Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 10
10 NÁMSGÖGN SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Höfundur, Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur, segir frá frá leik- og námsefni sínu sem örvar málþroska og efl ir börn í fallegri hegðun. Bókin Bína fer í leikskóla og Myndalottó - spil fyrir tveggja til sex ára gömul börn var að koma út. Efnið byggist á langri reynslu höfundar af því að styrkja boðskiptafærni, bæta hegðun og efl a málþroska hjá ungum börnum. Börn vita ekki alltaf hvernig þau eiga að haga sér. Í Myndalottóinu læra þau ýmislegt gagnlegt sem tengist snemmtækri íhlutun eins og undirstöðuþætti boðskipta. Bókin og Myndalottóið eru myndskreytt af Bjarna Þór Bjarnasyni myndlistarmanni. Honum tekst að gæða myndirnar í bókinni og spilinu einstöku lífi þannig að þær höfða til barna á öllum aldri. Hegðun og boðskipti eru nátengd og oft valda málþroskafrávik því að börn þróa með sér óæskilega hegðun. Þau verða óróleg, hlusta illa og skilja ekki til hvers er ætlast af þeim. Þeim líður þar af leiðandi illa og bregðast við með erfi ðri hegðun og neikvæðum boðskiptum. Oft eru þau misskilin og talað um að þau séu óþekk eða ófélagslynd vegna þess að þau eiga það til að lokast inni í eigin hugarheimi þannig að erfi tt getur verið að ná sambandi við þau. Einnig geta þau átt erfi tt með að samlagast öðrum börnum, leika sér á viðeigandi hátt og eignast vini Í Myndalottóinu og bókinni er byggt á hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun, þ.e. að grípa nógu snemma inn í til að örva málþroska, styrkja boðskiptafærni og rétta hegðun hjá ungum börnum. Þetta er best að gera í daglegum atöfnum og í leik. Bæði bókin og Myndalottóið skapa eðlilegan grundvöll fyrir börn til að læra nýja færni. Flest börn hafa gaman af því að leika sér með spil og skoða fallegar myndabækur af persónum sem þau elska. Þess vegna koma dýr mikið við sögu. Börn sem lenda í erfi ðleikum verða oft reið en í spilinu og bókinni er tekist á við vandann og boðið upp á lausnir með því að gefa ráð sem stuðla að auknum skilningi, meiri orðaforða og betri boðskiptafærni. Með aukinni færni líður börnunum betur, hegðunin batnar og þau hætta að vera reið en verða glöð í staðinn. Unnið er markvisst með sjónrænar vísbendingar í gegnum myndir, orðaforða, að vekja áhuga á viðmælanda og að gera til skiptis. Jafnframt læra börnin að hafa áhuga á hvernig öðrum líður og tengja tilfi nningar sínar við upplifanir annarra. Þetta hefur fagfólk kallað sameinaða athygli og það skiptir sköpum fyrir alla að læra hana til að geta þróað með sér boðskiptafærni. Börn þurfa að læra að bregðast við til- fi nningum annarra og geta sett sig í spor þeirra sem þau eiga samskipti við. Einnig er unnið með hljóðamyndun, stafi og endurtekningu. Lögð er áhersla á að kenna börnunum að nota viðeigandi boðskipti í daglegum aðstæðum, m.a með því að kenna þeim að biðja um hjálp í staðinn fyrir að gráta hástöfum yfi r einhverju sem þau eiga erfi tt með. Markmið í Myndalottóinu eru: Að styrkja hlustun Að þjálfa boðskiptafærni Að auka orðaforða Að nota einfaldar setningar Að kenna litaheiti Að vekja áhuga á stöfunu Í bókinni Bína fer í leikskóla kvíðir hún fyrir að byrja í leikskólanum. Hún er ekki viss um að mamma komi aftur að sækja hana og hún veit ekki alltaf hvernig hún á að hegða sér innan um hina krakkana. Í leikskólanum lærir hún margt skemmti- legt, til dæmis hvað leiktækin heita, hvernig hún eignast vini, að biðja um hjálp ásamt því að læra mörg ný orð. Fjöldi dýra kemur Bínu til hjálpar og bókin og spilið byggja á upprifjun og endurtekningu. Ung börn þurfa og hafa mjög gaman af því að endurtaka það sem að þeim fi nnst skemmtilegt. Þetta kemur fram þegar þau vilja hlusta á sömu söguna aftur og aftur. Þeir sem vinna með málörvun á leik- skólum geta auðveldlega notað hug- myndirnar í bókinni og spilinu. Kennarar í fyrstu bekkjum grunnskóla hafa einnig bent á að í efninu sé unnið með þætti sem mörg börn í fyrsta bekk hafa ekki tileinkað sér. Bókin og spilið henta einnig vel í vinnu með börnum sem nota óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, s.s. Tákn með tali og börnum með einhverfu eða aðrar fatlanir sem hafa málþroskafrávik í för með sér. Foreldrar geta notað hugmyndirnar til að örva málþroska og kenna börnum betri hegðun. Bína fer í leikskóla og nýtt íslenskt Myndalottó LJ ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i Bókin hentar vel 2-6 ára gömlum börnum og eldri börnum sem þurfa hjálp við að styrkja boðskiptafærni og rétta hegðun. Það er einlæg ósk höfundar að bókin og spilið höfði til sem fl estra barna og stuðli að því að gefa þeim kost á að læra boðskiptafærni og betri hegðun. Þannig getum við skapað betri heim þar sem öllum líður betur vegna þess að við höfum lært að setja okkur í spor annarra og kunnum grundvallarreglur í mannlegum samskiptum. Það er líka mikilvægt fyrir fullorðna að bera virðingu fyrir öllum börnum og gera sér grein fyrir að það er ástæða fyrir erfi ðri hegðun. Það getur verið að hún sé eini samskiptamátinn sem börnin kunna.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.