Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 11
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 heldur en styrkur og tíðni í rödd einhvers annars. ii) Tími raddveilueinkenna Samkvæmt svörum er greinilegt að álagseinkenni á rödd eru atvinnutengd því þátttakendur fundu almennt miklu minna fyrir raddveilueinkennum þegar þeir áttu frí. Nemendur // Heyrn nemenda Samkvæmt svörum foreldra áttu um 40% barnanna sér eyrnasögu og þar af höfðu 29% fengið rör. Athyglisvert er að af þessum 29% hafði meira en helmingur (60%) barnanna fengið rör eins árs eða yngri. Af öllum hópnum höfðu aðeins 5% fengið rör eldri en tveggja ára. Fimmtungur barna var talinn heyra sæmilega, þar af 1% illa. Húsnæði // Hávaði og endurómun Aflað var upplýsinga um hávaða á þrennan hátt: a) með mælum b) hvernig starfsmenn upplifðu hávaða á vinnustað c) hvernig foreldrar mátu hávaðaþol hjá barninu. Samkvæmt mælingum fór hávaði upp undir og yfir leyfileg mörk sem eru 110 dB sem hávaðatoppur og 85 dB fyrir jafngildishávaða yfir átta stunda vinnudag. Af 26 starfsmönnum sem báru skammtamæla á öxlinni yfir átta klukkustunda vinnudag mældist meðalgildishávaði yfir 80 dB hjá 16 eða hjá 62%. Hæst mældist meðalgildishávaðinn 98 dB! Augnablikshávaði fór hæst upp í 116 dB og var þar með kominn 6 dB yfir mörk sem talin eru geta skaðað heyrn. Erilshávaði var mældur í viku á einum leikskólanna. Þessa daga mældist meðalgildishávaði yfir átta klukkustunda vinnudag 73 dB (69 – 78 dB) og meðalgildi hávaðatoppa 97 dB (81,2 – 109,6 dB). Það er því engin furða að þrír fjórðu hlutar kennara og ófaglærðra teldu hávaða vera mikinn, þar af 15% sem fannst hann vera alltof mikill. Samkvæmt svörum foreldra kvörtuðu 15% barnanna oft undan hávaða en 60% sjaldan. Fimmtungur barnanna var talinn þola hávaða illa og fjórðungur einungis sæmilega. Hlúð að máltöku Leikskóli er ekki geymslustaður barna heldur skóli með námskrá. Honum er trúað fyrir börnum á viðkvæmu máltökuskeiði og því hlýtur að mega krefjast þess að umhverfið bjóði upp á möguleika til að hlúa að máltöku. Leikskóli er líka vinnustaður fólks sem notar röddina sem atvinnutæki. Fyrir þann hóp hlýtur krafan að vera sú að aðstæður í vinnuumhverfi skaði ekki röddina. Niðurstöður þessarar könnunar eru því ekki uppörvandi ef marka má að þær sýna fram á að: a) Rödd starfsmanna er almennt ekki í góðu ásigkomulagi og í hættu vegna óvistvænna umhverfisþátta. b) Stór hluti barna getur átt við heyrnarvandamál að stríða. c) Hávaði er það mikill að hann veldur bæði óþægindum og getur komið í veg fyrir eðlileg munnleg samskipti. Auk þess getur augnablikshávaði orðið það mikill að hætta sé á heynarskaða. Aðallega þarf að taka á fjórum þáttum: 1) Skólastefnu, til dæmis fækka börnum í hóp. Hávaði stafar fyrst og fremst af börnunum sjálfum. Eftir því sem þau eru yngri hafa þau minni stjórn á hegðun, skapi og hljóðamyndun. 2) Húsnæði. Herbergi séu ekki með hærri endurómun en 0.4 sekúndur. ASHA (1995) hefur bent á að endurómun megi ekki vera meiri en 0,4 sekúndur fyrir ung börn til að heyra greinilega talhljóð. 3) Húsgögn og búnaður valdi ekki óþarfa hávaða. Þegar fætur á stólum og borðum skella saman getur myndast töluverður hávaði. Pinnastólar eru afar vinsælir en valda þreytandi hávaða séu þeir dregnir eftir gólfi eða skella utan í borðfætur. Tréhúsgögn eru algeng í leikskólum. Þegar litlum trékolli var skellt í gólfið fór hávaði upp í 98 dB þegar mælt var í hæð lítils barns. Hávaði getur líka skapast í borðsal af diskum og matarílátum. 4) Leikföng og leiktæki valdi ekki óþarfa hávaða. Í öllum leikskólum þessarar könnunar voru stórir trékubbar notaðir sem þroskaleikföng. Mæling sýndi hávaðann fara yfir 90 dB þegar slíkur kubbur small á hörðum gólffleti. Niðurstöðurnar benda líka til nauðsynjar þess að byggingareglugerðir og vinnu- verndar reglur/lög um hávaðavarnir séu samin að þeirri starfsemi sem þarna á sér stað. Hingað til hefur engin reglugerð beinst sérstaklega að raddvernd og/eða Hvenær fundið var fyrir einkennum: Nær alltaf Oft Stundum % % % Vetur 3 16 44 Sumur 0 4 28 Helgar 0 2 22 Morgnar 3 8 29 Kvöld 0 7 28 Þegar litlum trékolli var skellt í gólfið fór hávaði upp í 98 dB þegar mælt var í hæð lítils barns. HÁVAÐI Í LEIKSKÓLUM 11

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.