Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 5
5 GESTASKRIF SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Það fer misvel í fólk þegar ég segist elska íslenska tungu. Sumir telja það enskuslettu að „elska“ annað en mannverur … en mér finnst ekkert að því að elska kertaljós, kampavín, skáld- sögur og ótalmargt fleira. Ofnotkun sagnarinnar að elska er örugglega ekki mesti ógnvaldur móðurmáls okkar. Öðrum finnst íslensk tunga hins vegar svo flókin og erfið að þeir fá umsvifalaust grænar bólur þegar einhver segist elska hana. Þetta finnst mér afar skiljanlegt. Flestir eru lítt hrifnir af því sem þeir hafa ekki góð tök á. Manneskja, sem ekki er sæmilega synd, er varla í essinu sínu í djúpu lauginni og ólíklegt er að einstaklingur með tíu þumalputta njóti þess að dunda sér við smíðar. En það er tiltölulega auðvelt að forðast sundlaugar, spýtur og nagla. Tungumálið verðum við að nota á hverjum degi … hvort sem okkur þykir það auðvelt eður ei. Þeir sem hafa þokkalegt vald á íslensku gleyma stundum að það á ekki við um alla. Í sumum tilvikum er fólk svo hrætt við að segja eða skrifa eitthvað „vitlaust” að það mætti nánast kalla það fötlun. Ég þekki fólk sem þorir varla að senda tölvupóst af ótta við að í honum séu villur og opnar helst ekki munninn í námunda við íslenskufræðinga. Samt eru þetta engir kjánar og sumir þessara einstaklinga eiga langa skólagöngu að baki. En því miður er sú tíð löngu liðin … ef hún var þá ekki bara goðsögn … að stúdentspróf eða háskólagráða sé trygging fyrir góðri íslenskukunnáttu. Ég hef oft séð umsóknir um störf í blaðamennsku sem verið hafa löðrandi í villum – og þó voru umsækjendurnir háskólamenntaðir. Reyndar dáist ég svolítið að fólki sem er svo öruggt með sig að það sendir starfsumsóknir til blaða eða tímarita án þess að kunna almennilega að skrifa. Hvílíkt sjálfstraust! Þótt ég telji mig ágæta íslenskumanneskju hef ég nefnilega alltaf áhyggjur af að skrifa einhverja bölvaða vitleysu og verða hædd og spottuð fyrir vikið. Það er jú staðreynd að íslenskan er margslungið mál og fólk er ekki endilega á eitt sátt um hvað „má” og hvað „má ekki”. Og sumt er einfaldlega smekksatriði. (Sko, þarna braut ég regluna um að ekki megi byrja setningu á „og”! Áður hafði ég líka notað orðið „nefnilega” sem mörgum finnst aldrei eiga að sjást á prenti. Þegar ég loka þessum sviga ætla ég síðan að brjóta aðra reglu með því að hafa punktinn innan svigans.) Já, allar þessar reglur og öll þessi smekksatriði gera ritun íslensks texta jafnafslappandi og gönguferð um jarðsprengjusvæði. Að versla sér föt og fara erlendis Nú hef ég sumsé játað – og sýnt það með dæmum – að ég brýt stundum vísvitandi reglur sem ég lærði í íslenskutímum í MR eða við fótskör þeirra ágætu prófarkalesara 3 Jónína myndir-3 24.10.2003 11:19 Page 3 Þótt ég geri mér grein fyrir að tungumál verði að vera í stöðugri þróun er umburðarlyndi mitt alls ekki takmarkalaust. Síður en svo. Ýmislegt í nútímamáli fer gríðarlega í taugarnar á mér - svo ekki sé meira sagt. Það blossar t.d. upp í mér eldheit málverndarmanneskja þegar fólk segist hafa „verslað sér” föt, húsgögn eða annað. Hvenær hættum við að kaupa hluti? Jónína Leósdóttir Lj ó sm yn d ar i: H re in n H re in ss o n ELSKUÐ, LJÚF OG GLAÐLEG?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.