Skólavarðan - 01.12.2007, Síða 23

Skólavarðan - 01.12.2007, Síða 23
SAGA ALMENNINGSFRÆÐSLU 1880-2007 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 ræða að gera hvorttveggja. Sem dæmi má nefna Laufeyju Vilhjálmsdóttur, vel menntaðan kennara og mikinn félags- málafrömuð en hún hætti kennslu eftir að hún giftist Guðmundi Finnbogasyni, guðföður fræðslulaganna 1907.“ Ritun og ritstjórn skólasögunnar Almenningsfræðsla á Íslandi 1880- 2007 hefur verið aðalverkefni Lofts frá árinu 2004 þótt hann hafi áratugum saman fengist við skólasögu. „Ólafur Proppé rektor Kennaraháskólans fól mér undir árslok 2000 að stjórna undirbúningi að samningu verksins Við Helgi Skúli og Jón Torfi unnum svo næstu misserin saman að undirbúningi þess og lögðum drög að efni og uppbyggingu. “ Það hlýtur að vera stór áfangi að sjá á eftir afrakstri áralangs starfs í prentun og geta haldið á gripnum von bráðar í höndunum. En er eitthvað sem er Lofti hugstæðast af því sem hann skrifar um í bókinni? „Ekki spurning, það er samspil höfuðpersóna sögunnar sem eru kennararnir og nemendurnir,“ segir Loftur. Við vörpum ljósi á þetta samspil frá ýmsum hliðum og þetta er feikilega áhugavert viðfangsefni. Það vill reyndar verða meiri stofnanabragur á verkinu eftir því sem á líður og skólakerfið þenst út en þetta er líka sá hluti sögunnar sem stendur okkur næst.“ keg • Félögum í Kennarasambandi Íslands gefst nú kostur á að eignast þetta glæsi- lega tveggja binda verk á sérstöku tilboðsverði, kr. 11.900 en fullt verð er 15.900 kr. • Jafnframt munu þeir sem taka tilboðinu og þess óska fá nafn sitt skráð á tabula gratulatoria í tilefni af hundrað ára afmæli fyrstu barnafræðslulaganna. Í þessu skyni geta félagsmenn fyllt út og sent eyðublað, sem er á vefslóðinni simennt.khi.is/almenningsfraedslan/almenningsfraedslaaskrift.doc Einnig er hægt að kaupa ritið með því að hringja í síma 563 3827. Í samningu verksins var ráðist að frumkvæði Kennaraháskóla Íslands sem fékk til samstarfs Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, uppeldis- og menntunar- fræðiskor Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri. Fulltrúar þessara aðila skipa ritnefnd en ritstjóri er Loftur Guttormsson. Aðalhöfundar að ritinu eru, auk ritstjóra, Helgi Skúli Kjartans- son og Jón Torfi Jónasson en aðrir höfundar eru sex að tölu. Myndritstjóri er Sigríður Bachmann. Verkið hefur notið styrkja frá menntamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Kennarasambandi Íslands og Hafnarfjarðarbæ, auk þeirra stofnana sem eiga beina aðild að verkinu. Kennaraháskóli Íslands gefur ritið út. Í ritinu er rakin uppbygging og þróun almenningsfræðslu á tímabilinu. Með almenningsfræðslu er átt við þá formlegu menntun sem drjúgur hluti hverrar kynslóðar hefur notið. Þegar líður á tímabilið verða þannig menntaskólar og fjölbrautaskólar hluti af þessari sögu þótt áhersla sé jafnan lögð á skyldunámið eins og það hefur verið skilgreint á hverjum tíma. Um leið og lýst er uppbyggingu skólakerfisins og stofnanahlið skólahaldsins eru helstu nýmælum í starfi skóla gerð skil og lýst þeim svip sem mótað hefur skólalífið á hverjum tíma. Það segir sig sjálft að auk nemenda sjálfra eru kennarar og skólamenn helstu gerendur þessarar sögu. Kennarafélag Suðurlands hélt sitt árlega haustþing á Flúðum 20. – 21. september sl. Félagssvæðið nær frá Þorlákshöfn allt austur að Kirkjubæjarklaustri og eru félagsmenn liðlega 300 talsins. Hefð hefur skapast fyrir því að þingið sé haldið á Flúðum, þar eru sumarhúsin okkar og því gott að hýsa þinggesti og svo höfum við fengið að nota Flúðaskóla undir fyrirlestra, þökk sé skólafólki á Flúðum. Að venju var þingið vel sótt af félags- mönnum og fengum við til okkar marga góða gesti. Upphafsfyrirlestur flutti að þessu sinni Margrét Pála sem kynnti okkur kennslu- fræði Hjallastefnunnar. Við leituðum líka til sunnlenskra grunnskólakennara með fróðleik og kynntu Guðbjörg Grímsdóttir og Kristjana Hallgrímsdóttir kennarar í Vallaskóla á Selfossi fyrir okkur „Vallaskólaleiðina“. Vallaskólaleiðin er þróunarverkefni í íslensku á unglingastigi sem byggir á hugmyndum um hlítarnám og einstaklingsbundið nám. Námsefnið er kennt í lotum og er ætíð unnið í öllum þáttum íslenskunnar. Gerðar eru getumiðaðar kröfur til nemenda og keppir hver nemandi því við sjálfan sig. Námsgagnastofnun var einnig með mjög áhugaverða fyrirlestra og að lokum voru haldnir faggreinafundir. Aðalfundur var einnig haldinn á haustþingi og var hann mjög vel sóttur. Um 120 manns sóttu fundinn. Spennandi kosningar fóru fram og var formaðurinn Jónella Sigurjónsdóttir endurkjörin, lagabreytingar voru gerðar auk hefðbundinna aðalfundastarfa. Steinunn Alda Guðmundsdóttir Höfundur er kennari í Vallaskóla. 23 Vallaskólaleiðin kynnt á haustþingi grunnskólakennara og formaður endurkjörinn Fréttir af Suðurlandi Vallaskólaleiðin er kennsluaðferð í íslensku sem byggir á því að nemendur beri ábyrgð á námi sínu, skipuleggi sig sjálfir og meti árangur sinn á þriggja vikna fresti. Kennt er í lotum allt skólaárið og er hver lota þrjár vikur. Þá taka nemendur próf og ný lota hefst. Í upphafi hverrar lotu fær nemandinn öll verkefni lotunnar í hendurnar ásamt leslista og vikuskipulagi. Nemandi ræður síðan í hvaða röð hann vinnur verkefnin. Þegar lotunni lýkur þarf nemandi að skila vinnubókinni með öllum verkefnunum og taka próf. Einkunn fyrir lotuna er þannig að prófið gildir 50% og vinnubókin 50%. Hver nemandi keppir við sjálfan sig því að viðmiðunartalan sem nemandinn fær er sú tala sem hann þarf að ná í hverri lotukönnun. Ljósmynd frá höfundi

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.