Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 25
Nánari upplýsingar á www.framvegis.is og í síma 581 4914
Notkun kennsluumhverfisins WebCT CE6
Kennari: Sigurlaug Kristmannsdóttir fjarnámsstjóri VÍ
Mjög hagnýtt námskeið fyrir kennara sem hyggjast nota nýja útgáfu
kennsluumhverfisins WebCT CE6 í fjarkennslu eða staðbundinni kennslu.
Námskeiðið er einnig tilvalið fyrir kennara sem hafa umsjón með
grunnskólanemendum sem stunda fjarnám í framhaldsskólum.
Námskeiðið hefst með kynningarfundi þriðjudaginn 22. ágúst og stendur
yfir í 5 vikur. Kennsla fer fram í kennsluumhverfinu WebCT CE6 en
einnig verður boðið upp á aðstoð í tölvuveri.
Nánari upplýsingar og skráning á www. framvegis.is.
Fjarnámskeið fyrir kennara
Vertu með í að auka fjölbreytni og sveigjanleika í námi og kennslu
Kennslufræði fjarkennslu
Kennari: Ásrún Matthíasdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík
Inngangur um kenningar og þróun fjarkennslu. Kynntar verða hagnýtar
aðferðir í fjarkennslu: framsetning, skipulag, notkun umræðna og æfinga.
Fjallað verður um endurgjöf og hvaða aðferðum hægt er að beita til að efla
fjarnemendur til sjálfsnáms. Umræður og skoðanaskipti um fjarkennslu og
aðferðir í fjarkennslu. Kennsla fer fram í kennsluumhverfinu WebCT CE6.
Námskeiðið hefst 3. október og stendur til 24. október. Upplýsingar og
skráningar á www.framvegis.is.
Lausar eru til umsóknar stöður deildarstjóra og leikskólakennara.
Einnig óskum við eftir fólki með sambærilega menntun eða reynslu.
LEIKSKÓLAKENNARAR OG FÓLK MEÐ REYNSLU
Náttúruleikskólinn Hvarf er sex deilda einkarekinn skóli. Hann er staðsettur við Álfkonuhvarf í
Vatnsendahverfum í Kópavogi og er rekinn af ÓB ráðgjöf.
Einvala starfsfólk starfar í leikskólanum og er mikil jákvæðni og áhugi í hópnum. Ábyrgð leikskólans
hvað varðar heilbrigði er mikil og er lögð áhersla á grænmeti og ávexti í mataruppeldi barnanna.
Grunntónninn í starfsmannastefnu leikskólans er hlýja og faglegur stuðningur.
Sjá nánar í umfjöllun um leikskólann í Mbl. á www.obradgjof.is (Opnuviðtal 2. júní sl.).
Þeir sem hafa áhuga á að sækja um starf vinsamlegast hafið samband við Áslaugu Helgu Daníelsdóttur
leikskólastjóra eða Kristínu Auði Harðardóttur aðstoðarleikskólastjóra í síma 570 4900 eða með því að
senda tölvupóst í leikskolinn@obradgjof.is.
Í öllu starfi leikskólans er haft að leiðarljósi að sinna þörfum og tilfinningum
hvers einstaklings, með áherslu á að rækta með börnunum hæfileikann að
tjá sig tilfinningalega með aldur og þroskastig barnsins að leiðarljósi. Kenna
þeim að lifa við aga, hófsemi og þakklæti. Viðhafa vandaða og örvandi
kennsluhætti og hollustu í matarræði og hreyfingu. Þetta næst m.a. með
hæfu starfsfólki, stöðugleika í starfsmannahaldi og ríkri starfsmanna-
menningu í góðri samvinnu við foreldra. Með því að bjóða stórfjölskyldum
og nánasta samfélagi þátttöku í starfinu.
Úr stefnu Náttúruleikskólans.
Náttúruleikskólinn Hvarfi
- til árangurs náttúrulega