Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 6
6 GESTASKRIF: ODDNÝ STURLUDÓTTIR SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Að gefa af sér og sjá afrakstur starfs síns í börnum á öllum aldri. Kennsla er baktería – sem betur fer. Þess vegna eigum við góða skóla á Íslandi. Skóla sem einkennast af metnaði og jöfnuði og að allir eigi að fá sín tækifæri. Skóla þar sem leitast er við að mæta nemendum hvernig svo sem guðsgjafir þeirra eru, styrkleikar og veikleikar. Skóli sem er fyrir alla nemendur gerir miklar kröfur til kennara. Á mínum örstutta ferli sem formaður menntaráðs hef ég leitast við að hitta sem flesta kennara. Ég hef hitt helming allra trúnaðarmanna augliti til auglitis, ég hef hitt ánægða og kraftmikla kennara og ég hef hitt kennara sem skiluðu inn uppsagnarbréfi í nóvember eftir áratuga langan kennsluferil. Leiðangurinn hefur meðal annars borið mig til Akureyrar þar sem ég kynnti mér fyrirkomulag kennsluráðgjafar þar í bæ sem er til mikillar fyrirmyndar. Þar eru kennsluráðgjafar fleiri en í Reykjavík og tengsl háskólans við skólana sterk. Skólaþróun verður fyrir vikið lifandi og þróttmikil og það er gríðarlegur stuðningur við kennarann í skólastofunni. Málefnaáherslur nýs menntaráðs Innviði skóla þarf að styrkja með ráðgjöf og stuðningi. Hlutverk Menntasviðs að mínu mati er að vera ráðgefandi, ekki stýrandi. Ef hugmyndafræðin um skóla fyrir alla og nám við hæfi hvers og eins á að ná markmiðum sínum verðum við að styrkja innviði og mannauð og byggja brýr milli grunnskóla og samstarfsaðila. Brúarsmíðin er af ýmsum toga hjá nýju menntaráði; Brú milli skólastiga, milli foreldraráða og Menntasviðs, milli ÍTR og Menntasviðs, milli skrifstofu mannréttindamála og Menntasviðs. Í kjölfar PISA-könnunar er í bígerð samvinna við háskólastofnanir og menntamálaráðuneyti um stóreflingu rannsókna á lestri og lesskilningi. Upp úr slíku samstarfi spretta þróunarverkefni sem styðja við og efla skólastarf. Eins hefur nýtt menntaráð hrundið af stað vinnu til að efla jafnréttisfræðslu og til að skoða sérstaklega heimanám með fulltrúum foreldra og kennara. Á næsta ári er fyrirhugað markvisst átak til að bæta kennslufyrirkomulag barna með raskanir á tilfinningasviði og átak fyrir nemendur með alvarlegar lesraskanir. Áfram verður haldið að styðja við nemendur af erlendum uppruna og nemendur með þroskahamlanir verða einnig í brennidepli í almennum skólum, sérdeildum og sérskólum. Námshestarnir okkar fá kærkomna viðbót í gegnum valáfanga framhaldsskóla en sækja þó í dýpra og ítarlegra námsefni innan síns skóla. Í þeim efnum megum við standa okkur betur, breiddin í nemendahópnum okkar er tiltölulega lítil samkvæmt PISA og því líklegt að hæfileikar námshesta fái ekki notið sín sem skyldi í grunnskólunum. Það ætlar nýtt menntaráð líka að skoða. Meiri sveigjanleiki í nýju frumvarpi til grunnskólalaga skapar mörg ný tækifæri á þessum vettvangi. Nýtt frumvarp skapar einnig sveigjanleika og fjölmörg tækifæri fyrir aðrar starfsstéttir og t.a.m. mun starfshópur senn hefja störf og skoða hvernig við getum aukið vægi listfræðslu innan veggja grunnskólans. Það væri svo efni í aðra grein að fjalla um frjótt samband grunnskóla og tónlistarskóla, skólahljómsveitir og listaskóla, eflingu listfræðslu og nýjan vegvísi UNESCO um listfræðslu sem við ætlum að kynna fyrir skólunum í vetur. Ég segi stundum að lista- menn séu algjörlega vannnýtt auðlind þegar kemur að skólastarfi. Nú þegar lögin bjóða upp á meiri sveigjanleika er lag að nýta sér þeirra kunnáttu. 