Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 24
24 FORVARNIR SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Heilsueflingarverkefnið Heil og sæl í vinnunni er nú formlega hafið á Íslandi. Verkefnið er unnið í samvinnu við önnur Evrópulönd og ber heitið Move Europe á ensku. Hér á landi hefur Vinnueftirlit ríkisins umsjón með verkefninu sem unnið er í nánu samstarfi við Lýðheilsustöð. Markmið verkefnisins er að auka vitund innan vinnustaða á mikilvægi þess að efla heilsu og forvarnir. Heilsuefling á vinnustöðum skilar ávinningi fyrir vinnu- staði jafnt sem starfsmenn. Ávinningur vinnustaða er meðal annars fólginn í minni kostnaði vegna veikinda, fjarvista og slysa ásamt því að framleiðni og nýsköpun eykst. Einnig hefur verið sýnt fram á að heilsuefling getur skilað sér í minni starfsmannaveltu. Ávinningur starfsmanna er færri slys og sjúkdómar, bætt heilsa, aukin vellíðan og starfsánægja. Verkefninu er ætlað að hvetja til aðgerða þegar kemur að heilsueflingu á vinnustöðum og auka um leið heilbrigði starfsmanna. Lögð verður sérstök áhersla á eftirfarandi þætti: Hreyfingu, næringu, tóbaksvarnir, áfengis- og vímuvarnir, streitu og andlega líðan. Heimasíðan www.heilsuefling.is hefur að geyma upplýsingar um verkefnið ásamt öðrum fróðleik um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum. Til þess að gerast þátttakandi í verkefninu þarf fulltrúi frá vinnustaðnum að senda inn þátttökutilkynningu sem er á heima- síðunni. Mikilvægt er að verkefnið sé unnið með stuðningi yfirmanna og virkri þátttöku starfsmanna. Heilsuefling á vinnustöðum á að vera sameiginlegt verkefni vinnuveitanda, starfsmanna og samfélagsins. Framkvæmd verkefnisins er í stuttu máli þessi: Rafrænn spurningalisti er á www.heilsuefling.is. Með því að svara spurningalistanum gefst vinnustöðum kostur á að meta stöðu heilsueflingar og forvarna á vinnustaðnum út frá almennri stefnu og áðurnefndum áhrifaþáttum. Eftir að hafa svarað fær vinnustaðurinn senda endurgjöf í tölvupósti. Hún inniheldur hagnýt ráð og mögulegar hugmyndir um það hvernig auka megi heilsueflingu innan vinnustaðarins. Eftir að ráðleggingar hafa verið gefnar gefst vinnustöðum tækifæri til að laga þá þætti sem krefjast nánari athugunar. Þeir vinnustaðir sem taka þátt fá líka sendan ítarlegan bækling með ráðleggingum um heilsueflingu á vinnustöðum. Tímabilið frá 10. janúar 2008 til 10. janúar 2009 mun liggja til grundvallar mati á verkefninu. Matið fer þannig fram að fulltrúi vinnustaðarins verður beðinn um að svara áðurnefndum spurningalista aftur til að meta framfarir. Einnig þarf að skila inn lýsingu á því sem gert hefur verið í heilsueflingarmálum á vinnustaðnum yfir þetta tímabil. Þessi lýsing mun verða eitt helsta matsgagn þeirra sem að verkefninu standa. Vinnustaðir geta einnig fengið stig fyrir að taka þátt eða standa fyrir atburðum í tengslum við heilsueflingu og forvarnir og því er mikilvægt að haldið sé utan um þær upplýsingar fyrir hvern vinnustað. Athygli er vakin á því að ekki er nóg að taka einungis þátt í atburðum. Tilgangur verkefnisins er að varanlegar breytingar eigi sér stað á menningu vinnustaða. Lögð verður áhersla á að vinnustaðir móti sér stefnu í heilsu- eflingarmálum. Þátttaka í atburðum er þó auðvitað leið til þess að hvetja og styðja starfsmenn til heilsueflingar. Styrkir eru veittir til Comeníusarsamstarfsverkefna til tveggja ára. Þátttakendur í verkefnum eru a.m.k. 3 skólar frá jafnmörgum Evrópulöndum. Styrkir felast einkum í ferðum kennara og nemenda. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2008. Comeníusarstyrkir eru veittir til kennara og skólastjórnenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til að sækja evrópsk endurmenntunar-námskeið í 1-4 vikur. Umsóknarfrestur er til 31. janúar vegna sumarnámskeiða 2008. Nánari upplýsingar á www.lme.is rz@hi.is, ruv@hi.is Faghópur leikskólasérkennara Ný heimasíða Faghópsins Faghópurinn hefur opnað eigin heimasíðu á vefslóðinni: www.ki.is/fls Heil og sæl í vinnunni Heilsuefling á vinnustöðum Láttu þinn vinnustað taka vinna og farðu til Rómar! Frestur til þess að skrá sig er til 25. janúar 2008. Þeir vinnustaðir sem skuldbinda sig til að taka þátt í verkefninu og uppfylla þær kröfur sem gerðar verða til fyrir-myndar vinnustaða eiga möguleika á því að verða valdir sem fulltrúar Íslands á ráðstefnu um heilsueflingu á vinnustöðum sem haldin verður í Róm vorið 2009. www.heilsuvernd.is www.enwhp.org/index.php?id=83 Til að fá nánari upplýsingar um hvatn- ingarverkefnið „Heil og sæl í vinnunni“ er hægt að senda fyrirspurn á netföngin thora@ver.is eða dora@lydheilsustod.is. Langar þig í evrópskt skólasamstarf eða sækja endurmenntunarnámskeið til Evrópu næsta sumar?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.