Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Ómar Árnason framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara lætur af störfum 1. september nk. vegna aldurs. Oddur S. Jakobsson framhaldsskólakennari við Kvennaskólann í Reykjavík hefur verið ráðinn í 50% starf hjá félaginu sem fulltrúi frá 1. ágúst sl. Oddur var í samninganefnd FF á starfstímabili síðustu stjórnar. Hann mun sinna aðstoð og ráðgjöf við stjórn og samninganefnd við framkvæmd, túlkun og þróun kjarasamninga, kannanir á launaþróun í framhaldsskólum með samanburði við launaþróun innan annarra heildarsamtaka opinberra starfsmanna og á almennum vinnumarkaði, stefnu- mótun og undirbúning við gerð kjara- samninga. Oddur vinnur nú að úttekt á stofnanasamningnum framhaldsskólanna sem verður kynnt þegar hún liggur fyrir. Er Oddur boðinn velkominn til starfa. Ómari er þakkað fyrir allt hans mikla starf í þágu félagssamtaka kennara og kennarastéttarinnar um áratugaskeið. Hans verður sárt saknað. Breytingar á erindrekstri Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara 2005 samþykkti að ráða erindreka í 25% starf til að rækta sambandið við félagsmenn. Haukur Már Haraldsson varaformaður FF gegndi því starfi sl. geti líka þróað eftir eigin leiðum samstarf við þá háskóla og einstakar deildir sem nám þeirra miðar að. Hvað svo? Starfsnámsnefndin hóf störf skömmu áður en 10 punkta samkomulag KÍ og menntamálaráðherra kom til í byrjun febrúar sl. en þar er m.a. kveðið á um að efl a verk- og starfsnám í grunn- og framhaldsskólum, einfalda skipulagið og auka aðsókn í námið. Í greinargerð verkefnisstjórnar KÍ og menntamála- ráðuneytis um útfærslu á 10 punkta samkomulaginu í apríl sl. segir að skýrsla starfsnámsnefndar fari til umfjöllunar vetur. Á þeim tíma heimsótti hann lang- fl esta framhaldsskóla landsins og hélt fundi með stjórnum kennarafélaga, fulltrúum kennara í samstarfsnefndum og trúnaðarmönnum á hverjum stað. Fundarefni voru nánast öll þau atriði sem snerta samskipti kennarafélaga og FF, starfsumhverfi trúnaðarmanna og samstarfsnefnda. Ekki var gert ráð fyrir að erindreki leysti vandamál á staðnum heldur tæki þau með sér og kynnti þau fyrir stjórn félagsins og framkvæmdastjóra til nánari meðferðar eftir atvikum. Fundirnir voru ekki síður hugsaðir sem kynning fyrir félagsmenn á þessum nýja þætti í starfi félagsins. Í heild hefur erindreksturinn gengið mjög vel og almenn ánægja með hann. Haukur Már hefur óskað eftir að láta af starfi sem erindreki og því verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi erindrekstursins næsta vetur til reynslu, með þeim hætti að hver fulltrúi í stjórn félagsins tekur að sér nokkra skóla í „fóstur“, sinnir erindrekstri fyrir þá og verður tengiliður þeirra við stjórn félagsins. Nánari lýsing á þessu nýja fyrirkomulagi - ásamt fl eiri atriðum í starfsáætlun félagsins á næsta skólaári - verður kynnt í fréttabréfi FF sem sent verður kennurum við upphaf skólastarfs. í starfshópi um endurskoðun náms og námsskipunar í grunn- og framhaldsskólum, starfshópi um endurskoðun laga um framhaldsskóla og starfshópi um þarfi r nemenda sem stunda nám á almennri námsbraut. Starfsnámsnefndinni var því snemma ljóst að tillögur hennar myndu fara inn í þetta vinnuferli sem hefur líka komið á daginn í opinberri umræðu eftir að þær voru birtar. Tillögur nefndarinnar eru afar þýðingarmikið innlegg í starf allra hópa að 10 punkta samkomulaginu og þá sérstaklega þess hóps sem mun vinna að endurskoðun á námi og námsskipun grunn- og framhaldsskóla. Efl aust kemur skýrslan líka til kasta nefndar sem vinnur nú að endurskoðun laga um grunnskóla. Mikilvægt er að tillögurnar verði teknar til ítarlegrar skoðunar á öllum stigum og að um þær verði opin og breið fagleg umfjöllun. Með því móti má koma menntamálaumræðunni út úr því öngstræti sem hún hefur verið stödd í um langa hríð og snúa henni upp í starf að löngu tímabærum umbótum og þróun í menntamálum þjóðarinnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir Höfundur er formaður Félags fram- haldsskólakennara og fulltrúi KÍ í starfsnámsnefnd. Mikilvægt er að tillögurnar verði teknar til ítarlegrar skoðunar á öllum stigum og að um þær verði opin og breið fagleg umfjöllun. Með því móti má koma menntamálaumræðunni út úr því öngstræti sem hún hefur verið stödd í um langa hríð og snúa henni upp í starf að löngu tímabærum umbótum og þróun í menntamálum þjóðarinnar. FRÉTT FRÁ ORLOFSSJÓÐI Golfvöllurinn Glanni var vígður laugardaginn 1. júlí. Orlofssjóður KÍ á aðild að rekstrarfélagi golfklúbbsins. Völlurinn er í næsta nágrenni orlofsbyggða BSRB í Munaðarnesi og Stóru Skógum og fá félagsmenn í KÍ helmings afslátt á völlinn. Almennt verð á völlinn er 1800 kr. en félagar í KÍ borga 900 kr. Þetta er níu holu völlur í mjög fögru umhverfi . Afsláttarkort fyrir félagsmenn KÍ liggja frammi í golfskálanum og á skrifstofu Orlofssjóðs KÍ. Ekki er að efa að þetta mælist vel fyrir hjá þeim fjölmörgu félagsmönnum KÍ sem hafa áhuga á golfíþróttinni. Sjá myndir á heimasíðu orlofssjóðs ki.skyrr.is/orlof/Glanni/ Kær kveðja til félagsmanna fyrir hönd Orlofssjóðs KÍ, Valgeir Gestsson varaformaður. Golfvöllurinn Glanni FRÉTTIR FRÁ FÉLAGI FRAMHALDSSKÓLAKENNARA Ómar lætur af störfum SKÝRSLA STARFSNÁMSNEFNDAR, FRÉTTIR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.