Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 15
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 FLÍSS, félag um leiklist í skólastarfi hefur fengið Jonothan Neelands sérfræðing í drama- og leikhúskennslufræðum og prófessor við University of Warwick í Englandi til þess að halda tvö námskeið hér á landi. Námskeiðin verða haldin í einum af sölum Þjóðleikhússins laugardaginn 2. september og sunnudaginn 3. sept- ember frá kl. 9.00 til 16.00. Fyrri daginn mun Neelands einbeita sér að kennslu yngri barna en þann síðari að miðstigs- og unglingakennslu. Jonothan Neelands hefur haldið námskeið og fyrirlestra um leiklist sem kennsluaðferð um allan heim. Hann hefur samið fjölda bóka um efnið þar á meðal: Structuring Drama Work, Learning through Imagined Experience, Making sense of Drama, Beginning Drama 11-14 og Improve your primary school through drama, en þá síðastnefndu, sem kom út sl. vor, skrifaði hann með konu sinni Rachel Dickinson. Bókin Leiklist í kennslu eftir Önnu Jeppesen og Ásu Ragnarsdóttur sem kom út 2004 byggir á sömu hugmynda- fræði og Neelands gengur út frá. Verð á dagsnámskeiði er 12 þúsund krónur. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráið ykkur hjá FLÍSS með því að senda póst á ogud@btnet.is eða asaragg@simnet.is Námskeiðin eru haldin í samstarfi Félags um leiklist í skólastarfi og Fræðsludeildar Þjóðleikhússins – heimsþekktur kennari NÁMSKEIÐ UM LEIKLIST Í SKÓLUM FRÉTTIR Við kaup á EGLA bréfabindum er stutt við bakið á mörgum sem þurfa á því að halda. Veljum íslenskt! Nafnið EGLA bréfabindum kemur úr Egilssögu Skallagrímssonar EGLA bréfabindi frá MÚLALUNDI fást í næstu bókaverslun Múlalundur sími 562 8500 www.mulalundur.is 15 Hvernig skóli? Skilvirkur þjónn eða skapandi afl! Málþing Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands um rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldið í KHÍ 20. og 21. október 2006 Aðalfyrirlesarar: Louise Stoll, University og London. – Creating Capacity for Learning Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við KHÍ. – Virðing eða vantrú: Viðhorf til nemenda með hegðunarraskanir. Aðrir fyrirlesarar: Anna Kristín Sigurðardóttir, Menntasvið Reykjavíkurborgar. – Tengsl lærdómsmenningar og árangurs skóla Baldur Gíslason, Iðnskólanum í Reykjavík. –Nýtt fyrirkomulag verknáms Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. – Barnaskóli Hjallastefnunnar Ingibjörg Auðunsdóttir, HA. – Við erum samherjar: Samstarf skóla, fjölskyldna og samfélags Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, HA. – Fjölmenning og sjálfbær þróun í stefnu ríkis og sveitarfélaga Málþingið er einnig kynningarvettvangur fyrir þá sem fengið hafa styrki til rannsókna og þróunarverkefna. Óskir um að kynna erindi berist á netfangið malthing@khi.is frá 15. ágúst til 5. september. Fylgist með upplýsingum um málþingið á heimasíðu þess. Sjá nánar http://ranns.khi.is/?q=node/153 Hvernig skóli? Skilvirkur þjónn eða skapandi afl! Málþing Ran sókna stofnunar Ke naraháskó a Íslands um rannsóknir, nýbreytni g þróun verður haldið í KHÍ 20. og 21. október 2006 Aðalfyrirlesarar: Louise Stoll, University og London. – Creating Capacity for Learning Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við KHÍ. – Virðing eða vantrú: Viðhorf til nemenda með hegðunarraskanir. Aðrir fyrirlesarar: Anna Kristín Sigurðardóttir, Menntasvið Reykjavíkurborgar. – Tengsl lærdómsmenningar og árangurs skóla Baldur Gíslason, Iðnskólanum í Reykjavík. –Nýtt fyrirkomulag verknáms Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. – Barnaskóli Hjallastefnunnar Ingibjörg Auðunsdóttir, HA. – Við erum samherjar: Samstarf skóla, fjölskyldna og samfélags Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, HA. – Fjölmenning og sjálfbær þróun í stefnu ríkis og sveitarfélaga Málþingið er einnig kynningarvettvangur fyrir þá sem fengið hafa styrki til rannsókna og þróunarverkefna. Óskir um að kynna erindi berist á netfangið malthing@khi.is frá 15. ágúst til 5. september. Fylgist með upplýsingum um málþingið á heimasíðu þess. Sjá nánar http://ranns.khi.is/?q=node/153

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.