Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR, NÁMSTEFNA SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Námstefna Flatar verður haldin á Hótel Borgarnesi 29. og 30. september nk. Hún er opin áhugamönnum um stærðfræðikennslu á öllum skólastigum. Skráning hefst 20. ágúst og stendur til 22. september: flotur@ismennt.is Námstefnugjald með fæði og gistingu eina nótt: Félagsmenn 14.500 kr. Aðrir 16.500 kr. Kynningarveggspjald hefur verið sent út. Námstefnan er full af spennandi fyrir- lestrum og umræðum. Á dagskrá verður meðal annars: • Og ég skal hreyfa jörðina - Jón Þorvarðarson • Teaching Visual Mathematics - Lasse Savola lektor í stærðfræði við FIT, State Universty of New York. • Stærðfræðinám: Utanbókarlærdómur eða uppgötvanir? - Einar Steingrímsson prófessor í stærðfræði við HR • Phenomenological mathematics teaching - Päivi Portaankorva-Koivisto lektor í stærðfræði við Tampere University • Síðasta setning Fermats – Kristín Halla Jónsdóttir dósent í stærðfræði við KHÍ Þriðja þing KÍ sem haldið var 2005 ályktaði um stefnumótun og aðgerðir í vinnuumhverfismálum. Í framhaldi af því var stofnuð vinnuumhverfisnefnd sem tók til starfa í janúar á þessu ári. Í nefndinni sitja Aðalheiður Stein- grímsdóttir FF, Elín Ásgrímsdóttir FL, Petrea Óskarsdóttir FT, Sesselja G. Sigurðardóttir FG og Svanhildur M. Ólafsdóttir SÍ. Nefndin ákvað að skipuleggja fræðslu- námskeið fyrir trúnaðarmenn í samstarfi við Vinnueftirlit ríkisins og hefjast þau í október nk. Kynningarbréf verða send til skólastjóra í lok ágúst og til trúnaðarmanna í kjölfarið. Þar verða upplýsingar um námskeiðsstaði og tíma og hvernig er hægt að skrá sig. Námskeiðin verða haldin á fjórum stöðum á landinu; í Reykjavík, á Ísafirði, á Akureyri og á Egilsstöðum. Fræðslan verður send út með fjarfundabúnaði til þeirra sem sækja hana ekki á staðnum. Á námskeiðunum fjalla starfsmenn Vinnueftirlitsins um félagslega og andlega VINNUUMHVERFISNEFND KÍ þætti í starfsumhverfi skóla, álag í starfi og kulnun, streitu og einelti og samskipti á vinnustað. Fulltrúi Vinnuumhverfis- nefndar kynnir starf nefndarinnar og sagt verður frá fyrirhuguðum þemadegi í skólum um vinnuumhverfismál, fjallað um samstarf félagslegra trúnaðarmanna og öryggistrúnaðarmanna o.fl. Markmið með námskeiðunum er að styrkja félagslega trúnaðarmenn í vinnu- umhverfismálum og miðla til þeirra upplýsingum um hvert er hægt að leita ásamt með að efla samstarf þeirra og öryggistrúnaðarmanna og öryggisnefnda í skólum. keg heldur námskeið fyrir trúnaðarmenn í samstarfi við Vinnueftirlit ríkisins Forvarnir koma í veg fyrir slys á sálinni. Hver og einn skiptir máli. Námstefna Flatar 29. – 30. september í Borgarnesi GÍFURLEGA SPENNANDI OG METNAÐARFULL! • Stærðfræðikennsla í framhaldsskólum í ljósi nýrra viðhorfa til náms - Hafþór Guðjónsson og Ingólfur Gíslason • Svona geri ég! – Nýtt námsefni í grunnskóla - Reynsluboltar segja frá • Viðbótar- og framhaldsnám fyrir stærðfræðikennara – háskólar kynna • Menntun stærðfræðikennara, hvert stefnum við og hvað viljum við? Pallborðsumræður • Kynningar á námsefni og kennslugögnum • Hátíðarkvöldverður, sögusýning og margt fleira skemmtilegt Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Flatar: http://flotur.ismennt.is TIL AÐ VÆTA BRAGÐLAUKANA LASSE SAVOLA Í fyrirlestrinum, sem er margþættur, segir Lasse fyrst frá námskeiði sínu um rúmfræði og hönnun, en þar skoða nemendur ýmislegt sem býr yfir jafnt stærðfræðilegu inntaki og sjónrænni fegurð. Nemendur greina (stærðfræði) og skapa (list) í senn á meðan þeir vinna að tilteknu verki/hugmynd. PÄIVI PORTAANKORVA-KOIVISTO Päivi hefur fjölbreytta menntun að baki og vinnur nú að doktorsritgerð sinni um fyrirbærafræðilega kennslu- hætti í stærðfræði, en þar (samkvæmt skilgreiningu hans) er meðal annars lögð áhersla á gagnvirkni og samvinnu, tilraunir og sjónrænar athuganir og áhersla er á stærðfræðina sem tungumál.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.