Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 20
20 RÁÐSTEFNA, ERLENT SAMSTARF SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Undirbúningur er kominn á fullt skrið vegna ráðstefnu reykvískra grunn- skólakennara á öskudag sem að þessu sinni er þann 6. febrúar. Kennara- félag Reykjavíkur og Skólastjórafélag Reykjavíkur standa að ráðstefnunni auk Menntasviðs en hún er að venju haldin á Hótel Nordica. Aðalfyrirlesarar verða Laura Refell, sérfræðingur í bekkjarstjórnun og hegðunarfrávikum, og John Morris skólastjóri í Ardleigh og munu þau einnig stjórna málstofum. Dr. Laura A. Riffel hefur meira en þrjátíu ára reynslu af kennslu á öllum skólastigum, allt frá leikskóla upp í háskóla. Hún hefur sérhæft sig í aðferðum til að styðja við jákvæða hegðun nemenda og þjálfað mörg þúsund kennara, foreldra, ráðgjafa, sálfræðinga og skólastjórnendur með það að leiðarljósi að það sé gaman að breyta hegðun til hins betra. Hún notar mikið kímnigáfuna og raunveruleg dæmi í fyrirlestrum sínum og kemur þannig á framfæri ráðum sem starfsfólk skóla getur nýtt sér beint í starfi - og strax næsta dag. Laura hefur kennt ýmis námskeið um bekkjarstjórnun og atferlisgreiningu við University of Kansas, Georgia State Uni- versity og University of Central Oklahoma. Hún starfar sem ráðgjafi og heldur námskeið fyrir starfsfólk skóla og aðra fagaðila um öll Bandaríkin um aðferðir til að meta, fyrirbyggja og takast á við erfiða hegðun nemenda á jákvæðan og lausnamiðaðan hátt. Á vefsíðu hennar, www.behaviordoctor.org, eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra, starfsfólk skóla og annað fagfólk. John Morris er skólastjóri Ardleigh Green Junior School í Essex Englandi, en það er almennur skóli með á fjórða hundrað nemenda á aldrinum 7 – 11 ára. John á langan feril að baki í skólamálum, þar af sem skólastjóri í átján ár. Auk kennaranáms hefur John lokið námi í stjórnun og handleiðslu kennaranema frá National College of School Leadeship. Slóð skólans er www.lgfl.net/lgfl/leas/havering/schools/ ardleigh-green-jnr/. Ardleigh Green hefur tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum verkefnum í tengslum við þróunarstarf í læsi, tölvu- kennslu, leiðtogafræðum og stjórnun. Skólinn er sérhæfður í þjálfun kennara- nema og annast kynningarverkefni fyrir nýútskrifaða kennara. Kennsluaðferðir sem einkenna skólann hafa skipað honum í hóp allra bestu skóla í Englandi sam- kvæmt niðurstöðum samræmdra prófa. Árið 2000 var skólinn tilnefndur sem fyrirmyndarskóli af menntayfirvöldum í Bretlandi og hvattur til að deila reynslu sinni og þekkingu með öðrum skólum í landinu. Skólinn hefur líka tekið þátt í nokkrum rannsóknum á skólastarfi, má þar nefna Raising boys´ achievement (Cambridge University 2003), Schools making very good progress (DfES 2006) og þróunar- starf í tölvukennslu (BECTA 2006). Rannsóknir Cambridge háskóla sýndu að góður árangur nemenda í skólanum er ekki síst því að þakka að námsmarkmið eru afar skýr og nemendum er alltaf ljóst hvar þeir eru staddir og hvert þeir stefna. Meðal árangurs er að minni munur er á námsárangri drengja og stúlkna í skólanum en í öðrum skólum í Englandi. John hefur lýst áherslum Ardleigh Green þannig að áður en nemendur noti ,,verkfæri“ til sjálfstæðrar vinnu, sé þeim kennt að fara með þau. Á ráðstefnunni á öskudag mun John gera grein fyrir helstu einkennum kennslu- aðferða Ardleigh Green Junior School, einkum með tilliti til móðurmálskennslu. Gert er ráð fyrir að ráðstefnugestir geti nýtt sér efnið á hagkvæman hátt í kennslu sinni á öllum stigum grunnskólans. Áætlunin á að stuðla að gæðum og ný- sköpun í menntakerfum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með styrkjum til ýmiskonar samskipta, verkefna og samstarfsneta. Öll samvinna skal byggjast á gagnkvæmum samningum menntastofnana og félaga í þátttökulöndunum. Heildarfjármagn Rammaáætlunar Nordplus fyrsta starfs- árið 2008 er 63,7 milljónir danskra króna. Þau lönd sem taka þátt eru Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Lands- skrifstofu Nordplus www.hi.is/id/1006334 Fólk er þegar byrjað að bregðast við rammaáætluninni og Ólafur Loftsson formaður FG var beðinn um að koma á framfæri beiðni frá sveitaskóla í Lettlandi. Skólinn óskar eftir samstarfi við íslenska grunnskóla: Our school is very interested in partner- ship with the schools from Iceland. The main facts about our school: Yaunsilavas primary school (comprehensive school) Pupils - 120 Teachers - 17 The ages of pupils - 7-10 (elementary classes), 11-16 (primary classes) Preschool groups (kindergarten) - ages 2-6 Rural area The south - east of Latvia We are interested both in mobility of pupils and teachers and the projects. Maybe you can help us to find new friends from your country. Looking forward for you answer, Anastasia Kaktiniece Netfang: sarma_a@inbox.lv Fjölþjóðleg kímnigáfa á öskudagsráðstefnu Á myndinni má sjá Dr. Laura Riffel „hegðunarlækni“ kenna hvernig breyta megi froskum í prinsa. Nordplus og nýsköpunarsamstarf Norræna ráðherranefndin hefur samþykkt Rammaáætlun Nordplus fyrir næstu fjögur árin, 2008-2011.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.