Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 7
7 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Ef skólinn okkar er staddur á þeim stað að nemendum líði ekki öllum vel, vegna hugmyndafræði sem gengur þó út á að þeim líði vel, þá verðum við að mæta þörfum þeirra betur. Ekkert barn á vera ,,heppið“ með skóla. Öll börnin okkar eru heppin að fá að ganga í skóla þar sem leitast er við að bjóða þeim upp á nám við hæfi hvers og eins, eins og einnig segir í framtíðarsýn menntastefnu Reykjavíkurborgar. Ekki eru öll börn svo heppin og þar komum við aftur að Finnlandi. Þar eru 7% barna í sérskóla, á Íslandi eru þau um 1%. Því er samanburður við Finnland erfiður og eins og margir hafa bent á þá er ekki tekið mark á fjölbreytileika innan hvers lands í svo stórum könnunum eins og PISA. En ef hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar stuðlar ekki að vellíðan allra barna þá megum við ekki vera spéhrædd að viðurkenna það. Þess vegna var samþykkt á síðasta fundi menntaráðs að skipa hóp sem mun einhenda sér í að skoða kennslutilhögun barna með tilfinningalegar, hegðunarlegar og geð- rænar raskanir og koma með tillögur til úrbóta þar um. Þessi börn þurfa meiri stuðning, smærri hópa og faglegri umhyggju en við getum boðið þeim upp á nú um mundir. Til þess skortir mannskap, fleiri hendur, öfluga kennsluráðgjöf og stuðning við kennarann í skólastofunni. Spegill samfélagsins Fagleg umhyggja. Þessi tvö orð hafa klingt í kolli mínum upp á síðkastið. Kennarar hafa sannarlega metnað og vilja til veita nemendum sínum faglega umhyggju en nemendahópurinn er fjölbreyttur og oft krefjandi. Þessa faglegu umhyggju þarf að rækta. Við þurfum að styrkja innviðina okkar, huga betur að mannauðnum. Huga betur að ólæknandi kennurum sem ætluðu alltaf að verða kennarar. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir aukafjárveitingu upp á 100 milljónir til barna sem þurfa sérstakan stuðning, og eins til barna af erlendum uppruna. Þessi upphæð kemur til viðbótar því sem þegar hafði verið reiknað með vegna fjölgunar barna af erlendum uppruna og fjölgunar barna með þyngri fötlun. Leikskólasvið er með aðrar 100 milljónir til sérkennslu og þetta aukna fjármagn er til marks um skilning borgaryfirvalda á samsetningu þess hóps sem gengur í skóla í Reykjavík. Ríkisstjórnin hefur sett mikið fjármagn í að eyða biðlistum á BUGL og Greiningarmiðstöð ríkisins og við viljum vera reiðubúin til að veita þessum börnum þá þjónustu sem þau þarfnast. Í skólanum speglast samfélagið. Fagurt, skapandi, oft erfitt en alltaf fjölbreytilegt. Laun kennara endurspegla ekki alltaf þann veruleika. Það kemur kannski engum á óvart að kennarabarninu finnist laun kennara of lág. Það hefur mér fundist allt síðan ég myndaði fyrst mínar eigin skoðanir, og ekki var ég há í loftinu þá. Á nýafstöðnu skólamálaþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sá ég kynn- ingu á afrakstri starfs sem Kennara- sambandið og Samband íslenskra sveitar- félaga unnu í sameiningu. Þar var framtíðar- skólinn teiknaður upp. Hvað einkennir hann? Hvað einkennir framúrskarandi skóla þar sem nemendum og starfsfólki líður vel og tekur framförum á degi hverjum? Hálfur þriðji tugur manna og kvenna tók þátt í þessari vinnu og samhugur var algjör. Þessi vinna hefði þurft að eiga sér stað fyrir síðustu kjaraviðræður því samræðupólitík er vegur framfara. Það gera sér allir grein fyrir því hvað komandi kjarasamningar skipta miklu máli fyrir skólastarf, fyrir kennarastéttina og síðast en ekki síst, fyrir íslensk börn og ungmenni. Þar verða allir að eiga hlut að máli, bæði ríki og borg. Ný lög um öll skólastig liggja fyrir Alþingi, stórsókn í menntamálum er framundan með leng- ingu kennaranáms. Fráfarandi borgarstjóri sagði þann snjóhvíta dag 4. desember að vegna ýmissa orða borgarfulltrúa hins nýja meirihluta, væru væntingar kennara orðnar miklar. Það var næstum eins og honum væri skemmt. En hann þekkir ekki félagshyggjufólk – við erum stolt af því að væntingar hafi aukist. Við berum faglega umhyggju fyrir skólastarfinu og ef við náum að marka þau spor í snjóinn að standa undir væntingum getum við verið stolt af okkar verkum. Oddný Sturludóttir oddny.sturludottir@reykjavik.is Höfundur er formaður menntaráðs, píanókennari og dóttir Maríu Norðdahl, kennara. Oddný Sturludóttir formaður Menntasviðs og Sigrún Elsa Smáradóttir formaður Leikskólasviðs við stofnun Brúar, umræðuvettvangs leik- og grunnskóla. En ef hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar stuðlar ekki að vellíðan allra barna þá megum við ekki vera spéhrædd að viðurkenna það... Þessi börn þurfa meiri stuðning, smærri hópa og faglegri umhyggju en við getum boðið þeim upp á nú um stundir. Til þess skortir mannskap, fleiri hendur, öfluga kennsluráðgjöf og stuðning við kennarann í skólastofunni. GESTASKRIF: ODDNÝ STURLUDÓTTIR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.