Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 4
Framhaldsskóli – yfirvinna 7 Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi skrifar um kjaramál. Hávaði í leikskólum 10 Sláandi niðurstöður úr rannsókn frá Akureyri. Ég get lesið 12 Kristín Arnardóttir er höfundur óhefðbundins námsefnis sem fylgir börnum fyrstu skrefin í lestrarnámi. Kjarasamningaviðræður og svæðisþing 14 Margt er á döfinni hjá Félagi tónlistarskólakennara. Mikill faglegur árangur hlýst af námsferðum 16 Starfsmenn leikskólans Bergheima sóttu heim leikskóla í Noregi sem leggja áherslu á listir, útivist og fjölmenningu. Hugsað um barn 20 María Magnúsdóttir segir frá reynslu sinni af þessu forvarnarverkefni sem sonur hennar tók þátt í. Varanleg velferð 22 Ólafur Arngrímsson skólastjóri Stórutjarnaskóla hélt ræðu við skólaslit 2003 þar sem hann fjallar um galdurinn að finna leiðina til hins trausta og varanlega. Skólastjóri skiptir máli 23 Hrönn Ríkharðsdóttir hefur rannsakað hug grunnskólakennara til frammistöðu skólastjóra. Skýrsla starfsnámsnefndar 28 Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður FF fjallar um þessa tímamótaskýrslu sem kynnt var þann 11. júlí sl. Formannspistill 3 Björg Bjarnadóttir formaður FL gagnrýnir breytingar í leikskólamálum í Reykjavík sem hún segir skref aftur á bak og endurspegla gamaldags hugsunarhátt. Gestaskrif 5 Jónína Leósdóttir skrifar ástarbréf til íslenskunnar en eins og allir vita er ástin bæði súr og sæt. Elskuð, ljúf og glaðleg heitir þessi skemmtilega grein. Skóladagar 7 Ingi teiknari er mættur að nýju með hárbeitt grín um kennarastéttina. Að auki... eru í blaðinu fréttir af spennandi námskeiðum og ráðstefnum, sagt frá námskeiðum fyrir trúnaðarmenn um vinnuumhverfismál, forvarnadegi í grunnskólum, golfvellinum Glanna og fleiru að ógleymdum leiðara. Hver sá sem hefur kennt eða alið upp börn veit að ævintýri eiga greiða leið að hjörtum þeirra. En hetjur eins og við þekkjum þær úr ævintýrunum eiga undir högg að sækja á okkar tímum. Í nýjum leiðtogafræðum er talað um „post-heroic leadership“. Þessi tegund leiðtoga er höll undir grasrót og lýðræði, kvenréttindi og karlrembuleysi. Samkvæmt skilgreiningunni eru hetjur það þá væntanlega ekki. Þær þykja tákngerving gamallar og úreltrar en uppréttrar (fallískrar) karlmennsku. Eiginleikar andhetjuleiðtogans sem „post-heroic“ („eftir hetju“) leiðtogafræðin útlista eru aðdáunarverðir. En þeir eru ekki jafnvel til þess fallnir að tendra elda réttlætis og samúðar í hjörtum barna og hetjan. Hún fer létt með það, gædd óbilandi vilja til að yfirstíga hindranir, óeigingirni, heiðarleika og hugrekki. „Með réttlæti – gegn ranglæti“ voru einkunnarorð reglu Rauða drekans í Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson. Hetjulegt ímyndunarafl eins og í þessari bók – það eigum við að uppfóstra. Það felst ekki í að lemja og berja sér á brjóst. Stríð er ekki hetjulegt. Hetjan berst fyrir lítilmagnann, fyrir fegurri og betri heimi, en án þess að særa, meiða og pína. Hún berst til að fyrirbyggja að hörmungar eigi sér stað eða verði endurteknar. Hún er samúðarrík. Hún flýr ekki af hólmi. Hún er þrautseig og ráðagóð og breytir heiminum til hins betra. Hún hafnar því sem er rangt og gefst ekki upp þótt í móti blási. Og hún viðurkennir og lærir af mistökum sínum. Hetjan er undravert tæki til að efla tjáningu, sköpun, fagurfræðilega innsýn og síðast en ekki síst réttlætiskennd og umburðarlyndi. Við miðlum henni til barna með eigin hetjulegu framferði, samræðum og öðru fremur með listinni. Listamenn skapa hetjuleg listaverk og við brúkum þau. Stundum eru listamennirnir við sjálf eða börnin. Í listaverkinu þarf ekki einu sinni að vera hetja sem barnið samsamar sig með: verkið getur verið ákall til barnsins sjálfs um að vera hetja í heimi sem þarf sárlega á henni að halda. Valurinn og Rjúpan í Óhræsinu eftir Jónas Hallgrímsson eru skúrkur og fórnarlamb. Þegar barnið heyrir þetta ljóð langar það að hlaupa til og verða hetjan sem vantar í frásögnina. Við erum vön því að segja „það fer eftir skilgreiningu“ þegar margrætt og merkingarþrungið hugtak ber á góma. Þetta er rétt en látum ekki staðar numið að þessum orðum sögðum. Ef við reynum ekki að skilgreina mikilvæg hugtök erum við eins og vélarvana bátur sem rekur fyrir veðri og vindum. „Hvað er hetja“ fer eftir skilgreiningu sem tekur mið af því hvort hún verður til á tímum krossferða eða Bónusferða, í Súdan eða Súðavík. Hetjur geta birst í líki lítillar stúlku sem bjargar erni, fatlaðs drengs, gamallar konu, manns í hvítum kyrtli, annars í brynju með brugðið sverð. En ef skyggnst er á bak við eru eiginleikar hverrar hetju í stórum dráttum þeir sömu. Í viðtölum mínum við kennara hefur það margoft gerst að ég hef komist á snoðir um áhugaverð verkefni sem standa utan við fyrirfram ákveðið viðtalsefni. Stundum rek ég augun í bók eða bækling hjá viðmælanda og stundum nefnir hann eitthvað í viðtalinu sem kemur mér á sporið. Þetta eru iðulega verkefni sem kennarinn vinnur að í frístundum og tengjast úrbótum í skólastarfi. Aðspurðir um ástæðuna fyrir því að leggja þetta á sig, oft án umbunar, segja kennarar gjarnan að þeir hafi „bara séð þörfina“. Þetta er hugsun hetjunnar og hún einkennir fjölmarga kennara. Hetjan er kannski ekki í tísku hjá leiðtogafræðurum. Við hin vitum að hún er eilíf og óháð öllum straumum og stefnum. Kristín Elfa Guðnadóttir 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Forsíðumynd: Forsíðan að þessu sinni er tekin í leikskólanum Kjarrinu við Dalsmára í Kópavogi. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Kristín Elfa Guðnadóttir Með réttlæti – gegn ranglæti

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.