Skólavarðan - 01.12.2007, Qupperneq 13

Skólavarðan - 01.12.2007, Qupperneq 13
13 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 sé hreint ekki hafin yfir gagnrýni ... Ég bendi á að komið hefur fram talsverð gagnrýni á framkvæmd könnunarinnar frá t.d. 15 evrópskum vísindamönnum frá sjö löndum sem telja að hún sé ekki fullnaðarmæling á árangri skólakerfa. Sú umræða hefur auðvitað farið fram líka á Íslandi... Hins vegar tel ég það sem kemur fram í könnuninni vera af slíkum toga að við þurfum að kafa ofan í þau gögn sem liggja að baki. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt um lesskilning. Það veldur mér verulegum áhyggjum að sjá hvernig lesskilningi hefur hrakað. Ég tel líka að við þurfum að kafa aðeins ofan í tölur um það fjármagn sem við verjum til íslenska skólakerfisins því að það dugir ekki að horfa á það sem eina stærð. Við verðum að muna að við búum í stóru og dreifbýlu landi og rekum hér stundum tiltölulega fámenna skóla og það hefur auðvitað kostnað í för með sér ...“ Guðbjartur Hannesson Næstur tók til máls Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi skólastjóri á Akranesi og sterkur kandídat í ráðuneyti menntamála þegar þar að kemur. Hann sagði meðal annars: „ ... Enn á ný kemur boðskapur PISA yfir þjóðir heims og þingmenn allra landa og fjölmiðlar fara að spá í hvað sé að gerast í skólakerfi landanna en um er að ræða 57 lönd. Kennarar og skólastjórar, meðal annars frá Íslandi, þvælast alla leið til Singapúr eða Finnlands til að leita að lausnum og verða sennilega að fara aftur til Finnlands núna en gætu þó hugsanlega farið til Hong Kong eða Kanada af því að þau eru að færast til á listanum. Mér finnst mikilvægt þegar við tölum um niðurstöðu eins og hér er verið að fjalla um að menn átti sig á hvað verið er að kanna og að fella stóra dóma yfir heilu skólakerfi út af þremur þáttum sem einhverri heildarniðurstöðu er fáránlegt. Þróunin er í fyrsta lagi mjög mismunandi. Árið 2000 var fyrsta prófið og þá var áherslan á lestur, árið 2003 var áherslan á stærðfræði. Nú er í fyrsta skipti áhersla á náttúrufræði. Í öll skiptin hefur lestur og stærðfræði verið kannað aukalega en ekki með sama hætti öll árin og það kemur fram í skýrslunni. Þess vegna er ég algerlega ósammála því að við getum lesið út úr þessu einhvern samanburð á milli landa og fræðimenn í öllum löndum hafa varað við því. Það breytir hins vegar ekki því að það eru mjög mikilvægar upplýsingar í þeim 122 blaðsíðum sem okkur er ætlað að ræða á tveimur mínútum ...En að halda að lestur, stærðfræði og náttúrufræði dæmi íslenska skólakerfið og allar námsgreinar, skapandi þætti, listnám, verknám og svo framvegis, er mikill og alvarlegur misskilningur. Hér eru mjög forvitnilegar niðurstöður, til dæmis getum við skoðað hvernig einkaskólar koma út á móti öðrum skólum, við getum skoðað neikvætt samband á milli árangurs og kostnaðar, við getum skoðað til dæmis þá skemmtilegu staðreynd að íslenskir nemendur koma vel út í jarðfræði og stjörnufræði en eru mjög slakir í líf- og vistfræði. Allt þetta skapar tilefni til umræðu en ekki til ályktana líkt og málshefjandi kom fram með.“ Jón Magnússon Siv Friðleifsdóttir Næst tóku til máls Jón Magnússon sem lagði til að skattar yrðu með öllu afnumdir af bókum – ekki slæm tillaga - og Siv Friðleifsdóttir sem var hissa og vonsvikin: „ ... Finnar standa sig best í þessari könnun en þeir borga hins vegar minnst í skólakerfið. Það er mjög sérstakt. Norðmenn standa sig verst en þeir borga mest, þannig að fjármagnið virðist ekki skipta öllu máli varðandi árangurinn. Skólakerfin virðast skipta miklu máli. Finnar eru með um 7% sinna barna í sérskólum. Við erum með 1% af því að við erum með þá stefnu að hafa skóla fyrir alla. Við framsóknarmenn teljum það góða stefna og styðjum hana en við verðum að styðja betur við bakið á kennurum landsins. Við verðum að hlúa betur að þeim og við viljum gera allt til þess og standa að baki þeim sem það gera. Við verðum líka að aðstoða foreldrana og brýna fyrir þeim að standa við bakið á börnum sínum í heimanámi. Þetta eru vonbrigði.“ Sigurður Kári Kristjánsson Þá talaði Sigurður Kári Kristjánsson og hvatti til þess að menn skoðuðu málin yfirvegað og sagði: „ … Við eigum líka að líta á aðra hluti sem skipta máli í þessari könnun. Hún sýnir t.d. að sú gagnrýni sem hefur komið fram á stjórnvöld og menntakerfið á síðustu árum á ekki átt við rök að styðjast. Sú gagnrýni hefur alltaf snúist um að meiri peninga vanti í menntakerfið. Könnunin sýnir hins vegar að meiri fjármunir tryggja ekki endilega árangur.“ Eftir að hafa rætt um nauðsyn þess að endurskoða skólakerfi með opnum huga og á upp-byggilegan hátt sagðir Sigurður Kári: „Sveitarstjórnarmenn, kennarar, foreldrar og nemendur þurfa að gera það sama … Við eigum ekki að sætta okkur við neitt miðjumoð, hvorki á þessu sviði né öðrum. En við megum ekki gleyma því … að við eigum þrátt fyrir allt gott skólakerfi, við eigum góða kennara og krakkarnir okkar eru bráðefnilegir.“ Kolbrún Halldórsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir sagði PISA vera mjög flókna könnun og sagðist hafa haft gaman af því að hlusta á skólafólk og fræði- menn fjalla um hana í þáttum Morgun- vaktarinnar í Ríkisútvarpinu. Þær umræður Við verðum að muna að við búum í stóru og dreifbýlu landi og rekum hér stundum tiltölu- lega fámenna skóla og það hefur auðvitað kostnað í för með sér. Hér eru mjög forvitnilegar niðurstöður, til dæmis getum við skoðað hvernig einkaskólar koma út á móti öðrum skólum, við getum skoðað neikvætt samband á milli árangurs og kostnaðar, við getum skoðað til dæmis þá skemmtilegu staðreynd að íslenskir nemendur koma vel út í jarðfræði og stjörnufræði en eru mjög slakir í líf- og vistfræði. Allt þetta skapar tilefni til umræðu. ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.