Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 21
21 Strupe skólann í bænum Halden. Fimmtán ára nemendur, 300 talsins, fengu „barnið“ heim til sín í viku. Áður en verkefnið fór í gang urðu 10% af stúlkum undir átján ára aldri í skólanum barnshafandi. Eftir verkefnið hefur engin stúlka undir átján ára orðið barnshafandi. Ungmennin komust að raun um að það er heilmikið og vandasamt verk að ala önn fyrir barni. Halden var fyrsti bærinn í Noregi sem hratt verkefninu af stað en nú hafa fjölmörg bæjarfélög í Noregi gert slíkt hið sama. Af þessum niðurstöðum má sjá að forvarnagildi verkefnisins er ótvírætt. Óafturkræfur heilaskaði Samhliða fræðslu um ótímabært kynlíf og kynsjúkdóma fá nemendur fræðslu um skaðsemi áfengis og annarra vímu- efna. Undanfarið hefur komið fram ný þekking á áhrifum áfengis á manns- heilann. Einnig eru menn að uppgötva ný sannindi um þroska heilans. Nýjustu rannsóknir sýna fram á að mannsheilinn er ekki fullþroskaður fyrr en um eða eftir tuttugu ára aldur eða seinna en áður var talið. (Sólveig Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri barnasálfræði og taugasálfræði barna, hjá Sálfræðiþjónustu Landspítala háskólasjúkrahúss) Öll neysla áfengis fyrir tvítugt skaðar heilann og sé neyslan töluverð er um ótvíræðan skaða að ræða. Hann er óafturkræfur og varanlegur og getur háð viðkomandi bæði í námi og starfi. Í ljósi þessara nýjustu uppgötvana vísindamanna er enn meiri þörf fyrir fræðslu til unglinga og foreldra um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna. Þar að auki minnka líkurnar á að viðkomandi verði alkóhólisti um 14% við hvert ár sem unglingurinn bíður með að byrja að neyta áfengis. (Sigurlína Davíðsdóttir, dósent við félags- vísindadeild Háskóla Íslands) Vel tekið í Reykjanesbæ Unglingarnir okkar þurfa að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir kynlífi, áhrifum ótímabærs kynlífs og skaðsemi vímuefna. Til þess þarf að fræða þá. Það er skoðun mín sem hjúkrunarfræðings og móður að verkefnið „Hugsað um barn“ sé vel til þess fallið. Auk þess eykur það samvinnu heimilis og skóla. Verkefnið á að mínu mati erindi inn í alla grunnskóla landsins. Reynsla mín af því er jákvæð og hvet ég alla forráðamenn skóla til að taka við því. Það hvetur nemendur til heilbrigðs lífernis, sjálfstæðrar ákvarðana- töku, er námshvetjandi og eykur ábyrgð- artilfinningu þeirra. „Hugsað um barn“ fór fyrst af stað hér í Reykjanesbæ árið 2004. Einstaklingunum sem tekið hafa þátt í verkefninu verður fylgt eftir og munu fyrstu rann- sóknarniðurstöður birtast árið 2007. Þá verður kannað kynlíf unglinganna við grunnskólalok, tíðni þungana svo og vímuefnaneysla. Verkefninu hefur verið sérlega vel tekið í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, og hafa allir skólar hér tekið þátt í því. Vil ég hér með varpa fram þeirri hugmynd hvort ekki væri hugsanlegt að bjóða 9. og 10. bekkingum þáttöku í verkefninu sem þeir myndu síðan ávinna sér punkta fyrir inn í framhaldsskóla. Þetta myndi verða til þess að flestir ef ekki allir nemendur tækju þátt a.m.k. myndu nemendur hugsa sig tvisvar um ef punktar væru í boði. Ábyrgð okkar fullorðinna er mikil. Það er skylda okkar að gera okkar allra besta til að vernda börnin á því viðkvæma aldursskeiði sem unglingsárin eru og leiðbeina þeim með kærleika en festu. Verkefnið „Hugsað um barn“ hjálpar til við að koma af stað umræðu milli foreldra og unglinga. Í mínu tilfelli fengum við foreldrarnir einnig sérstaka fræðslu um vímuefni frá lögreglu umdæmisins, sem var mjög góð viðbót. Að lokum má geta þess að „Hugsað um barn“ var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, árið 2006, annað árið í röð. Ég er þakklát forsvarsmönnum ÓB ráðgjafar fyrir að hafa hrundið þessu átaki af stað hér á landi og sömuleiðis ráðamönnum Reykjanesbæjar fyrir að gefa mér og mínum börnum tækifæri til að taka þátt í verkefninu. María Magnúsdóttir, Reykjanesbæ Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fjögurra barna móðir. maria.m@isl.is SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 FORVARNIR Vil ég hér með varpa fram þeirri hugmynd hvort ekki væri hugsanlegt að bjóða 9. og 10. bekkingum þáttöku í verkefninu sem þeir myndu síðan ávinna sér punkta fyrir inn í framhaldsskóla.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.