Skólavarðan - 01.10.2007, Page 17
17
REIKNILÍKAN FRAMHALDSSKÓLA, TILKYNNINGAR
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007
menntun; einungis að efla þá sem alla tíð
eru á beinu brautinni? Hér er hvorki verið
að búa til ný álitamál né halla réttu máli.
Þetta þekkja þeir sem hafa rekið skóla
með hægferðaráföngum, hinir síður.
Ein meginhugmynd reiknilíkans var að
efla frumkvæði framhaldsskóla til að búa
til og bjóða fram nám á almennri braut.
Raunverulegur hvati til að gera slíkt er
enginn, þvert á móti. Margir af stærstu
fram halds skólum landsins hafa hafnað því
að bjóða upp á almenna braut, m.a. vegna
mjög naumra fjárveitinga í reiknilíkani.
Launaumhverfi kennarastéttarinnar
var bætt með gerð stofn ana samninga en
hin lágu meðallaun í reiknilíkani eiga m.a.
þátt í því að kennarar dragast nú stórlega
aftur úr öðrum stéttum þjóðfélagsins í
launum.
Gagnrýni á rangar forsendur í reikni-
líkani er ekki linnulaus áróður gegn
reiknilíkani. Launastika í reiknilíkani
endurspeglar ekki réttan launakostnað.
Ýmsar mikilvægar tölur í reiknilíkani eru
og hafa verið rangar, s.s. fermetraverð
byggingarkostnaðar, nokkrir taxtar,
prósentutala launatengdra gjalda o.fl.
Hvað á það að þýða að setja inn kr.
136.328 fyrir fermetraverð í reiknilíkani
fyrir árið 2008 þegar raunverulegur
byggingarkostnaður er nú kominn langt
yfir kr. 200 þúsund pr. fermetra?
Enn og aftur legg ég fram tillögur
til að leysa mál:
• Einungis verði settar réttar og ná-
kvæmar kostnaðartölur í reikni-
líkanið.
• Sparnaðarkrafa, ef einhver er, verði
sett á sérstakan stað í reiknilíkanið.
• Sérstakur talningardagur verði á
hverri önn.
• Nýtingarhlutfall í hægferðaráföng-
um verði lagað að þeirri staðreynd
að nemendur sem standa höllum
fæti eru í meiri brottfallshættu en
aðrir og kosta skólann auk þess fleiri
vinnustundir en aðrir nemendur.
• Reiknilíkanið verði einfalt og að-
gengilegt.
• Reiknilíkansnefnd verði virk og taki
ákvarðanir um stefnu og nauð-
synlegar breytingar.
Málið þarf ekki að vera neitt flóknara en
þetta!
Þorsteinn Þorsteinsson
Höfundur er og hefur verið skólameistari í 24
ár í framhaldsskóla sem innritar ekki einungis
nemendur með afburðaeinkunnir úr grunnskóla.
Hægt er að minnast dagsins með
margvíslegu móti, t.d. upplestri,
ritunarsamkeppni, verðlaunum og
viðurkenningum, handritasýningum,
samkomum af ýmsum toga og
tónlistarflutningi svo að fátt eitt sé
nefnt.
Dæmi um viðburði undanfarin ár:
Leikskólar: Samverustund á sal í tilefni
dagsins; unnið sérstaklega með íslenskt
mál eina viku; rætt um skáldið Jónas
Hallgrímsson; börnunum kenndar vísur og
söngvar og búin til leikrit út frá ljóðum
eða sögum Jónasar; haldinn sérstakur
bókadagur; nemendur úr grunnskóla koma
í heimsókn og lesa fyrir leikskólabörnin.
Grunnskólar: Stóra upplestrarkeppnin
hefur hafist formlega á degi íslenskrar
tungu; eldri börnin koma í bekki yngri barna
og lesa upp sögur og ljóð; verðlaunahafar
úr upplestrarkeppni síðasta árs lesa upp;
ljóða- og smásagnakeppni; ljóð Jónasar
Hallgrímssonar kynnt; íslenskir málshættir
sérstaklega athugaðir.
Framhaldsskólar: Rithöfundar koma
í heimsókn og lesa upp; ljóðaupplestur
undir handleiðslu íslenskukennara; sérstök
verkefni í áföngum í íslensku; kórsöngur.
Heimasíða dags íslenskrar tungu er:
mrn.stjr.is/malaflokkar/Menning/dit/
Þar er m.a. hugmyndabanki kennara
og upplýsingar um Verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar sem menntamálaráðherra
afhendir árlega 16. nóvember. Kennurum
er velkomið að hafa samband til að
fá nánari upplýsingar, annaðhvort í
tölvupósti, agustath@hi.is, eða í s. 525
8530 ef spurningar vakna og einnig væri
gagnlegt að heyra frá sem flestum um það
sem stendur til að gera í tilefni dagsins.
Jólafundur félagsins verður haldinn
laugardaginn 17. nóvember kl. 16-18 í
tölvuveri Kennaraháskóla Íslands.
Fyrirhugað er að kenna þátttakendum
að búa til myndskeið, með margmiðlunar-
forritinu PhotoStory 3. Hægt er að brenna
myndskeiðin á DVD disk og senda vinum og
ættingjum sem rafrænt jólakort eða hýsa
þau á vefsíðu. Hér er á ferðinni nýstárleg
og mjög einföld aðferð við hönnun
jólakorta sem gagnast bæði nemendum
og kennurum. Þetta verkefni hentar vel
sem jólagjöf nemenda til foreldra. Umsjón:
Guðný Þorsteinsdóttir, kerfisfræðingur og
kennari í Borgaskóla.
Skráning fyrir 14. nóvember hjá fekkst@
kennslaogtru.is eða í síma 8930545 hjá
Birgittu.
Dagur íslenskrar tungu
16. nóvember
Félag kennara í kristnum
fræðum, siðfræði og
trúarbragðafræðum
www.kennslaogtru.is