Skólavarðan - 01.12.2007, Qupperneq 26

Skólavarðan - 01.12.2007, Qupperneq 26
26 SKÝRSLA, BÓK SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Fyrsta bókin um Sævar er gefin út af ADHD samtökunum. Iðunn Steinsdóttir barnabókahöfundur þýddi bókina úr norsku en Matthías Kristiansen þýð- andi kom einnig að þýðingu og gerð hennar. Í norskri útgáfu heitir bókin „Den förste boken om Sirius“ en fleiri bækur um sama dreng og sama efni hafa komið út. Í bók- inni eru tvær stuttar frásagnir úr daglegu lífi drengs með athyglisbrest og ofvirkni. Reynt er að útskýra á einfaldan hátt hvað greiningin athyglisbrestur og ofvirkni felur í sér og hvernig sú taugaröskun hefur áhrif á daglegt líf drengsins, ekki síst í samspili við umhverfi sitt. Mörg okkar hafa orðið vör við að viðhorf til barna með athyglisbrest og ofvirkni geta verið neikvæð. Neikvæð Málin eru lengi í vinnslu í stórum regluveldum og í ágúst sl. gaf Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins loks út skýrslu og stefnumörkun til Evrópuráðsins og Evrópuþingsins um gæði kennaramenntunar. Skýrslur og niðurstöður kannana höfðu þá legið fyrir frá árunum 2004 og 2005. En betra er seint en aldrei. ETUCE (European trade union committee for education) er um þessar mundir að leita eftir áliti kennarasamtaka í aðildarlöndunum á innihaldi skýrslunnar. Formanni Skólamálaráðs KÍ, Elnu Katrínu Jónsdóttur, hefur verið falið fyrir hönd sambandsins að sinna þessu verkefni. Hér að neðan eru nokkur atriði úr því efni sem Elna Katrín hefur tekið saman af þessu tilefni ásamt hluta úr bréfi sendu menntamálaráðherra í október sl. vegna málsins. Skýrslan heitir Communication from the Commission til the Council and the European parliament; Improving the quality of teacher education. Í inngangi er meðal annars bent á eftirfarandi þætti: • 6,25 milljónir kennarar eru að störfum í Evrópu og gegna lykilhlutverki í því að hjálpa fólki til að þroska hæfi- leika sína, vaxa í námi og starfi og lifa innihaldsríku lífi. Kennarar eru milligöngumenn á milli heims hinna fullorðnu sem er á fleygiferð og hinna ungu sem eru um það bil að verða þátttakendur í honum. • Kennarastarfið verður æ flóknara, kröfur til kennara aukast vegna breytinga á starfi og starfsumhverfi. • Mörg aðildarríkja eru að skoða og endurskoða menntun og starfsundir- búning kennara fyrir starf sem þeir gegna í þágu Evrópusamfélagsins alls. • Tilgangur skýrslunnar er að meta stöðuna í menntun og starfsþjálfun kennara í löndum Evrópusambandsins og tengdra ríkja. Ennfremur að gera tillögur um aðgerðir til úrbóta í Evrópusambandsríkjunum og tengd- um ríkjum og um leið tillögur um hvernig Evrópusambandið getur stutt við slíkt umbótastarf. Hvað vill ETUCE gera? Á grundvelli niðurstaðna rannsókna og kannana á vegum OECD og Eurydice er í skýrslunni m.a. lögð áhersla á eftirfarandi málefni: • Kennarar hafa ekki nægilega góðan að- gang að símenntun. • Of litlum fjármunum er varið í símenntun kennara. • Það þarf að bæta samhengi og sam- fellu milli grunnmenntunar kennara (lokaprófa, kennsluréttinda), inn- leiðingar í kennarastarfið (induction) og símenntunar yfir starfsævina. ETUCE hvetur kennarasamtök í öllum aðildarlöndum til þess að reyna að hafa áhrif á þessi mál með því að koma sjónarmiðum sínum og afstöðu til efnis skýrslunnar á framfæri við menntamálaráðherra í hverju landi fyrir sig. Meðal annars með það fyrir augum að efni skýrslunnar verði tekið alvarlega og nógu bókstaflega til þess að samþykktir um málið verði ekki útvatnaðar eða máttlausar, því þá nýtast þær ekki sem tæki til að ná fram umbótum á kennaramenntun og öðrum umbótum á störfum kennara. KÍ hefur svarað kalli ETUCE og vakið athygli menntamálaráðherra á málinu. Í bréfi KÍ til menntamálaráðherra er útgáfu skýrslunnar fagnað og tekið heilshugar undir atriðin þrjú sem nefnd eru hér að ofan. Nánar er sagt frá þessu á ki.is keg Gæði kennaramenntunar í nýlegri skýrslu frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Barnabók um ofvirkan dreng viðhorf og fordómar stafa fyrst og fremst af skorti á þekkingu á málefninu og ein- kennum ADHD. Hlutverk samtakanna er m.a. að stuðla að fræðslu um einkenni ADHD til sem flestra sem umgangast börn og unglinga. Ein leið til þess að hafa áhrif á viðhorf bæði barna og fullorðinna til einstaklinga með athyglisbrest og ofvirkni og auka skilning á þessari duldu fötlun er í gegnum útgáfu svona barnabókar. Ef Bókin um Sævar fær góðar viðtökur er mögulegt að samtökin láti þýða og gefi út fleiri bækur eftir sama höfund. Bókin um Sævar er seld á skrifstofu samtakanna á kr. 1.995 m. vsk. til skilvísra félagsmanna. Hægt er að panta hana í gegnum netpóst eða síma, ganga frá greiðslu eftir samkomulagi og fá bókina senda heim. Bókin verður seld öðrum en félagsmönnum á kr. 2.280 m. vsk.. Bókin um Sævar er prýdd fjölda fallegra vatnslitamynda eftir Marianne Mysen, en höfundur hennar er Lisbeth Iglum Rönhovde. ADHD samtökin Háaleitisbraut 13 s. 5811110 www.adhd.is Í jólabókaflóðinu viljum við minna á bókina um Sævar

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.