100 ára afmæli kennarans Hin gamla afríska speki sem segir til um að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við þegar kemur að stóreflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar. 100 milljónum verður varið næstu þrjú ár í forvarnar- og framfarasjóð hverfanna. Þátttaka foreldra í lífi, námi og leik barna sinna skipta höfuðmáli í samfélagi sem hefur oft of lítinn tíma fyrir þau. Þennan skólavetur á kennarinn 100 ára afmæli og þess verður minnst með ýmsum hætti. Mörg skref verða stigin á næsta ári til eflingar mannauðs, með stjórnendanámskeiðum, ráðgjöf í kjölfar vinnustaðagreiningar og samstarfi við kennarasamtökin í aðdraganda kjara- samninga. Nú þegar höfum við fræðslu- stjóri og formaður KFR heimsótt trún- aðarmenn í 23 skólum og þeir fundir voru dýrmætir og fróðlegir. Kennarar vita hvar skórinn kreppir, ég legg mig fram við að hlusta og hvet alla kennara til að hafa samband við mig um hvaðeina sem viðkemur skólastarfi í Reykjavíkurborg. Lestur er bestur Finnland er ótvíræður sigurvegari PISA- könnunar ársins 2007. Við dölum í les- skilningi sem segir okkur að foreldrar og heimili verða að leggjast á árarnar með okkur ef snúa á vörn í sókn. Hraði samfélagsins má ekki verða til þess að við glötum hæfileikanum til að tjá okkur í ræðu og riti. Að lesa frjóan texta fyrir börn, hlusta og tala við börn og skrifa og spinna sögur eru ómetanlegar stundir og skila sér rakleitt í betri námsárangri og betri sjálfsmynd. Lestur á að vera hluti af daglegu lífi okkar. Jafn sjálfsagður og ... til dæmis sjónvarpsáhorf. Við verðum að gæta að lestrinum alla skólagönguna, þegar barn er orðið læst má ekki hætta að lesa. Mikilvægur er þroski tungumálsins frá tíu til fimmtán ára aldurs, með tilliti til sögugerðar, hlustunar, ímyndunarafls, tungutaks og frjós orðaforða. Ég lít ekki á skólagöngu sem keppnis- íþrótt en auðvitað tökum við niðurstöður sem þessar alvarlegar. Þó má geta þess að við skákum Finnum í mörgu, t.a.m. því að íslenskir nemendur eru að langstærstum hluta ánægðir með kennarann sinn og finnst hann mæta þörfum sínum vel. Eins er sjálfsmynd nemenda og námsgleði í góðu lagi á Íslandi en Finnland kemur afar illa út hvað þessi atriði varðar. Hins vegar er afskaplega athyglisvert að í Finnlandi eru engin samræmd próf, ekki á neinu aldursstigi. Þar er kennurum einfaldlega treyst fyrir því að vinna vinnuna sína og þurfa ekki að leggja fjölbreyttar námsleiðir á vogarskálar gamaldags viðmiða með reglulegu millibili. Umhugsunarvert, ekki satt? Fjölbreyttir skólar, sjálfstæðir skólar Í samanburði við skóla erlendis má segja að í meginatriðum skortir ekki mikið upp á aðbúnað, metnaðarfulla kennsluhætti og fjölbreyttar námsleiðir í íslenskum grunnskólum. Ekki skortir heldur upp á sérstöðuna, það dylst engum sem heimsækir Álftamýrarskóla, Árbæjarskóla, Melaskóla, Fellaskóla, Norðlingaskóla og Ártúnsskóla. Grunnskólarnir okkar spanna allt himinhvolfið í fjölbreytileika, sumir eru nýjungagjarnir og aðrir klassískir. Því þreytir mig umræðan um einsleitt skólakerfi. Að foreldrar eigi að hafa val. Það vill nú svo til að fólk velur sér hverfi til að setjast að í. Áhrifaþættir eru nálægð við náttúru, fasteignaverð og fasteignagerð, vinatengsl skipta máli, hvar ástvinir viðkomandi búa, hvar starfsstaðurinn er. Sumir velja gróin hverfi á meðan aðrir vita fátt skemmtilegra en að taka þátt í húsbyggingunni sjálfir, með múrskeið í hönd við malandi steypuhrærivél. Margir velja sér hverfi eftir skóla en flestum þykir mikilvægast að barnið sitt eignist vini, verði félagslega sterkt og að því líði vel. Kjarni málsins Og þarna komum við að kjarna málsins. Leiðarljós menntasviðs Reykjavíkurborgar er gamalt, en að sama skapi gott. Þar segir: að börnunum í borginni líði vel, Nú þegar höfum við fræðslustjóri og formaður KFR heimsótt trúnaðarmenn í 23 skólum og þeir fundir hafa verið dýrmætir og fróðlegir. Kennarar vita hvar skórinn kreppir og ég legg mig fram um að hlusta og hvet alla kennara til að hafa samband við mig um allt hvaðeina sem viðkemur skólastarfi í Reykjavíkurborg.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.