Skólavarðan - 01.12.2007, Side 19

Skólavarðan - 01.12.2007, Side 19
NÁMSFERÐ SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 skiptist í a og b áfanga og raðast fólk í þá eftir menntun. Námsefni á þriðja stigi eru lestextar, stuttar bækur og skáldsögur. Það var ótrúleg upplifun að fá að fylgjast með þessari kennslu. Nemendur eru á öllum aldri og við hittum til dæmis konu á áttræðisaldri sem sagðist vera í dönskunámi til þess að geta skilið barna- börnin sín. Nemendur í Danmörku fá styrk til náms fyrstu þrjú árin eftir að þeir koma til landsins. Einnig er algengt að fyrirtæki kosti útlendinga til náms í dönsku. Í Malmö heimsóttum við Data Lingua stofnuna sem var stofnsett fyrir rúmum tíu árum. Hussein Ellyas frá Súdan er hug- myndasmiðurinn að þessari stofnun sem er sænsku- og tölvunám fyrir útlendinga. Áhugasamir nemendur með kennara sínum. Námið tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Markmið Data Lingua er að brúa bilið milli sænskunámskeiða (sem geta staðið yfir í nokkra mánuði til tveggja ára) og starfsnámsbrauta í framhaldsskólum. Komvux skólinn í Malmö er með svipað fyrirkomulag og Fredriksbjerg og kennsla er sömuleiðis stigskipt. Allt landið notar sömu námskrá. Þegar nemendur eru hálfnaðir með sænskunámið geta þeir farið í nokkurs konar starfsnám til þess að þjálfa sig í tungumálinu. Við heimsóttum einnig Rönnes Gym- nasium sem er starfsmenntaskóli sem hefur sérhæft sig í heilsugeiranum. Nemendur vinna sem aðstoðarmenn á heilsustofnunum, tannlæknastofum og á sambýlum fatlaðra. Námið er sveigjanlegt og geta nemendur stundað það í dag- skóla, kvöldskóla og í fjarnámi. Hver nemandi hefur leiðbeinanda sem heldur utan um námið með honum. Ferð þessi var okkur mjög lærdómsrík í alla staði. Við fengum mjög góðar mót- tökur alls staðar sem við komum. Hópurinn fékk einnig góða og fræðandi leiðsögn um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn og heimsótti m.a. Jónshús og íslenska sendi- ráðið. Ólafía Þ. Stefánsdóttir Höfundur er kennsluráðgjafi. 19

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.