neita samfelldri yfirvinnu. Yfirvinna í hlutastörfum Í kjarasamningi grein 2.3.4.2 segir: „Óreglubundin vinna umfram hina skertu vinnuskyldu eða samfelld vinna skemur en einn mánuð greiðist með því kaupi, sem greitt er fyrir yfirvinnu.” Þetta þýðir að ef kennari í hlutastarfi tekur að sér einhvers konar aukavinnu er hún greidd sem yfirvinna svo framarlega sem hún fer ekki umfram mánuð. Í grein 2.3.4.3 segir: „Samfelld reglu- bundin vinna einn mánuð eða lengur innan dagvinnumarka allt að fullri vinnuskyldu greiðist sem reiknað hlutfall af mánaðarlaunum, enda hafi viðkomandi starfsmanni verið kynnt það áður en sú vinna hófst.” Þetta þýðir að ef yfirvinnan verður viðvarandi og regluleg stækkar það starfshlutfall viðkomandi og greiðist þá sem hlutfall mánaðarlauna. Kennarinn er þó ekki skyldugur til að taka að sér stærra starfshlutfall. Frí fyrir yfirvinnu Stundum eru kennarar beðnir um að taka yfirvinnu út í fríi í stað þess að fá hana greidda. Kennari á ekki rétt á að fá að taka unna yfirvinnu út í fríi í dagvinnu heldur á hann fyrst og fremst rétt á að fá þetta greitt út. Aftur á móti má gera samkomulag um annað við skólastjóra, en það er þó einnig háð samþykki launagreiðanda. Ef kennari fær að taka út frí í stað yfirvinnu þá gildir að 1 klukkustund í yfirvinnu jafngildir 1,68 klukkustund í dagvinnu. Þessi tala er fundin með því að deila 1,0385 (yfirvinna) með 0,615 (dagvinna). Yfirvinna - gjalddagi Öll yfirvinna skal greidd eftir á fyrir hvern mánuð eða hverja þrjátíu daga og komi til útborgunar eigi síðar en fimmtán dögum eftir síðasta dag reikningstímabils, þetta á einnig við um yfirvinnu á veikindatímabili. Yfirvinna – veikindi Ef samið hefur verið um yfirvinnu fyrirfram ber að greiða hana þótt starfsmaður sé veikur þann tíma sem yfirvinnan átti að vinnast. Gildir einu hvort um tilfallandi eða fasta vinnu er að ræða. Gæsla Ef kennara er falin gæsla nemenda í frímínútum eða öðrum kennsluhléum skal greiða gæslutímann með yfirvinnukaupi. Kennarar hafa val um hvort þeir taka slíka gæslu að sér eða ekki. Ingibjörg Úlfarsdóttir Höfundur er launafulltrúi KÍ Ingibjörg hjá ki.is Grunnskóli – yfirvinna Horfir djarfleit fram á veg. Ákveðin en um leið dreymandi. Rebekka Ómarsdóttir formaður Kennarafélags Suðurlands á fundi nýverið. Einhvern veginn fannst okkur þessi mynd eins og tákn um það sem skiptir máli í kjarabaráttunni. LJ ó sm yn d : ke g

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.