Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 18
18 NÁMSFERÐ SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i Á haustdögum héldu fjórir kennarar af Austurlandi og einn frá Vestfjörðum í námsferð til Kaupmannahafnar og Malmö í Svíþjóð. Tilgangur fararinnar var að kynna sér fullorðinsfræðslu útlendinga og þá aðallega tungumála- kennslu. Kennararnir sem fóru voru Laufey Eiríks- dóttir verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, Eygló Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Fáskrúðsfirði, Þrúður Gísladóttir kennari í grunnskólanum á Reyðarfirði, Ólafía Þ. Stefánsdóttir kennsluráðgjafi Skólaskrif- stofu Austurlands og Sigurborg Þorkels- dóttir verkefnastjóri Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði. Allar þessar konur eiga það sameiginlegt að hafa stundað íslenskukennslu fyrir útlendinga á sínum stöðum, á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Ísafirði. Til fararinnar fengu þær styrk í gegnum mannaskiptaverkefni Landsskrifstofu Leó- nardós á Íslandi. Fyrstu tvo dagana fór hópurinn í kynnisferð til Fredriksbjerg undervisnings- centret í Kaupmannahöfn og síðan var farið á mismunandi kennslustaði í Malmö svo sem Komvux sem stendur fyrir full- orðinsfræðslu á vegum sveitafélagsins. Fredriksbjerg sér um dönskukennslu fyrir útlendinga og einnig kennslu fyrir fullorðna sem af einhverjum orsökum hafa helst úr námi og geta þeir lokið því með stúdentsprófi. Hópurinn einblíndi á tungumálakennslu útlendinga enda tilgangurinn með ferðinni. Það var álit hópsins að Danir og Svíar væru okkur fremri í þróun tungumálakennslu og Danir hafa farið út í mikla útgáfu á námsefni sem er auðvelt en hentar fullorðnum. Þeir kenna útlendingum dönskuna í stigum líkt og við gerum hér á landi en munurinn á þeim og okkur er sá að þeir hafa yfir að ráða námsráðgjöfum sem stýra nemendum inn á stig eftir getu og færni. Einnig eru samræmd próf eftir hvert stig sem sérstök prófanefnd hefur útbúið. Á hverju stigi eru mismargir áfangar sem nemendur taka samræmt próf úr til þess að komast í næsta áfanga innan hvers stigs. Nemendur verða að standast prófin til þess að geta haldið áfram. Þeir hafa einnig möguleika á að taka samræmt próf í dönsku til þess að öðlast ríkisborgararétt í landinu. Hópurinn fékk tækifæri til þess að fylgjast með kennslu á nokkrum stigum. Á fyrsta stigi eru aðallega nemendur sem hafa annað skrifmál eða eru frá Mið- og Suður Ameríku og nemendur sem hafa aldrei lært að lesa og skrifa. Einnig var sérstakt stig fyrir nemendur með dyslexiu eða lestrarerfiðleika. Kennslan er róleg og mikið um endurtekningar. Námsefni er ljósmyndir og stuttir textar, æfingar í að skrifa og segja frá. Á annað stig raðast nemendur sem eru byrjendur og eru frá löndum sem hafa líkt ritmál og Danir. Þetta er fólk með fjögurra til átta ára skóla- göngu úr heimalandinu og lítinn náms- legan bakgrunn. Áfangar innan stigsins eru mislangir og í lok hvers áfanga eru tekin munnleg og skrifleg próf. Námsefni er skriflegar æfingar og bóklestur. Á þessu stigi er mikið um léttlestrarbækur sem samdar eru sérstaklega fyrir fullorðna. Á þriðja stig raðast síðan nemendur sem kunna eitthvað í dönsku og hafa þó nokkra menntun að baki. Þetta stig Tungumálakennsla fullorðinna af erlendum uppruna Fimm kennarar sem fengu Leonardo styrk til kynnisferðarinnar sem hér er sagt frá og eiga það sameiginlegt að kenna fólki sem er af erlendu bergi brotið íslensku. Frá vinstri: Ólafía, Eygló, Laufey, Þrúður og Sigurborg. STAÐIRNIR SEM VORU HEIMSÓTTIR: • Fredriksbjerg undervisningscentret í Kaupmannahöfn • Data Lingua, Komvux og Rönnes Gymnasium í Malmö Það var álit hópsins að Danir og Svíar væru okkur fremri í þróun tungumálakennslu og Danir hafa farið út í mikla útgáfu á námsefni sem er auðvelt en hentar fullorðnum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.