Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 8
8 KjARAMÁL SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Að þessu sinni er ætlunin að fjalla um launaseðla og helstu atriði varðandi félagsgjöldin og félagsaðildina. Það er mikilvægt að starfsmenn fylgist með launaseðlum sínum og athugi hvort allt er rétt. Það eru ákveðin atriði sem skylt er að komi fram en önnur eru eingöngu til upplýsinga fyrir starfsmann. Launaseðlar En hvað skal hafa í huga þegar farið er yfir launaseðla? Starfsmaður á rétt á að fá launseðil merktan nafni sínu. Þar skulu tilgreind föst laun fyrir það tímabil sem um er að ræða en þar á einnig að koma fram fjöldi yfirvinnustunda. Öll yfirvinna skal greidd eftir á fyrir hvern mánuð eða hverja þrjátíu daga og komi til útborgunar eigi síðar en 15 dögum eftir síðasta dag reikningstímabils, sama gildir um greiðslu fyrir yfirvinnu á veikindatímabili. Á launaseðli skal einnig koma fram sundurliðun einstakra tekna og frádráttarliða sem leiða til útgreiddra launa. Helstu frádráttarliðir eru stað- greiðsla skatts, iðgjald í lífeyrissjóð og félagsgjald til KÍ. Fyrir utan það sem skylt er að komi fram á launaseðli má nú sjá hjá sumum launagreiðendum ýmislegt til upplýs- ingar fyrir starfsmanninn, eins og mót- framlag launagreiðanda í lífeyrissjóð og framlag í hina ýmsu sjóði svo sem endurmenntunarsjóð, orlofssjóð og sjúkrasjóð. Töluvert af erindum sem berast til mín varða launaseðla og hvort þeir séu réttir. Spurt er út í öll atriðin sem ég nefndi hér að ofan sem og annað sem þar kemur fram líkt og launaflokkaröðun, launaleiðréttingar o.þ.h. Þó yfirleitt sé hægt að leiðrétta rangar launagreiðslur þá getur tómlæti starfsmanns stundum orsakað að launakröfu aftur í tímann er hafnað. Það er mjög mikilvægt að starfsmaður geymi launaseðla því þeir eru kvittun hans fyrir því að launagreiðandi hafi haldið eftir félagsgjaldi, iðgjaldi í lífeyrissjóð og staðgreiðslu skatts. Félagsgjöld Skólar á vegum sveitarfélaganna og ríkisins hafa samning við KÍ og einnig mjög margir einkareknir skólar. Kennarar/ skólastjórnendur þessara skóla/stofnana verða sjálfkrafa félagsmenn KÍ. Ef ekki er samningur milli KÍ og viðkomandi skóla/ stofnunar þarf félagsmaður að senda inn umsókn með samþykki launagreiðanda sem lögð er fyrir það aðildarfélag sem við á. Þeir sem sagt hafa upp störfum, stundakennarar á tímakaupi og þeir sem eru í launalausu leyfi geta ekki greitt til KÍ og eru þ.a.l. ekki virkir félagsmenn. Kennarar sem eru á atvinnuleysisbótum geta aftur á móti greitt félagsgjöld til KÍ og öðlast þar með full réttindi. Launagreiðendur innheimta félags- gjöld fyrir KÍ og senda lista með þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru. Félagsgjöldin eru innheimt mánaðarlega af félagsmönnum og skilað til KÍ. Um leið og launagreiðandi hefur skilað félags- gjöldum til KÍ verður starfsmaðurinn virkur félagsmaður, þetta getur tekið allt að einum mánuði. Hægt er að koma með launaseðil til KÍ ef töf verður á skilum frá launagreiðanda og þar með flýta fyrir því að verða virkur félagsmaður. Virkur félagsmaður getur fengið alla almenna þjónustu á skrifstofu KÍ, sótt um styrki og þjónustu til vísindasjóðs/endur- menntunarsjóðs, orlofssjóðs og sjúkra- sjóðs. (Mismunandi er eftir sjóðum hvað kennari þarf að hafa verið félagsmaður lengi til að eiga rétt í viðkomandi sjóði). Félagsmaður sem er ráðinn við fleiri en einn skóla á sama kjarasamningi og greiðir af störfunum í sama aðildarfélag KÍ fyrir meira en samtals 100% starf í dagvinnu getur fengið endurgreidd félagsgjöld vegna þess hluta sem er umfram fullt starf. Viðkomandi félagsmaður þarf að leggja fram afrit af launaseðlum frá báðum/ öllum launagreiðendum. Endurgreiðslan fer fram eftir á vegna hvers skólaárs. Í fæðingarorlofi getur starfsmaður látið draga af sér félagsgjald og verið þar með virkur félagsmaður í fæðingar- orlofinu. Í umsókn um greiðslur úr Fæð- ingarorlofssjóði er mikilvægt að taka það sérstaklega fram að starfsmaður óski eftir að af fæðingarorlofsgreiðslum skuli dregið stéttarfélagsgjald, annars er það ekki gert og þá tapar starfsmaðurinn öllum félagslegum réttindum hjá KÍ, þ.m.t. rétti í vísindasjóði/endurmenntunar- sjóði, orlofssjóði og sjúkrasjóði. Í sumum tilfellum varir sá réttindamissir lengur en fæðingarorlofið, t.d. í sjúkrasjóði. Að lokum langar mig að óska ykkur gleði- legra jóla og farsæls komandi árs og minni á netfangið mitt ingibjorg@ki.is ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þetta eða annað. Ingibjörg Úlfarsdóttir Launafulltrúi KÍ Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Lj ó sm y n d : S te in u n n J ó n a sd ó tt ir Launaseðlar og félagsgjöld    Námskeiðin verða haldin í febrúar 2008 á eftirtöldum stöðum: Grunnskólanum í Grundarfirði 18.febrúar kl. 13-18 Grunnskólanum í Borgarnesi 19. febrúar kl. 13-18 (sjá Símenntun á Vesturlandi www.simenntun.is og skráning þar) Skólavörubúðinni ,Smiðjuvegi, Kópavogi 20. febrúar fyrir grunnskóla ,frá 10-16 21. febrúar fyrir leikskóla, frá kl. 10-16 22.febrúar fyrir alla frá 13-18 (grunnskólakennara, leikskólakennara, starfsfólk, foreldra) Hámark 15 manns á námskeið Verð: 9500 kr. á mann Skráning á námskeiðin í Reykjavík og nánari upplýsingar hjá Kristínu Wallis kristinwallis@vikingur.co.uk sími: 00441793726505 Kíkið á www.numicon.com      

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.