Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 16
16 FORVARNIR SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Þessi viturlegu orð kannast allir við. En ef til vill hafa ekki allir velt því fyrir sér að þau merkja líka: Það þarf heilt þorp til að bjarga barni. Hér er óskað eftir sjálfboðaliðum til að hrinda af stað forvarnarstarfi, um er að ræða einfalda og áhrifaríka aðferð til að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Þótt aðferðin sé upphaflega sniðin að börnum og ungmennum hjálpar hún líka fullorðnum. Að meðaltali svipta þrír til fjórir sig lífi í hverjum mánuði hérlendis. Forvarnir gegn sjálfsvígum eru allt of veikar og vanmáttugar. „Hvert sjálfsvíg er harm- leikur“ eins og segir í grein Salbjargar Bjarnadóttur verkefnisstjóra átaksins Þjóð gegn þunglyndi sem landlæknisembætt- ið hefur staðið að frá árinu 2003. Það eru ekki bara fjölskyldur og vinahópar sem eru lamaðir af sorg þegar ungmenni svipta sig lífi heldur heilu skólarnir og hverfin, jafnvel bæjarfélögin. Það tekur tíma og mikla vinnu að komast í gegnum sorgina. Þegar rætt er um álag á kennara gleymist stundum að nefna hversu mikið álag það er að horfa upp á vanlíðan nemenda og hafa fá úrræði, að ekki sé rætt um að missa barn úr nemendahópnum. Michael Emme fyrirfórsér árið 1994. Hann var sautján ára gamall. Foreldrar hans sátu og ræddu þennan skelfilega atburð við vini unga mannsins þegar þeim datt í hug forvarnaraðferð sem er í senn einföld og áhrifarík. Aðferðin kallast Guli borðinn. Hún felst í því að: 1) Búa til kort á stærð við nafnspjöld með einföldum skilaboðum. Það er hægt að búa kortið til í tölvu eða í höndunum. Myndir af framhlið og bakhlið bandarísku fyrirmyndarinnar eru hér: Framan á spjaldinu er mynd af gulum borða og þar stendur: Þessi borði er líflína! Það er fullt af fólki sem stendur ekki á sama og vill hjálpa þér. Ef þér finnst erfitt að biðja um hjálp farðu þá með þetta kort til kennara, vinar, foreldris, ættingja, ráðgjafa, prests eða læknis. Réttu honum það og segðu: „Ég þarf að nota gula borðann minn.“ Aftan á spjaldinu stendur: Þú ert í lykilhlutverki. Bjargaðu lífi! • Ekki víkja frá manneskjunni sem rétti þér þetta spjald. • Þú ert líflínan hennar! Hlustaðu, raunverulega hlustaðu! • Taktu hann alvarlega! Farðu eða hringdu eftir hjálp strax! Það er OK að biðja um hjálp. • Neyðarlína 112 • Hjálparlína RKÍ 1717 2) Dreifa spjöldum (og öðru efni) í hverfinu: Í skóla, íþróttahús, félagsmið- stöðvar, bókasöfn, kirkjur, kaffi- hús, heilsugæslustöðvar og víðar. Hafa spjöldin á áberandi stað og svo aðgengileg að auðvelt sé að kippa með sér spjaldi. Ræða við skóla um að dreifa spjöldunum til nemenda í upphafi hverrar annar. Útskýra hvernig á að nota spjöldin - rétta einhverjum spjald ef mann vantar hjálp og fara eftir því sem stendur á bakhliðinni ef maður tekur við spjaldi. Þetta tvennt ofangreint er aðalatriðið. Hér eru viðbótarleiðir sem eru líka mjög mikilvægar: 3) Útbúa eftir föngum límmiða (á stílabækur o.fl.), bókamerki, vegg- spjöld og gula borða til að hengja upp og binda um tré á ljósastura, grindverk, stuðara bíla og fleiri staði. Einnig Gula borðann með nælu til að næla í barminn. 4) Hafa samband við skóla, félags- miðstöðvar og t.d. presta í tengslum við fermingarfræðslu um að fá að Einfalt og áhrifaríkt forvarnarverkefni Guli borðinn - forvörn gegn sjálfsvígum Evelyn Gilroy aðgerðasinni í Belfast, í viðtali um sjálfsvíg ungmenna. Veggspjald hannað af unglingi í Timbo high school í Arkansas, í tengslum við forvarnarátak. Framhlið Bakhlið

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.