Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 29
29
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006
bók- og starfsnám. Ennfremur að nokkur
hluti þeirra nýnema sem hefur nám í
framhaldsskóla er vanbúinn til þess. Þekkt
er að hluti nemenda finnur ekki nám við
hæfi í framhaldsskólum, sinnir því af litlum
áhuga og flosnar upp úr námi.
Starfsnámið á undir högg að sækja
sem kemur meðal annars fram í dræmri
aðsókn að mörgum greinum og
hnignun í námsframboði, sérstaklega á
landsbyggðinni. Mikill skortur er á styttra
starfsnámi sem ekki heyrir undir faggreinar
fyrir þá sem ekki hafa áhuga á lengra og
hefðbundnara starfsnámi eða áhuga og
aðstæður til að ljúka stúdentsprófi. Leiðir
inn í framhaldsskóla fyrir þá sem hafa
hætt námi tímabundið og þá sem vilja
bæta við menntun sína hafa heldur ekki
verið greiðar.
Í lögum um framhaldsskóla er bók- og
starfsnámi enn haldið aðgreindu að vissu
marki. Nemendur í list- og starfsnámi eiga
kost á að bæta við sig bóklegu viðbótar-
námi til stúdentsprófs til að öðlast rétt
til háskólanáms, óháð lengd og innihaldi
námsins. Bóknám til stúdentsprófs felur
hins vegar ekki í sér starfsnám að neinu
marki þrátt fyrir þá staðreynd að stór
hluti þess leiði í raun til starfsnáms á
háskólastigi. Háskóli Íslands hefur oftast
gert stúdentspróf af bóknámsbrautum
að skilyrði, óháð námi og reynslu þess
margbreytilega nemendahóps sem þar
sækir um inngöngu.
Lítil þróun hefur orðið í starfsnámi að
loknum framhaldsskóla og skortur er á
stuttu hagnýtu námi, sniðnu að þörfum
vinnumarkaðarins. Í nágrannalöndum
okkar hefur verið byggt upp mjög
fjölbreytt starfstengt framhaldsnám
á háskólastigi í nánum tengslum við
atvinnulífið. Margoft hefur verið bent á
þá staðreynd að Íslendingar útskrifa of fáa
úr ýmiss konar tækninámi miðað við hin
Evrópulöndin.
Fjölbreyttari námsleiðir
og úreltri aðgreiningu hætt
Lagt er til að framhaldsskólar hafi
sveigjanleika til að skipuleggja og bjóða
nám í samræmi við þarfir og áhuga
nemenda, lokamarkmið þeirra með
námi og kröfur næsta skólastigs og/eða
atvinnulífs. Um verði að ræða mislangt
nám í samræmi við þessar áherslur og
að nemendur fái þann tíma til náms
sem nauðsynlegur er. Hér er því hvorki
verið að leggja til styttingu á námstíma
né niðurskurð á námi. Gert er ráð fyrir
mismunandi einingafjölda í kjarna í
íslensku, stærðfræði og ensku - og í
námi umfram hann – allt eftir því hvert
nemendur ætla að stefna - sem skólar
móti í samræmi við áðurnefndar áherslur
og sérstöðu. Meirihluti nefndarinnar
lagði til að einingar í kjarnagreinum til
stúdentsprófs yrðu að lágmarki 27 og að
heimilt yrði að velja fleiri einingar í kjarna.
Kennarasambandið taldi hins vegar
ótímabært að binda einingafjölda í kjarna
því framundan væri starf nefndar um nám
og námsskipan grunn- og framhaldsskóla
í tengslum við 10 punkta samkomulag
KÍ og menntamálaráðherra sem hefði
það verkefni að fjalla um þetta atriði
og fleiri skyld mál. Það álit er í skýrslu
nefndarinnar.
Nefndin leggur til að bók- og starfsnám
verði metið jafnt til eininga og úreltri
aðgreiningu hætt. Áhersla er lögð á
aðgerðir sem efla innra stoðkerfi og
starfshætti skólanna. Tillögurnar ættu að
gera skólum kleift að bjóða fjölbreyttari
námsleiðir, lengri og styttri, þar sem allt
nám er metið jafnt og sem auðvelt er
að byggja ofan á. Eða þá að halda því
skipulagi sem hefur gefið góða raun,
ef þeir kjósa svo. Hér skapast líka betri
tækifæri til að meta raunfærni og ýmiss
konar óformlegt nám af vinnumarkaði. Í
heildina geta tillögurnar, ef þær ná fram
að ganga, skapað fjölmörgum ný tækifæri
til náms. Með því að jafna stöðu bók- og
starfsnáms ættu fleiri en nú er að finna
nám við hæfi, ljúka skilgreindu námi og
koma betur búnir undir nám og störf að
loknum framhaldsskóla.
Fagháskólastig - tengsl
framhalds- og háskóla
Nefndin leggur til að framhaldsskólum
verði heimilt að stofna eins til þriggja
ára nám á sjálfstæðu fagháskólastigi
sem taki við af framhaldsskólanum og
leggi áherslu á þarfir atvinnulífsins.
Meistaranám iðngreina og annað nám
sem á frekar heima á fagháskólastigi en
á framhaldsskólastigi, s.s. vegna lengdar
og innihalds, verði þar í boði. Námið
verði opið öllum nemendum sem ljúka
framhaldsskóla, að uppfylltum ákveðnum
faglegum skilyrðum. Sett verði sérstök
reglugerð um fagháskólastigið sem kveði
á um faglegar kröfur og fjárhagslegan
grundvöll. Stofnun fagháskólastigs getur
sannarlega orðið mikilvægt skref til að
auka veg og virðingu starfsnámsins.
Samskipti framhalds- og háskóla
eigi að vera mun meiri en þau eru nú
og að háskólarnir geri skýrar kröfur
um undirbúning nemenda og með
skilmerkilegum hætti. Skólastigin taki upp
formlegt samstarf til að efla samskipti og
samfellu í námi milli þeirra. Framhaldsskólar
Starfsnám á undir högg að sækja sem kemur meðal annars fram í dræmri aðsókn að
mörgum greinum og hnignun í námsframboði, sérstaklega á landsbyggðinni. Mikill
skortur er á styttra starfsnámi sem ekki heyrir undir faggreinar fyrir þá sem hafa
ekki áhuga á lengra og hefðbundnara starfsnámi eða áhuga og aðstæður til að ljúka
stúdentsprófi. Leiðir inn í framhaldsskóla fyrir þá sem hafa hætt námi tímabundið og
þá sem vilja bæta við menntun sína hafa heldur ekki verið greiðar.
SKÝRSLA STARFSNÁMSNEFNDAR
Sveit ar félagið Fjar ðabyggð vex og dafnar
V iltu vinna með okkur ?
Við leitum að metnaðarfullum leikskólakennurum til
starfa á leikskólanum okkar Kærabæ.
Leikskólinn er í gömlu húsnæði sem á sér langa sögu, en í
apríl 2007 flytjum við í nýtt og glæsilegt húsnæði þar
sem allur útbúnaður verður eins og best verður á kosið.
Skólinn verður þá fjögurra deilda og mun r úma rúmlega
80 börn. Við leitum að fagfólki sem tilbúið er að vinna
með okkur og móta um leið metnaðarfullan og
skemmtilegan leikskóla. Störfin henta jafnt konum sem
körlum. Laun skv. kjarasamningi LN og FL.
Flutningsstyrkur er í boði sbr. reglur þar um.
Umsóknarfrestur er til 5. september 2006. Umsóknir
berist til leikskólans Kærbæjar v/ Skólaveg 750
Fáskrúðsfirði