Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Forsíðumynd: Þjóðlegur verðlaunahafi á Degi íslenskrar tungu í Borgarleikhúsinu. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1120 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Mikil óánægja með framhaldsskólafrumvarpið 3 Leiðari: Afsláttur á menntun og allsber þúsaldarmarkmið 4 Gestaskrif: Fagleg umhyggja 5 Kjaramál: Launaseðlar og félagsgjöld 8 Námsgögn: Bína fer í leikskóla og nýtt íslenskt myndalottó 10 Menntastefna og framkvæmd: Er PISA að pissa í skóinn sinn? 11 Forvarnir: Guli borðinn 16 Námsferð: Tungumálakennsla fullorðinna af erlendum uppruna 18 Ráðstefna: Fjölþjóðleg kímni á öskudagsráðstefnu 20 Útlönd: Nordplus og nýsköpunarsamstarf 20 Bók: Hundrað ára skólasaga 22 Haustþing: Vallaskólaleiðin kynnt 23 Forvarnir: Heil og sæl! 24 Skýrsla: Gæði kennaramenntunar 26 Bók: Í jólabókaflóðinu minnum við á bókina um Sævar 26 Þróunarverkefni: Matslisti Gerd Strand 28 Námskeið: Eldur og ís: Fjölskyldusögur 28 Smiðshöggið: Kennarar funda um fagvitund 30 Afsláttur á menntun og allsber þúsaldarmarkmið Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Menntafrumvörp hafa litið dagsins ljós og sýnist sitt hverjum. Á sama tíma birtast PISA niðurstöður, undirbúningur kjarasamninga og kennaraþings er í fullum gangi og jólin að koma. Það er nóg að gera hjá kennurum. Einhvern veginn hljómar orðið „menntafrumvörp“ eins og meinvörp en tíminn á eftir að leiða í ljós hvort sá skilningur verður ofan á eða hinn: Að frumvörpin, orðin að lögum, reynist hin besta lækning á veiku skólakerfi. Það er margt gott í frumvörpunum. Kennarar, ráðherra (eða ráðseti) og ráðuneyti fóru í mikla vinnu sem ekki var alltaf auðveld. Verði frumvörpin að lögum hefur vinnan skilað nokkrum árangri fyrir nemendur og skólastarf í landinu en betur má ef duga skal. „Það er miklu oftar talað um kennara en við kennara,“ sagði Sigurður Viktor Úlfarsson á bloggsíðu 2. desember sl. Það má til sanns vegar færa en er að breytast. Það voru kennarar og forystumenn þeirra sem sátu með embættismönnum í nefndum um endurskoðun leik-, grunn- og framhaldsskólalaga og um kennaramenntun auk annarra nefnda sem settar voru á fót vegna tíu punkta samkomulagsins. Þá var talað við og hlustað á kennara og farið eftir mörgu sem þeir lögðu til. En ekki nógu mörgu. Kennarar og nemendur eru sérfræðingar um skólamál rétt eins og foreldrar eru sérfræðingar um sín eigin börn. Leikskólakennarar eru upp til hópa ánægðir með lögverndun starfsheitis síns í kennaramenntunarfrumvarpinu og þykir margt gott í leikskólafrumvarpinu, gagnrýna þó ýmislegt eins og að áður hafi stjórnendur samrekinna leik- og grunnskóla þurft að hafa kennararéttindi á báðum skólastigum en nú dugi annað leyfið. Grunnskólakennarar gagnrýna sömuleiðis nokkra þætti í því frumvarpi sem að grunnskólanum snýr sérstaklega svo sem lögbindingu 180 daga skólaársins og að kennararáð skuli aflögð en fagna orðum ráðherra um hækkun kennaralauna í tengslum við lengingu kennaramenntunar. Þrátt fyrir að grunn- skólakennarar séu ekki ýkja úfnir vegna frumvarpsins eru þeir ekkert sérstaklega glaðir heldur og gengið var framhjá mörgum bestu tillögum kennara hröðum skrefum - þær er því ekki að finna í frumvarpinu. Hvað varðar framhaldsskólann er ljóst að eyru frumvarpshöfunda hafa ekki verið stillt oft á tíðni þess skólastigs þegar frumvarpið var samið. Kennarar gagnrýna skerðingu náms, gerbreytt einingakerfi, hvernig farið er með málefni fjar- og dreifnáms og námsráðgjafar og að lítt skuli dregið úr gjaldtöku sem mikil áhersla var lögð á til að auka jafnrétti til náms. Af þessum þáttum er það skerðing náms sem kennurum svíður mest enda í blóra við áherslu sem lögð er á menntun í opinberum umræðum Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ó sm y n d : K ri st já n V a ld im a rs so n í samfélaginu og kröftug andmæli framhaldsskólakennara við öllum hugmyndum um slíkt. Ef samfélagið kýs að spara við sig í menntun þegnanna á það að nefna hlutina sínum réttu nöfnum í stað þess að pakka þeim inn í skrautorðapappír. Það er ekki jólagjöfin sem nemendur og kennarar óska sér í ár. Þegar aðstoð við þróunarlönd var skilgreind á sínum tíma voru menn mjög bjartsýnir. Á skömmum tíma átti að hala þessi lönd upp á tuttugustu öldina (þar sem þau voru náttúrulega allan tímann) og umbylta kjörum fátækra, vannærðra og stríðshrjáðra. Smám saman var slegið af kröfunum. Nú eru markmiðin ekki háleitari en svo að vonandi takist að mæta grunnþörfum heimsbúa áður en langt um líður. Ég óttast að afsláttur af menntunarkröfum sigli eftir sömu á. Af þúsaldarmarkmiðunum sem eiga að nást árið 2015 fjalla tvö sérstaklega um menntun. Þau eru svohljóðandi: Að tryggja menntun á grunnskólastigi fyrir öll börn, bæði stúlkur og drengi. Að jafna stöðu kynjanna í skólum og auka almenn réttindi kvenna. Þetta eru grundvallaratriði sem þó skortir mikið á að náist. Ef við ætlum að slá enn af kröfum höfum við varla önnur úrræði en að lengja tímann, breyta til dæmis árinu 2015 í 2030. Markmiðin sjálf eru svo strípuð að þau er ekki hægt að afklæða frekar. Kristín Elfa Guðnadóttir. Ég bendi á tvo vefi þar sem fólk getur fræðst um þúsaldar- markmið og menntafrumvörp, 2015.is og nymenntastefna.is. Báðir eru nýir og mikill metnaður lagður í verkið – virkilega flottir vefir. Ég hvet lesendur vefjanna til að vera vakandi fyrir tvennu: 1. Hversu dapurlegt það er að þúsaldarmarkmiðin skuli virðast háleit. 2. Auknu eftirliti í námi sem talið er eitt af höfuðeinkennum á innreið gróðahyggjunnar í skólastarf.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.