Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 16
16 NORSKIR LEIKSKÓLAR SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Dagana 20. til 24. apríl sl. lögðu allir starfsmenn leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn, 21 talsins, land undir fót og fóru í námsferð til Noregs. Ákveðið var að heimsækja leikskóla sem ynnu með útivist, fjölmenningu og tónlist auk þess að stofna til vinasambands við leikskóla í Rygge sem er rétt utan við Osló, en Rygge er einn af fjórum vinabæjum Ölfuss. Í Rygge fengum við höfðinglegar mót- tökur hjá bæjarstjóra, Aud Kristin Löken, starfsfólki sveitarfélagsins og fulltrúum Norræna félagsins. Vinasamband var stofnað við leikskólann Öreåsen sem starfar eftir þeirri hugsjón að vera „hinn góði leikskóli“ og er unnið með alla þroskaþætti barnsins í gegnum listgreinar. Þar eru notuð leikföng sem eru búin til úr náttúrulegu efni. Sögur og upplifun eru teknar og unnið með þær áfram, til dæmis með því að setja upp leiksýningar og/eða mála myndir um ákveðin atriði úr sögunni. Við höfum skuldbundið okkur til að halda sambandi við leikskólann Öreåsen bæði í gegnum börnin og starfsfólkið. Við munum hefja leikinn með því að senda þeim pakka um okkur í máli og myndum og síðan höfum við áhuga á því að koma upp vefmyndavél og sjá hvernig slíkt kemur út. Starfsfólk kemur til með nota tölvupóst sín á milli til að undirbúa og ákveða hvernig framhaldið verður. Þess má geta að næsta sumar verður haldið vinabæjamót í Þorlákshöfn og fulltrúar Norræna félagsins hvöttu starfsfólk Öreåsen til að koma með í þá ferð til að endurgjalda heimsóknina. Það stendur til að byggja nýjan leikskóla en að sögn heimamanna var þessi bæði orðinn gamall, 26 ára, og lítill en við upplifðum hann notalegan, hæfi lega stóran og barnvænan. Við heimsóttum einnig grunnskóla í Rygge, þ.á m. Vang skólann sem rekur sérdeild fyrir mikið fötluð börn af miklum sóma og er svo komið að fólk fl yst til Rygge til að geta komið börnum sínum að. Aðbúnaður var mjög góður, hjálpartæki og húsnæði allt af nýjustu gerð og fagfólk í öllum stöðum, en tveir til þrír starfsmenn voru um hvert barn. Frístundaheimilin sem við fórum í líktust mjög því sem við þekkjum hér heima, mörg börn, allir að koma og fara. Mestan áhuga höfðum við á að vita hvernig hefði gengið að taka sex ára börnin inn í grunnskólann, en áður voru þau sjö ára þegar þau byrjuðu í skóla. Ekki reyndist hægt að fá upplýsingar um það en einhver misskilningur var á ferðinni um hvað við vildum og fengum við í staðinn að skoða aðbúnað, stofur og ganga í metravís. Áætlað að fjölga karlkyns starfsfólki í 30% Í Osló heimsóttum við tvo leikskóla, Dumpa og Rudshögda, sem reknir eru af Kanvas sem er einkafyrirtæki. Kanvas rekur 34 leikskóla í fi mm sveitarfélögum með um 500 starfsmenn og 2000 börn. Við urðum varar við í það Danmörku fyrir tveimur árum að kröfur og skyldur einkarekinna leikskóla um námsviðmið, aðbúnað og fjölda barna voru ólíkt meiri en á leik- skólum sveitarfélaganna og því lék okkur forvitni á að vita hvort þetta væri eins í Noregi. Í ljós kom að þar er ekki munur á einkareknum leikskólum og leikskólum sem sveitarfélögin reka. Launin eru eins og miðað er við sömu kjarasamninga. Það er m.a. í framtíðaráætlun Kanvas að fjölga karlkyns starfsfólki í 30% hlutfall en karlmennirnir eru ekki nógu margir eins og er. Leikskólarnir vinna innra gæðamat (líkt og Ecers gæðakvarðinn hjá okkur) þar sem starfsfólk spyr sig um starfi ð, hvernig talað er við börnin, foreldra og hvernig starfsfólk talar hvert við annað. Þannig keppa leikskólarnir hjá fyrirtækinu innbyrðis um eftirsóknarverð gæðaverðlaun. Stafræn myndavél á hverri deild Leikskólinn Rudshögda Naturbarnehage er fjölmenningarlegur náttúruleikskóli. Um 50% barnanna eru norsk en einnig dvelja þar börn frá Tyrklandi, Pakistan og Sri Lanka. Það er mikið verið úti og skógurinn og næsta nágrenni eru mikið notuð, á dimmasta tímanum er svæðið lýst upp með ljósum í trjánum og stundum fá börnin vasaljós og ljós á höfuðið líkt og námumenn. Börnin fá morgunverð í leikskólanum MIKILL FAGLEGUR ÁRANGUR HLÝST AF NÁMSFERÐUM Undir norska og íslenska fánanum í leikskólanum Öreåsen í Rygge. Lj ó sm yn d ir f rá h ö fu n d u m

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.