Skólavarðan - 01.12.2007, Qupperneq 11

Skólavarðan - 01.12.2007, Qupperneq 11
ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 PISA er alþjóðleg samanburðarrann- sókn á frammistöðu menntakerfa í heiminum og í henni er könnuð kunnátta 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði í 57 löndum. PISA könnun var líka lögð fyrir fyrir árin 2000 og 2003. Það er OECD, efnahags- og framfarastofnunin, sem stendur að könnuninni. Ofangreint er hlutlaus lýsing á PISA. Eða hvað? Hangir eitthvað fleira á spítunni? Fræðimennirnir fimmtán ganga svo langt að segja að það sé ekkert hlutlaust við könnunina og hún segi ekki nokkurn skapaðan hlut um fagmennsku í skóla- starfi. Stefan T. Hopmann „Sannast sagna eru svo margir annmarkar á könnuninni að það hefði aldrei átt að birta hana“, segir Stefan T. Hopmann prófessor við Vínarháskóla sem er í forsvari fyrir fræðimannahópnum. Hann nefnir meðal annars að spurningar og verkefni séu sniðin að enskri tungu sem skýri að hluta til gott gengi Kanada, Nýja Sjálands og Ástralíu. Þá er einungis örlítill hluti af þekkingarforðanum kann-aður, svo lítill að hann segir ekkert um menntunarstigið í heild. Hopmann líkir PISA við Evróvisjón og segir að þótt Olsen bræður vinni keppnina þá merki það ekki að Danmörk semji bestu tónlist allra landa í álfunni. Það er ljóst að fram þarf að fara málefnaleg umræða um PISA, það sem könnunin er og það sem hún er ekki. Eins og staðan er núna er PISA langt í frá gagnsæ framkvæmd þrátt fyrir að auðvelt sé að fá talsvert ítarlegar upplýsingar um hana, undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu. Niðurstöður PISA er auðvelt að nota og jafnvel misnota af stjórnmálamönnum og stjórnsýslu en þær er líka hægt að nota á þann hátt af öðrum hagsmunaaðilum. Kennarar gætu til dæmis sagt sem svo að PISA sýni berlega hversu illa er búið að íslenskum skólum í aðstöðu til kennslu náttúruvísinda. Viðsemjendur kennara gætu sagt að ekki væri ástæða til að hækka laun þegar árangurinn er ekki meiri en raun ber vitni. Fjölnismenn gætu risið úr gröfinni og sagt að nú væri einungis um tvennt að velja fyrir þjóðina, gerast leppríki Bandaríkjanna eða hefja nýja sjálfstæðisbaráttu tungunnar. Og svo framvegis. Erfitt er að meta gildi þessara viðhorfa nema í fyrsta lagi fólk hafi það á hreinu hvað PISA er ætlað að kanna og í öðru lagi hvort hún kannar það. Þá er hægt að ákvarða næstu skref. Fræðimenn gagnrýna PISA en hvað segja alþingismenn? Lítum á hvað stjórnmálamenn höfðu til málanna leggja þegar PISA var rædd á Alþingi 7. desember sl. Höskuldur Þórahallsson Málshefjandi var Höskuldur Þórhallsson og í hans framsögu er það Sjálfstæðis- flokkurinn sem fær falleinkunn (en hvorki PISA né íslenskt skólakerfi) og menntafrumvörpin fá sinn skammt. Höskuldur sagði meðal annars: „Menntun og lífskjör á Íslandi eru þættir sem eru óaðskiljanlegir hvor frá öðrum... Staða Íslands er slæm. Fjöldi landa með betri lesskilning hefur tvöfaldast frá því fyrir sex árum. Ekki er nóg með að við séum á niðurleið heldur erum við einnig undir meðaltali OECD-ríkja eða þeirra ríkja sem við viljum bera okkur saman við ... Við eigum að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega. Menntun barna okkar og ungmenna er forsenda framfara á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með menntamálin í rúmlega 16 ár og það er kaldhæðnislegt þegar maður áttar sig á því að það er lengri tími en aldur þeirra nemenda sem könnunin náði til sem var 15 ára. Það vekur líka upp spurningar um stjórn menntamála í landinu að öfugt samhengi er milli þess hve miklum fjármunum við eyðum í menntun og þess hver frammistaða okkar er. Nýframlögð frumvörp hæstvirts menntamálaráðherra, sem á margan hátt eiga að kollvarpa núverandi kerfi, munu á engan hátt Er PISA að pissa í skóinn sinn? 11 Hallar á PISA? Fræðimenn gagnrýna harðlega PISA könnun Hvað er PISA könnunin og hvað er hún ekki? Fimmtán evrópskir fræðimenn hafa sent frá sér harðorða gagnrýni á Programme for International Student Assessment eins og PISA heitir fullu nafni. Hopmann líkir PISA við Evró- visjón og segir að þótt Olsen bræður vinni keppnina þá merki það ekki að Danmörk semji bestu tónlist allra landa í álfunni. Það er ljóst að fram þarf að fara málefnaleg umræða um PISA, það sem könnunin er og það sem hún er ekki. Eins og staðan er núna er PISA langt í frá gagnsæ framkvæmd.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.