Skólavarðan - 01.10.2007, Page 11
Misskipting tekna slík að engu tali tekur
KJARAMÁLARÁÐSTEFNA KÍ
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007
Hátt á þriðja hundrað manns sátu
kjaramálaráðstefnu Kennarasambands
Íslands á alþjóðadegi kennara 5. okt-
óber sl. Ráðstefnan var haldin í KHÍ en
þess má geta að Kennarasambandið og
KHÍ standa sameiginlega að veglegri
afmælisdagskrá í allan vetur í tilefni af
því að 100 ár eru liðin frá setningu fyrstu
fræðslulaga og fyrstu nemendur hófu
nám í gamla Kennaraskólanum sem nú er
Kennarahúsið. Á kjaramálaráðstefnunni
var fjallað um ýmis mál sem tengjast
kjörum félagsmanna KÍ sem og annars
launafólks. Fyrirlesarar á ráðstefnunni
voru Ole Petter Blindheim frá norsku
kennarasamtökunum, Ólafur Darri
Andrason hagfræðingur ASÍ, Gunnar
Páll Pálsson formaður VR, Karl
Björnsson sviðsstjóri kjarasviðs SÍS,
Elín Björg Jónsdóttir varaformaður
BSRB, Katrín Ólafsdóttir lektor í HR
og Halldóra Friðjónsdóttir formaður
BHM, auk Eiríks Jónssonar formanns KÍ,
Aðalheiðar Steingrímsdóttur formanns
FF og loks Elnu Katrínar Jónsdóttur
varaformanns KÍ sem flutti saman-
tekt um ráðstefnuna í lok hennar.
Eiríkur Jónsson formaður KÍ setti ráð-
stefnuna og sagðist í ávarpi sínu vona að
umfjöllunarefni dagsins yrði „uppspretta
mikillar og málefnalegrar umræðu um
kjaramál á komandi mánuðum“. Hann
lagði áherslu á að ráðstefnan væri
vettvangur til að fá fram ólík viðhorf og
mikilvægt að fólk segði meiningu sína
umbúðalaust. „Við þurfum að hafa kjark
til að hlusta á skoðanir annarra hvort
sem við erum sammála þeim eða ekki,“
sagði hann. „Við verðum að muna að
engin ein aðferð eða skoðun er rétt við
samningaborðið heldur er einungis um að
ræða ólíkar aðferðir sem allar stefna að því
marki að ná samkomulagi.“ Eiríkur sagðist
jafnframt telja að sjaldan eða aldrei hefði
verið mikilvægara að nýir kjarasamningar
leiddu til lausnar sem sátt næðist um.
Laun félagsmanna KÍ væru almennt allt of
lág og allt of margir kennarar sem væru
að útskrifast veldu sér annað starf en
kennslu.
„Misskipting tekna er að verða slík að
engu tali tekur,“ sagði hann og nefndi
miljarðinn sem Háskólinn í Reykjavík fékk
að gjöf nýverið. „Ég er ekki að gera lítið
úr þessari gjöf eða þeim góða hug sem
að baki býr en ef þessi upphæð er sett í
samhengi við það umhverfi sem við lifum
í og skiljum kemur ýmislegt merkilegt í
ljós. Það tekur kennara á meðallaunum,
280.000 brúttó – 195.000 nettó, 427 ár
að vinna fyrir þessari upphæð ef hann
lætur allar ráðstöfunartekjur sínar í þetta.
Með öðrum orðum: Þetta eru tólf sinnum
ævitekjur kennara. Það tekur hins vegar
einn nýríkan Íslending innan við tíu ár að
safna þessu saman úr þeim aukakrónum
sem flæða út úr sparibauknum og hann
þarf ekki að nota sjálfur. Þetta er skýrt
dæmi um að tekjuskiptingin í þjóðfélaginu
er stærra vandamál en margir vilja vera
láta. Þetta er líka skýrt dæmi um að nægir
peningar eru til í þjóðfélaginu til að greiða
þau laun sem duga til þess að fá til starfa
nægjanlegan fjölda velmenntaðra kennara
Nægir peningar til að greiða kennurum mannsæmandi laun
OLE PETTER BLINDHEIM Á KJARAMÁLARÁÐSTEFNU
KÍ: STYRKUR FÓLGINN Í STÆRÐINNI
11
LAUNAMYNDUN RÆÐST AF
FLEIRU EN KJARASAMNINGUM.
Katrín Ólafsdóttir
FÓLK HRÆTT VIÐ ÁRANGURS-
OG FRAMMISTÖÐUMAT.
Halldóra Friðjónsdóttir
EF LN HÆTTIR STÖRFUM
ÞARF AKUREYRI AÐ GERA 26
KJARASAMINGA.
Karl Björnsson