Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 22
22 RÆÐA VIÐ SKÓLASLIT SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Við skólaslit Stjórutjarnaskóla vorið 2003 ræddi Ólafur Arngrímsson skóla- stjóri um gildin sem standast tímans tönn og mikilvægi þess að standa sjálfur fyrir sínu. Ólafur veitti góðfúslega leyfi sitt fyrir birtingu á hluta úr ræðunni. Við skólaslitin lék Jaan Alavere lagið Vorsöng eftir Felix Mendelsohn og Ólafur notar tónskáldið og tónsmíðar þess sem útgangspunkt í máli sínu. Sumir þættir mannlegs lífs eru þeirrar gerðar að þeir breytast í eðli sínu lítið og eru nokkuð samir við sig, á hverju sem gengur. Þannig er það til dæmis með Vorsöng Mendelsons. Hann fellur okkur vel í geð enn þann dag í dag, þrátt fyrir að vera um 160 ára gamall ... Vorsöngur Mendelsons nær til innstu kima mannssálarinnar, hins óumbreytanlega mannlega eðlis, - hann nær til hjartans, eins og stundum er sagt. Lagið er sígilt, sem þýðir að það höfðar til þeirra þátta innra með okkur sem lítið eða ekki breytast þrátt fyrir viðhorfabreytingar samtímans. Það krefst ekki markaðssetningar á myndbandi og auglýsingaherferðar. Það stendur sjálft fyrir sínu, óháð tíma og rúmi. Tónskáld, sem semja lög sem búin eru þessum leyndardómi lifa þótt þau deyi. Það sama á við um listamenn sem stunda aðrar listgreinar, eða fólk eða verk sem á einhvern hátt höfða til þessara stöðugu, óumbreytanlegu þátta mannlegs lífs og eðlis. Tilfinningalíf mannsins er sennilega mikilvægast þessara þátta. Þar er ástin aug- ljósasta dæmið, óumbreytanleg og söm við sig, allt frá upphafi vega til endimarka veraldarinnar. Sama má segja um hatrið, óvildina, gleðina og hamingjuna. Allt eru þetta sígildir, stöðugir þættir mannlegs lífs, í eðli sínu alltaf eins í síbreytilegri veröld. Og listin höfðar til tilfinningalífsins, þess vegna geta listaverk orðið sígild, óháð stað og tíma. En lífið samanstendur af fleiri þáttum en þessum stöðugu. Þess vegna tölum við m.a. um tíðaranda, sem er í raun þau sjónarmið meðal manna sem mest eru áberandi á hverjum tíma ... Það er mikilvægt fyrir okkur öll að þekkja sundur og geta greint á milli þess- ara miklvægu, stöðugu, óumbreytanlegu þátta mannlegs lífs og hinna sem eru síbreytilegir. Þá síðarnefndu getum við kallað hégóma eða lýðskrum, - þeir eru yfirborðslegir og hafa ekki varanlegt gildi fyrir líf okkar. Þeir ná sem sagt ekki til hjartans. Hér á ég til dæmis við tískubylgjur sem eru að verða til á nánast öllum sviðum veraldlegra gæða. Það er ekki bara tíska í fötum, hári og tónlist, heldur líka í farsímum, hljómtækjum, bílum, tölvum, málfari, mat, afmælum, fermingum, giftingum, jarðarförum, hreyfingu, hús- búnaði, litavali, ferðalögum og svo mætti lengi áfram telja. Öllu er þessu fylgt fast eftir með öflugri markaðssetningu í gegnum auglýsingar og umfjallanir af margvíslegu tagi. Og hér skilur að daga Felix Mendelsohns og daginn í dag. Það var ekki svo flókið fyrir foreldra Mendelsohns að ala hann upp. Á þeim tíma urðu breytingar á samfélaginu svo hægar að sú veröld sem Mendelson fæddist inn í var ekki ýkja frábrugðin þeirri veröld sem foreldrar hans höfðu fæðst til. Þau miðuðu uppeldi drengsins því fyrst og fremst við það uppeldi sem þau sjálf höfðu hlotið og kenndu honum það sama og þeim hafði verið kennt. Þetta er ekki hægt í dag. Tækniframfarir nútímans, sífellt aukin þekking á öllum sviðum, stöðugt fleiri og flóknari áreiti á einstaklingana, gera það að verkum að foreldrar þekkja ekki til fulls þann heim sem þeir lifa í. Þeir þurfa sjálfir að hafa sig alla við að fylgjast með til þess eins að komast af, hvað þá þegar að því kemur að leiðbeina börnunum inn í framtíðina. Samtíminn er flókinn og gerir miklar kröfur til okkar. Sífelld og misvísandi áreiti, þar sem okkur er sagt hvað sé okkur fyrir bestu og stöðugar breytingar á athöfnum daglegs lífs gera okkur óörugg og vandræðaleg. Stenst ég kröfurnar? Ræð ég við hlutverk mitt? Sennilega hefur aldrei verið eins erfitt og nú að ala upp börn og búa þau undir það líf sem bíður þeirra ... En hvað er til ráða? ... Ég hygg að mikilvægast af öllu fyrir börnin og ekki síður foreldrana sé að greina milli þess sem skiptir máli fyrir varanlega velferð einstaklingsins og þess sem ekki skiptir máli ... Staðreyndin er sú að líf okkar er eins og Vorsöngur Mendelsohns: við öðlumst hamingju og velsæld ef við ræktum með okkur þá eiginleika sem Mendelsohn léði sínum Vorsöng. Eiginleikana sem skilja milli feigs og ófeigs, tryggja okkur farsæld og langlífi, gera okkur sígild. Eiginleikana sem koma frá hjartanu og ná til hjartans. Það sem okkur ber að varast eru eiginleikar dægurflugunnar, þess sem nýtur vinsælda um stundarsakir en er dæmt til að deyja. Við getum ekki orðið farsæl ef við keppumst sífellt við að hlaupa eftir tískusveiflum og reynum alltaf að vera eins og við höldum að aðrir vilji hafa okkur. Sá sem lætur stjórnast af slíku lætur ekki hjartað ráða för, hann er ekki hann sjálfur og öðlast ekki farsæld. Við ættum því að líta á lífið eins og tónlistina, tiltekin tónlist nær til hjartans, verður sígild og öðlast eilíft líf meðan hinn hlutinn skoppar á yfirborðinu, nýtur stundarvinsælda, nær ekki til hjartans og gleymist. Galdurinn snýst um að finna leiðina til hins varanlega, trausta og óumbreytanlega en láta ekki glepjast af gylliboðum, lýðskrumi og hégóma. Að standa sjálf fyrir sínu, - óháð tíma og rúmi - ætti að vera takmark okkar allra. Ólafur Arngrímsson Höfundur er skólastjóri Stórutjarnaskóla. Galdurinn snýst um að finna leiðina til hins varan- lega, trausta og óumbreytanlega en láta ekki glepjast af gylliboðum, lýðskrumi og hégóma. VARANLEG VELFERÐ Ólafur Arngrímsson Lj ó sm yn d f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.