Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR, TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Fimmtudaginn 28. september verður haldinn forvarnadagur í öllum 9. bekkjum grunnskóla landsins. Þá verða kynnt nokkur einföld atriði sem geta komið í veg fyrir að ungmenni ánetjist fíkniefnum. Athygli foreldra ungling- anna á þessum staðreyndum verður einnig vakin, svo og allra fjölskyldna í landinu. Bréf þessa efnis var sent til skólastjórnenda í byrjun apríl. Forvarnadagurinn, sem efnt er til að frumkvæði forseta Íslands, er samvinnu- verkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ung- mennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar, sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi hafa rannsóknirnar sýnt að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt frístundastarf falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á þá staðreynd að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnaneytendur. Þessar staðreyndir byggjast á rann- sóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um ára- bil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt. Aðstandendur forvarnadagsins fara þess á leit við skólastjórnendur að nemendur 9. bekkja verji tveimur kennslustundum til verkefnisins morguninn 28. september. Skólunum verður lagt til efni til að vinna með nemendum sem samanstendur af geisladisk og þemaverkefnum um forvarnir og gildi þeirra. Þá verður óskað eftir því að fulltrúar íþrótta- og frístundahreyfi nga fái að taka þátt í þemavinnu með nemend- um auk þess að kynna starfsemi sína. Heimasíða verkefnisins www.forvarna- dagur.is verður opnuð um mánaðamótin ágúst-september en þar verður hægt að nálgast allar viðeigandi upplýsingar. Einnig verða nánari upplýsingar sendar skólastjórnendum með netpósti á næstu dögum. Verkefnisstjórnun annast Elín Þ. Þor- steinsdóttir verkefnisstjóri. Starfsmaður verkefnisins er Hervör Alma Árnadóttir félagsráðgjafi . Fyrirspurnum og ábend- ingum má koma á framfæri á netfangið forvarnadagur@verkefna-lausnir.is eða í síma 565 7272. Hér með eru auglýstir styrkir sem veittir eru félagsmönnum FL annars vegar til þróunar- og rannsóknastarfa og til námsefnisgerðar og hins vegar einstökum félagsmönnum eða hópum félagsmanna, faghópum og nefndum innan FL til að halda námskeið og ráðstefnur ætlaðar félagsmönnum. Í umsókn þarf að koma fram: • Heiti verkefnis. • Lýsing á verkefninu, markmið þess og gildi. • Lýsing á framkvæmd verkefnis. • Upplýsingar um umsækjanda/endur, s.s. menntun og starfsferill. • Kostnaðaráætlun. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og á heimasíðu www.ki.is í síðasta lagi 15. september 2006. Reykjavík 11. ágúst 2006, Stjórn Vísindasjóðs FL Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjóra- félags Íslands auglýsir eftir umsóknum félagsmanna í grunnskólum um náms- laun vegna framhaldsnáms á skólaárinu 2007-2008. Væntanlegir styrkþegar fá greidd laun á námsleyfi stíma í allt að tólf mánuði eftir lengd náms. Umsóknir sendist til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2006. Eyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins og heimasíðu Kennarasambandsins ki.is. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðs- ins á skrifstofu Kennarasambandsins. Verkefna- og námsstyrkjasjóður FG og SÍ margret@ki.is Helgina 20 - 21. október 2006 verður hald- ið árlegt málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ undir yfi rskriftinni Hvernig skóli? Skilvirkur þjónn eða skapandi afl . Á málþinginu verður rýnt í stöðu skóla- stiganna í dag og jafnframt skoðuð sú gróska sem nú ríkir í rannsóknum, þróunar- verkefnum og nýbreytni í skólastarfi . Dr. Louise Stoll, prófessor við University of Bath mun fl ytja aðalfyrirlestur mál- þingsins föstudaginn 20. október. Hún mun fjalla um skólaþróun, skólamenningu og leiðtogafærni. Á föstudeginum verða einnig fjórar málstofur þar sem fl uttir verða tveir fyrirlestrar í hverri málstofu. Málþingið er öllum opið. Skráning hófst 25. ágúst. Þátttökugjald fyrir þá sem skrá sig fyrir 1. október er 3.000 kr. en 3.500 kr. fyrir þá sem skrá sig eftir þann tíma. Sjá slóð: ranns.khi.is Þeim sem nú vinna að þróunar- nýbreytni- og rannsóknarverkefnum gefst kostur á að kynna verkefni sín. Ekki er nauðsynlegt að verkefni sem kynnt verða tengist yfi rskrift málþingsins sérstaklega. Tekið verður á móti óskum um að kynna erindi á málþinginu frá 15. ágúst. Óskir um að kynna erindi sendist til RKHÍ á netfangið: malthing@khi.is til 5. september. Ný skýrsla OECD um menntamál á Íslandi sem birt var þann 9. ágúst er villandi þar sem hún byggir að verulegu leyti á gömlum og úreltum upplýsingum. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til menntamála valdi námsárangur við lok grunnskóla vonbrigðum sé tekið mið af niðurstöðum PISA-kannana og samanburði við önnur lönd. Fá merki séu um framfarir. Því er haldið fram í skýrslunni að fjölgun hafi orðið á kennurum í grunnskólum og leggja þurfi meiri áherslu á gæði en magn í skólastarfi hér á landi. Júlíus K. Björnsson forstjóri Námsmatsstofnunar segir ekki rétt að kennurum hafi fjölgað. Hins vegar hafi öðrum starfsmönnum skóla en kennurum fjölgað síðustu ár. Sjá nánar í frétt 11. ágúst á www.ki.is FORVARNADAGUR Í GRUNNSKÓLUM 28. SEPTEMBER Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar, sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjöl- skyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. 10. málþing RKHÍ um rannsóknir nýbreytni og þróun HVERNIG SKÓLI? Auglýsing um úthlutun styrkja úr C deild Vísindasjóðs FL NÁMSLAUN SKÓLAÁRIÐ 2007-2008 eins og haldið er fram í nýrri skýrslu OECD KENNURUM Í GRUNNSKÓLUM HEFUR EKKI FJÖLGAÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.