Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 17
17 FORVARNIR SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 koma, tala við krakkana og dreifa Gula borðanum. 5) Skrifa greinar á blogg og í blöð (dag- blöð, hverfisblöð), stinga upp á því við unglinga í skólanum að setja umfjöllun um Gula borðann í skólablaðið, hafa samband við fjölmiðla og benda þeim á átakið. Fá unglinga og aðra, sem hafa íhugað sjálfsvíg eða misst ættingja, skólafélaga eða vin af þessum völdum, til að mæta á fundi og segja frá, koma í viðtöl eða skrifa greinar. Nota tölulegar staðreyndir og einnig upplýsingar um hvar og hvernig er hægt að leita hjálpar. 6) Hafa samband við fyrirtæki og óska eftir styrk til verkefnisins og við félagasamtök á borð við Kiwanis, Soroptimista, Geðhjálp, Lions, Rotary, Barnaheill, Heimili og skóla, Samtökin ´78 og frímúrara um samvinnu og að- stoð. Einnig við ráðuneyti, sveitar- félög, hálfopinberar og opinberar stofnanir og átaksverkefni, s.s. Þjóð gegn þunglyndi, Alþjóðahúsið, lög- regluna, Rauða krossinn, Hjálpar- stofnun kirkjunnar o.s.frv. Forvörn gegn sjálfsvígum er ekki verkefni sem einhver á, það er ábyrgð okkar allra. Hjálp getur verið margskonar, allt frá ósk um góðan árangur til fjárstyrkja og aðgangs að skrifstofuaðstöðu. Fólk er almennt reiðubúið til að hjálpa sé það beðið og útskýrt í hverju aðstoðin felst. 7) Senda út fréttatilkynningar um við- burði, til dæmis þegar spjöldum hefur verið dreift í skóla eða umræðu- og kynningarfundur er framundan. 8) Ganga um með Gula borðann (borða með nælu) í barminum. keg Í stuttu máli: • Hafðu Gula borðann (kortið) í vasanum eða skólatöskunni. • Notaðu Gula borðann til að fá hjálp (framhlið kortsins) eða veita hjálp (bakhlið kortsins). EKKI FARA - HLUSTAÐU - SÆKTU HJÁLP Á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október er gengið gegn sjálfs- vígum, haldin minningaguðsþjónusta og kertum fleytt. Á síðasta ári gengu um 500 manns gegn sjálfsvígum í Reykjavík og ætla má að flestir þekki einhvern sem hefur svipt sig lífi. Þetta er ekki ásættanlegt. Hægt er að lesa sér til um aðferðina Guli borðinn á yellowribbon.org. Ef þú sem þetta lest hefur tök á að leggja hönd á plóginn, t.d. hanna spjöldin sem sagt er frá, setja upp vefsíðu þar sem fólk getur nálgast þau og fleira efni til útprentunar og upplýsingar eða taka þátt í að breiða aðferðina út á annan hátt, hafðu þá samband við kristin@ki.is eða byrjaðu bara! Unglingar! Líður vini ykkar ekki vel? Þið getið gert ýmislegt til að bjarga mannslífi. Unglingar víða um heim vinna gegn sjálfsvígum. Meðal annars með aðferðinni Guli borðinn sem hér er lýst. Fólki sem gerir tilraun til sjálfsvígs er efst í huga að stöðva sársaukann sem það finnur fyrir, ekki binda enda á lífið. Við getum hjálpað þeim að losna við sársaukann. Ungt fólk í vanlíðan ber hana ekkert endilega utan á sér. Það getur virst vera sælt og ánægt. Með Gula borðanum opnum við vinum okkar og skólafélögum leið til að fá hjálp án þess að biðja um hana með orðum. Hættumerki, ekki tæmandi listi: Persónuleikinn breytist snögglega. Viðkomandi gefur eigur sínar. Fyrri tilraun til sjálfsvígs. Ofneysla áfengis og/eða eiturlyfja. Félagsleg einangrun, viðkomandi dregur sig í hlé og hættir að umgangast vini og ættingja og taka þátt í tómstundum. Breyttar svefn- og matarvenjur. Stöðugir verkir. Eirðarleysi, getur ekki einbeitt sér. Áhættuþættir, ekki tæmandi listi: Erfiðleikar í skóla eða hefur lent upp á kant við lögin. Þunglyndi. Léleg sjálfsmynd. Ástarsorg. Barnshafandi án þess að hafa ætlað það. Streita í fjölskyldunni, s.s. foreldrar eru þunglyndir eða í neyslu, einhver nákominn hefur framið sjálfsmorð. Ótti við yfirvald, jafningja, hóp eða klíku. Slæmt gengi í skóla, fall á prófum. Missir einhvers nákomins, skilnaður foreldra. Kynhneigð. Ungmenni sem eru ekki gagnkynhneigð eiga mörg hver um sárt að binda á unglingsárum. Ef bæði eru til staðar hættumerki og áhættuþáttur (einn eða fleiri) aukast líkur á sjálfsvígi eða sjálfsvígstilraun. Ef þú hefur búið til vefsíðu um Gula borðann eða bloggað um hann láttu þá aðra vita svo að þeir geti vísað á vefinn þinn.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.