Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 12
12 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 leysa þann vanda sem hér blasir við. Þau eru fyrst og fremst staðfesting á slælegri stjórn hingað til.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra svaraði fyrir sig og sagði m.a. : „ ... Það er allt að því hjákátlegt að hlusta á þennan unga og efnilega þingmann koma hingað upp og tala niður allt skólakerfið ... Rétt er að draga fram að enginn talar um það, hvort heldur það eru fagmenn eða — ég trúi ekki öðru en hæstvirtur þingmaður taki þá alvarlega, rektor Kennaraháskólans, Kennarasambandið eða Júlíus Björnsson hjá Námsmatsstofnun, sem segja að skólakerfið okkar sé gott. Þetta er ekki áfellisdómur yfir kerfinu svo það sé dregið fram. Ég vil sérstaklega minna á að nýlega kom fram lífskjarakönnun frá Sameinuðu þjóðunum og í hvaða sæti erum við þar? Við erum í 1. sæti. Og hver var helsti áhrifavaldur þess að við fórum upp í 1. sæti og hentum Norðmönnum niður í 2. sætið? Það er menntunin, það er menntakerfið ... Hins vegar hef ég sagt að það eru mér mikil vonbrigði þegar við erum búin að leggja eins mikið fjármagn í grunnskólann og raun ber vitni, að stórauka og fjölga fagmenntuðu fólki innan skólakerfisins, hvort sem um er að ræða kennara eða sérfræðiþjónustu, að árangurinn skuli ekki vera betri. Ég lýsi því yfir að ég vil að lesskilningur barnanna okkar verði skoðaður sérstaklega en ég held að það sem skipti máli hér sé að frístundalesturinn hefur greinilega minnkað mjög mikið. Það er eitthvað sem við verðum að horfast í augu við, skólakerfið, en ekki síður foreldrar. Við þurfum að auka lestur heima við og það skilar sér inn í skólakerfið.“ Ráðherra er talsmaður hófsemdar þegar talið berst að PISA, jafnt í fjölmiðlum sem og á Alþingi og það er hróss vert. Hún kallar eftir nánari skoðun á niðurstöðum og hvetur alla hlutaðeigandi til að leggjast yfir gögnin og lesa úr þeim. Það er einmitt það sem þarf að gera í stað þess að slá fram lítt eða órannsökuðum fullyrðingum um stöðu íslenskrar grunnskólamenntunar. Það vekur þó óneitanlega ekki síður athygli að ráðherra og samflokksmenn hennar leggja þunga áherslu á þá vísbendingu PISA að ekkert augljóst samband sé á milli þess fjármagns sem sett er í skólakerfið og árangurs (sjá einnig tilvitnun í Sigurð Kára hér að neðan). Þetta er nokkuð misráðið vegna þess að þegar grunnskólakerfi Finna er skoðað kemur í ljós að það minnir um margt á íslenskt skólakerfi fyrir þrjátíu árum. Fatlaðir nemendur eru í sérskólum, kennarinn stendur upp við töflu með prikið í annarri hendi og krítina í hinni og svo framvegis. Sú vangavelta vaknar hvort sjálfstæðismenn grípi þennan hluta PISA fegins hendi í því skyni að undirbyggja málflutning fyrir aukinni einkavæðingu menntakerfisins og niðurskurði á fjár- framlögum til opinbera kerfisins? Niels Egelund Niels Egelund formaður dönsku PISA nefndarinnar og prófessor við Uppeldis- háskóla Danmerkur svarar spurningu blaðamanns Politiken um hvort PISA sé fyrst og fremst vísindalegt og óhlut- drægt verkfæri eða pólitískt verkfæri á þennan hátt: „Það er blanda af þessu tvennu. Og það er þess vegna sem mörg- um vísindamönnum finnst þetta vera hálfgerð melluvísindi (ludervidenskab, innskot keg). En könnunin er gerð á strangvísindalegan hátt og ekki hægt að gera hana betur.“ Í sömu grein kemur fram að lögn könnunarinnar er ekki alltaf sem skyldi. Der Spiegel hefur upplýst að blaðið hafi í fórum sínum gögn frá þýsku PISA nefndinni þar sem fram komi að hollensk, ensk og bandarísk börn þiggi fé og aðrar gjafir fyrir þátttöku í könnuninni. Í Slóveníu fengu nemendur dagsfrí úr skóla fyrir að taka þátt og í Bandaríkjunum allt að fimmtíu dollara. Ekki slæmt. Egelund hefur ekki frétt af peningagreiðslum en segir þær breyta engu, nemendur svari eins hvort sem þeir fái aur eða ekki og þetta hafi ekki minnstu áhrif á niðurstöður. En víkjum aftur að Alþingi. Ætli aðrir sem til máls tóku 7. desember leggi til fleiri próf eins og kollegar þeirra í Danmörku gerðu þegar niðurstöður PISA voru gerðar heyrinkunnar? Katrín Jakobsdóttir Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars: „ ... Ég hef lauslega kynnt mér umræður um þessa PISA-könnun og ég tel að það sé full ástæða til að taka hana alvarlega en að sama skapi tel ég að hún Það vekur þó óneitanlega ekki síður athygli að ráðherra og samflokksmenn hennar leggja þunga áherslu á þá vísbendingu PISA að ekkert augljóst samband sé á milli þess fjármagns sem sett er í skólakerfið og árangurs. Der Spiegel hefur upplýst að blaðið hafi í fórum sínum gögn frá þýsku PISA nefndinni þar sem fram komi að hollensk, ensk og bandarísk börn þiggi fé og aðrar gjafir fyrir þátttöku í könnuninni. Í Slóveníu fengu nemendur dagsfrí úr skóla fyrir að taka þátt og í Bandaríkjunum allt að fimmtíu dollara. Ekki slæmt. ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.