Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 14
14 FÉLAG TÓNLISTARSKÓLAKENNARA SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Um þessar mundir er það einkum tvennt sem ber hæst í starfsemi Félags tónlistarskólakennara. Annars vegar yfirstandandi kjarasamningaviðræður og hins vegar svæðisþing tónlistarskóla sem haldin verða á fyrstu vikum skólaársins sem nú fer í hönd. KJARASAMNINGAVIÐRÆÐUR Samninganefndir Félags tónlistarskóla- kennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Launanefndar sveitarfélaga undirrituðu viðræðuáætlun 8. júní sl. vegna yfir- standandi kjarasamningaviðræðna, en þar kemur m.a. fram að stefnt er að undirritun nýs kjarasamnings áður en gildistími núgildandi kjarasamnings aðila rennur út, þ.e. 30. september 2006. • Samninganefnd Launanefndar sveitar- félaga skipa: Birgir Björn Sigurjónsson, Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir og Kristinn Kristjánsson. • Í samninganefnd FT sitja: Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, Árni Sigur- bjarnarson, Jón Hrólfur Sigurjónsson, Jón Sigurðsson, Kristjana Helgadóttir, Ólafur Flosason, Sigurður Sævarsson, Sæmundur Rúnar Þórisson og Vilberg Viggósson. • Samninganefnd FÍH skipa: Björn Th. Árnason, Björk Jónsdóttir, Edward Fredriksen, Snorri Örn Snorrason, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Matthias Hemstock, Örnólfur Kristinsson og Ásdís Arnardóttir. Þrír úr samninganefnd FT og jafnmargir frá FÍH skipa síðan viðræðunefnd sem fundar með samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga en öll samninganefndin kemur saman svo oft sem þurfa þykir til að taka ákvarðanir í öllum stærri málum og til að leggja viðræðunefndinni línur. Á vordögum fengu allir félagsmenn sent bréf með drögum að helstu áherslum FT og FÍH í samningaviðræðunum en þau byggjast að mestu á áhersluatriðum sem lögð voru fram árið 2004. Eins og sumir muna þá náði sá kjarasamningur, sem hafði gildistímann tvö ár, nær einungis til launatengdra atriða en kerfislegir þættir og aðrar breytingar á kjarasamningi voru látnar bíða þar til nú tæpum tveimur árum síðar. Í fyrrnefndu bréfi kom fram að nú sem fyrr er byggt á könnunum sem gerðar hafa verið meðal félagsmanna. Tvær kannanir voru gerðar á árinu, önnur meðal skólastjórnenda og hin meðal trúnaðarmanna, en jafnframt hafa samninganefndir FT og FÍH kjara- málakönnunina sem lögð var fyrir alla félagsmenn árið 2004 til hliðsjónar við samningavinnuna. Þá voru félagsmenn hvattir til að koma með ábendingar og athugasemdir í vor en með þessu móti reynum við að endurspegla vilja félagsmanna sem best við kjarasamnings- gerðina. Samningsaðilar funda nú að jafnaði tvisvar í viku og var fyrsti fundur að loknum sumarfríum haldinn þann 14. ágúst. SVÆÐISÞING TÓNLISTARSKÓLA Svæðisþing tónlistarskóla eru nú haldin í fjórða sinn en þau eru haldin í samvinnu Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þingin verða haldin á eftirtöldum stöðum: • Á Hótel Stykkishólmi fyrir Vesturland og Vestfirði þriðjudaginn 29. ágúst. • Á Hótel KEA, Akureyri, fyrir Norður- og Austurland föstudaginn 15. september. • Í Reykjavík, Tónlistarskóla FÍH, fyrir Suðurland, Suðurnes og höfuðborgar- svæðið föstudaginn 22. september. DAGSKRÁRLIÐIR: UMRÆÐUR UM REYNSLUNA AF PRÓFANEFND TÓNLISTARSKÓLA Framsöguerindi flytja: • Fulltrúar í ritstjórn greinanámskráa aðalnámskrár tónlistarskóla: Kristín Stefánsdóttir formaður og starfsmaður prófanefndar og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs og Sigurður Flosason tónlistarmaður og aðstoðar- skólastjóri Tónlistarskóla FÍH. • Einn skólastjóri tónlistarskóla á hverju svæðisþingi fyrir sig: Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, varðandi framsöguerindi á Akureyri er nafn enn óstaðfest. Fyrirspurnir og umræður – flytjendur framsöguerinda sitja í pallborði. KYNNING Á NÝJU SAMSTARFSVERKEFNI UM KENNARA- OG SKÓLASTJÓRASKIPTI Á NORÐURLÖNDUM Vilberg Viggósson, skólastjóri Tónskólans Do Re Mí, kynnir nýtt samstarfsverkefni á vegum NUMU, sem eru Norræn samtök tónlistaruppalenda, um kennara og skóla- stjóraskipti á Norðurlöndum. Fyrirspurnir. PÆLINGAR UM SVEIGJANLEIKA OG FJÖLBREYTNI Í TÓNLISTARKENNSLU • Kennsla yngri barna • Tónlistarkennsla/kennslu- fræði fullorðinna • Einstaklingskennsla • Hópkennsla EINSTAKLINGSMIÐAÐ NÁM? Framsöguerindi flytja: Árni Sigurbjarnarson varaformaður Félags tónlistarskólakennara og skóla- stjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari og formaður skólamálanefndar Félags tónlistarskólakennara. Á hverju þingi verða fengnir þrír skólastjórar til að gera grein fyrir fjöl- breytileika í tónlistarkennslu í sínum skóla. Umræður. STAÐAN Í KJARASAMNINGA- VIÐRÆÐUM FT/FÍH OG LN Í lok þinganna verður fundur um samn- ingamálin þar sem Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistar- manna og Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara fara yfir stöðu mála. frá félagi tónlistarskólakennara FRÉTTIR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.